Vinnulag við fjárlagagerð

Það er með öllu ólíðandi að fyrirtæki og einstaklingar þurfi að bíða fram að áramótum til að vita hvað gera eigi ráð fyrir í skattheimtu, þegar fjárlög eru samþykkt.

Ábyrg fyrirtæki eru löngu búin að gera allar áætlanir fyrir komandi ár, og ef óvissuþættirnir eru miklir, verður að skilja eftir afgang til að mæta óvæntum útgjöldum.  Eins og breytingar á mörkuðum og gengisáhætta væri ekki nóg, þá er ríkið með sínum vinnubrögðum að bæta enn á óvissuna.

Öll óvissa dregur úr fjárfestingu og hækkar verðlag og vexti sem er jú mælikvarðinn á áhættuna í samfélaginu.

Þessu verður að breyta og á Alþingi að ganga frá tekjuöflun komandi árs að vori. Um leið yrði dýpri og einbeittari umræða um efnahagsmál, þar sem útdeilding gæða og barátta fyrir óskalista færi fram síðar. Þá er líka vitað hver ramminn um útgjöldin er fyrir komandi ár og ekki hægt að freistast til að láta undan útgjaldaþrýstingi með hækkun skatta.

Sömuleiðis verður ríkið að gera það sem það hefur þegar skikkað sveitarfélögin að gera, það er að vinna langtímafjárhagsáætlun.

Allt minnkar þetta vesen og sóun og gerir hlutina einfaldari og hagkvæmari.

Vilji er allt sem þarf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband