Á Jón Ásgeir eitthvað inni hjá Samfylkingunni?

Það var allrar athygli vert í ágætri umfjöllun Morgunblaðsins um væntanlega þjóðnýtingu Glitnis, að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli hafa hellt sér yfir Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra og boðað nokkra aðra stjórnarþingmenn á fund til yfirheyrslu í skjóli nætur.

Þeir hafi allir mætt um miðja nótt, eins og lögreglan hafi boðað þá.

Af hverju mæta menn og hví telur Jón Ásgeir sig umkominn að skamma lýðræðslega kjörna fulltrúa okkar eins og hunda?

Jón Ásgeir hlýtur að hafa vitað að Björgvin var ekki beinn aðili að málinu, Ingibjörg Sólrún gekk framhjá honum, varaformanni flokksins og þingflokksformanni og veitti iðnaðarráðherra umboð til að fjalla um málið fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Taldi hann sig eiga meira inni hjá honum en öðrum?


mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gestur, Ráðherra er tengdur Sigga Gau.

Hvenær í ósköpunum gerðist það, að RÁÐHERRA léti KALLA SIG FYRIR  mann út í bæ???????????????????????????

Ingibjörg verður að snýta þessum dreng og koma í hans stól manni, sem er þess embættis verðugur eðað ráði í það minnsta við djobbið.

Lestu á Eyjunni um aðdraganda yfirtökunnar, þar er vitanað af rósemi til ráðuneytismanna og Seðlabankamanna, auk þess,a ð nefndir eru til sögunnar þræðir sem ekki eru í umfjölluninni núna, svo sem EES hindranir á ríkisábyrgð.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.9.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fróðlegt Bjarni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.9.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband