Svörtuloft berjast við vindmyllur

Það er mikil þörf á því að endurskoða peningamálastjórn Seðlabankans hið fyrsta. Innbyggð villa í henni hefur orðið til þess að nú er hún komin í öngstræti sem þarf að vinna úr.

Húsnæðisverð var óeðlilega lágt árin fyrir 2003 þegar bankarnir fóru inn á markaðinn og buðu húsnæðiseigendum gull og græna skóga, yfir 100% lán, hækkaði húsnæðisverð og leiðréttist að hluta en vegna afskaplega auðvelds aðgengis að fjármagni hafi yfirverð myndast, sem nú er að leiðréttast.

Vegna þess að húsnæðisverðið er ranglega tekið með í vísitölumælingunni á Íslandi, sem mældist af þeim sökum verðbólga, sem ekki var raunveruleg. Áhrif húsnæðisverðs er rauða línan á meðfylgjandi mynd, en verðbólgan sú bláa.

Hlutdeildeinstakraliðaíverðbólgunni

Seðlabankinn reyndi að ráðast gegn þessari verðbólgu með stýrivaxtahækkunum, sem auðvitað virkuðu ekki, þar sem ekki var um þenslutengda verðbólgu að ræða, heldur mæliskekkju. Allt tal um áhrif stjóriðjuframkvæmda eða þvíumlíkt á verðbólguna er því bara hjóm eitt.

Þetta ástand varði allt fram yfir áramótin 2006, er verðbólgan fór að verða af öðrum ástæðum, þá að talsverðu leiti vegna stýrivaxtanna sjálfra og hráefnisverðshækkana, matvæla, eldsneytis oþh.

Þessi mikli vaxtamunur jók eftirspurn eftir íslenskum krónum og dældist ódýrt erlent lánsfé inn í hagkerfið, sem fjárfestar nýttu til að gíra upp fjárfestingar sínar.

Þennan vítahring höfðu yfirvöld ekki dug til að vinna sig úr af hræðslu við að gengið félli, þrátt fyrir að allir aðilar hefðu gert sér grein fyrir að það væri of hátt skráð og sú gengisfelling væri óumflýjanleg, með því verðbólguskoti sem því fylgdi.

Nú höfum við um langan tíma verið í gíslingu þessa ástands. Hávextirnir eru sjálfir stór orsök verðbólgunnar, enda fjármagn stór hluti kostnaðar fyrirtækja, sem eiga engra annara kosta völ en að velta þeim kostnaði út í verðlagið.

Nú þegar alþjóðleg fjármálakreppa líður yfir fellur þessi spilaborg, gengið leiðréttist mjög hratt, sem veldur raunverulegri verðbólgu, sem Seðlabankinn getur í raun ekki brugðist við, þar sem stýrivextirnir eru þegar orðnir of háir og lækkun þeirra handvirkt þýddi að raunstýrivextir yrðu neikvæðir sem gengur náttúrulega ekki upp.

Það er í þessu ljósi sem verður að horfa á þennan sjálfskapaða efnahagslega harmleik í dag.


mbl.is Krónan á enn eftir að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband