Meginmarkmið samninga við IMF

Í öllum samningum við IMF, aðra lánardrottna og öðrum aðgerðum næstu misserin verður eitt markmið að vera ofar öðrum:

Að tryggja að á Íslandi verði áfram gott fyrir ungt fólk að búa.

Það eru sameiginlegir hagsmunir lánveitenda og lánþega að halda sem mestri framleiðslu í gangi og hafa sem mesta vaxtarmöguleika og til þess þurfum við öflugt fólk.

Ef við missum mikið af fólki úr landi verðum við mikið lengur að ná okkur upp úr þeirri lægð sem við erum komin í.

Staðan í útlöndum er auðvitað ekki heldur neitt glæsileg, þannig að grasið er ekki hvanngrænt þar, en verðmæti okkar duglega unga fólks hefur líklega aldrei verið meira. Þannig er staðan einnig í útlöndum, sem munu örugglega reyna að ginna öflugt fólk til sín.

Auðvitað eigum við að standa við okkar skyldur gagnvart bretum og Hollendingum, sem og öðrum. Það segir sig sjálft, en einnig eigum við að gæta réttar okkar gagnvart bresku ríkisstjórninni, sem hefur ástundað þvílíka skemmdarstarfsemi gagnvart íslenskum hagsmunum að maður á ekki til orð.

Gott heilbrigðiskerfi, gott skólakerfi og skynsamleg velferð eru lykilatriði í því að halda unga fólkinu í landinu.


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband