Til íhugunar fyrir Björgúlfana

Ef þessi frétt er rétt, að Björgúlfarnir séu gengnir í lið með bretum og farnir að nýta sér hryðjuverkalög breta til að kaupa eignir á brunaútsölu út úr þrotabúi þeirra sjálfra af íslensku þjóðinni er rétt að skoða eftirfarandi ákvæði í stjórnarskrá Íslands:

"66. gr. Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki."

Eins er rétt að minna á ákvæði Almennra hegningarlaga um landráð:

"X. kafli. Landráð.

...
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.


89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.

Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess."


mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það á að svipta þessa menn ríkisborgararétti, þeir hafa engan rétt lengur til að kalla sig Íslendinga. Þetta eru landráðamenn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nú, ef það er ekki hægt þá eiga þeir að fara beint í fangelsi. Það mætti kannski leyfa þeim að velja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Halla Rut

Fékk að birta þetta á minni síðu.

Hvergi nema á Íslandi gæti maður sem hefur valdið eins miklum skaða fengið að vera í friði heima hjá sér.  Það verður afar forvitnilegt að fá að heyra hvað hann hefur að segja. 

Halla Rut , 24.10.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ojú, því miður er ég hrædd um að svona sé þetta víðar, Halla Rut, og jafnvel verra, það er ansi víða brotinn pottur...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Á Íslandi blasir þetta einfaldlega betur við, vegna þess hversu fá við erum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það kemur sjaldan fyrir, en ég er eiginlega bara orðlaus. Alveg orðlaus....

Baldvin Jónsson, 24.10.2008 kl. 16:09

7 Smámynd: Halla Rut


Halla Rut , 24.10.2008 kl. 18:09

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Baldur Fjölnisson, 24.10.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband