Verðbólguleiðin?

Flöt niðurfærsla skulda er í raun peningaprentun, sem kemur til baka sem verðbólga, því eitthvað þurfa lánveitendurnir sem fá greitt inn á höfuðstólana að gera við uppgreiðsluféð. Það getur ekki endað annarsstaðar en úti í hagkerfinu, sem er lokað og þegar uppfullt af peningum án verkefna. Verðbólgan kemur svo verst við þá sem síst skyldi, launþega og þá sem skulda verðtryggt, sem aðgerðin var jú einmitt ætluð sérstaklega!
 
Fyrir þá sem skulda verðtryggt, er huggun í því að vita að húsnæðisverðið mun koma upp, enda er það sterklega tengt byggingakostnaði sem aftur er ágætlega lýst í vísitölunni.
Þannig að það er stóra verkefnið að gera fólki kleyft að standa í skilum.
 
Bráðavandinn er sem sagt greiðsluvandi, en skuldavandinn er langtímavandi sem best er átt við með stöðugleika og nothæfri mynt.
 
Þannig að ef það er virkilega hægt að gera sér mat úr snjóhengjunni, verða menn að spyrja sig hvort rétt sé að nýta hann í skuldaniðurfærslu, frekar en lækkun skulda ríkisins eða í verkefni tengdum innviðum eða t.d. Landspítalabyggingu. Svona einskiptisinnkomu á ekki að nota í rekstur, heldur fjárfestingu.
 
Ég er í það minnsta mest umhugað um stöðugleikann. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála.Hef hugsað til þessara Jöklabréfa og þá í sambandi við landspítalann en skortir þekkingu á hvort þetta sé í rauninni hægt.Að taka peninga úr ríkiskassanum til að færa niður lán hjá fólki er hinsvegar rugl.Raunverulega sama aðgerð og lækka skattana sem nemur sömu krónutölu.Miðað við það að Sjálfstæðisflokkur ætlar líka að ækka skatta get ég ímyndað mér að skattprósentan yrði komin í 20-25.Höfum við efni á því?

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2013 kl. 12:32

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þetta er góð hugvekja.  Ef hugmyndir framsóknarmanna um leiðir til að leggja hald á hluta af eignum þrotabúa föllnu bankanna reynast færar, sem ég ætla ekki að draga úr, þá stendur sú hætta eftir, að hundruðir milljarða kr út í hagkerfið á skömmum tíma muni vísast kveikja hér verðbólgubál, og væri þá betur heima setið en farið í slíkan leiðangur.  Miklu affarasælla og brýnna er að vinna á skuldastabba ríkissjóðs, sem er að sliga þjóðarbúið.  Ávinningurinn af lækkun vaxtabyrði kemur beint í vasann ár eftir ár og hefur engin neikvæð áhrif á hagkerfið.

Með góðri kveðju /  

Bjarni Jónsson, 6.4.2013 kl. 14:27

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Bjarni.Er hugsanlegt að ég sé að misskilja máið hjá framsókn?Mér skildist að þeir ætluðu að fara sömu leið og Sjálfstæðismenn og nota ríkissjóð til að borga niðurfærsluna.Er það rangt?Svolítið erfitt fyrir mann búandi út í Noregi að fylgjast með öllu.En varðandi þetta sem þú ert að segja væri hugsanlega hægt að festa gengið og taka vísitölur úr sambandi(afnema verðtryggingu) og þannig tryggja að ila fari.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2013 kl. 15:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og framsóknarmenn tala alltaf, að þá tala þeir oftast eins og um sé að ræða einhvern stabba af peningum - og við ,,afskrift/niðurfærslu kröfuhafa/hrægamma þá verði = afgangur af þessum peningastabba sem hægt sé bara að ganga að og gera eitthvað skemmtilegt.

þetta að mínu mati er í fyrsta lagi ekkert svona. Við erum ekkert að tala um ,,money in the bank" eins og einhver sagði.

Við erum miklu frekar að tala um virði eigna. Á hvaða verði eignir verða keyptar og hvaðan gjaldeyrir kemur og á hvaða skiptigengi þau kaup fara fram.

Öll niðurfærsla/afskrift þarna er því ekkert þess eðlis að eftir standi einhver peningastabbi. Enda hefur Seðlabankastjóri sagt það sjálfur. Hann sagði að þessi umræða væri misskilningur í ræðu í lok mars.

Hitt er svo allt annað mál hvort ríkið sé það vel statt eftir afar ábyrga og góða stjórn þeirra SJS og Jóhönnu í 4 ár, að það geti tekið lán eða hafi eitthvert svigrúm til að borga höfuðstól skulda flatt og þá þannig að hagnist auðugum og vel stæðum best. það má alveg ræða það hvort það sé skynsamlegt. Eg held ekki. Eg vil frekar að öllu slíku sé beint að hinum verr stöddu og þeim sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. þar skilja leiðir mín og framsóknarflokksins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2013 kl. 16:34

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Flöt niðurfærsla skulda er í raun peningaprentun, sem kemur til baka sem verðbólga, því eitthvað þurfa lánveitendurnir sem fá greitt inn á höfuðstólana að gera við uppgreiðsluféð"

Hvað er flöt niðurfæskla eða afskrift skuda ?

Ef Ómar vinnur fyrir Gest  í viku og rukka 500.000kr fyrri með 60 daga víxli þá verða till 500.000kr í bókunum Ómars. Ómar getur svo farið með víxilinn bankan og selt hann með afföllum segjum 30% eða 350.000.  Eftir 30 daga missir Gestur vinnuna og ræður ekki við að borga 500.000 til bankanns. Bankinn býður honum þá að borga  80% kröfunnar 400.000 kr frekar en að fara með hann í gjaldþrot og Gesti tekst að klúfa það. Hann hefur þá fengið 20% niðurfærslu eða afkrift skuldarinnar.

Hver borgaði 100.000kr afskriftina ?

Guðmundur Jónsson, 6.4.2013 kl. 21:27

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sælir;

Tillaga sjálfstæðismanna og hugmyndir framsóknarmanna eru að formi og innihaldi ólíkar.  Sjálfstæðismenn vilja beita einstaklingsmiðuðum aðferðum með hjálp skattkerfisins og lífeyriskerfisins um séreignarsparnaðinn.  Fólk fær þá allt að 40 þús. kr á mánuði í sérstakan skattafslátt vegna afborgana af íbúðaláni.  Skattafslátturinn fer beint til lækkunar höfuðstóls lánsins.  Öllum með íbúðarlán stendur þessi leið til boða.  Þá verður unnt að nota framlag sitt og vinnuveitanda til séreignarsparnaðar til að greiða skattfrjálst niður höfuðstól lánsins. 

Ég skil hugmynd framsóknarmanna ekki nógu vel til að útskýra hana fyrir öðrum, enda er hún tveir fuglar í skógi, en ekki einn í hendi.  Ég held, að tilraun Ómars Bjarka sé ekki verri en hver önnur.  Karl Garðarsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, talaði um fjármögnun almennrar  skuldaniðurfærsluleiðar Framsóknar með 2 % tekjuskattshækkun, ef ég man rétt.  Hugmynd framsóknarmanna bíður að öllum líkindum mótunar.  Ef þeir fá hreinan meirihluta, verða þeir fljótir að því, en björninn verður samt ekki unninn.  Það er stundum sorglegur munur á "teori og praksis", eins og Norðmenn segja.  Mér finnst fífldirfska af framsóknarmönnum að fara í kosningabaráttu með stærsta kosningaloforð sögunnar án þess að útskýra framkvæmdina þokkalega fyrir kjósendum.  Þeir verða krafnir um rök, þó að þeir æli við það lifur og lungum að rökstyðja sitt mál.  Ég vil ekki útiloka, að þeir geti það, en hvort viltu einn fugl í hendi eða tvo í skógi á óvissutímum ? 

Með góðri kveðju til Noregs og annarra staða /

Bjarni Jónsson, 6.4.2013 kl. 21:52

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 Bjarni segir

" Mér finnst fífldirfska af framsóknarmönnum að fara í kosningabaráttu með stærsta kosningaloforð sögunnar án þess að útskýra framkvæmdina þokkalega fyrir kjósendum. "

Þetta er ekki hægt því mjög lítill hluti fjöldans skilur hvað peningar eru og hvað felst í því að afskrifa eða búa til nýja peninga.

Sigmundur fer þá leið að segja að vogunarsjóðirnir muni borga en það er ekki rétt þvi eins og í dæminu sem ég setti fram hér ofar þá  fá vogunarsjóðirnir (bankinn) borgað en þeir fá minna borgað og ef til vill seinna.  En þetta dæmi ætti samt að sýna vel að það borgar engin afskriftir.

Þegra skuldir eru afskrifaðar hefur það lækkandi áhrif á verðlag og þegar skuldir verða til fyrir tilstilli lélegra veða hefur það hækkandi áhrif á verðlag. dæmi um það er að opinberir aðilar komi að greiðslu skuldar  í yfirveðsettu húsi.

Guðmundur Jónsson, 6.4.2013 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband