Nýlenduherrarnir samir við sig

Það var fyrirséð að IMF tæki málið ekki fyrir, en slagurinn á sér ekki stað í framkvæmdastjórn IMF.

IMF vill ekki samþykkja lánið og aðgerðarpakkann án þess að hægt sé að fara hratt og örugglega í aðgerðapakkann og endurræsing krónunnar er hluti þess, ásamt örugglega mörgu af því sem verið er að kalla á núna, eins og endurskipulagningu Seðlabanka og peningamálastefnu, ásamt björgunarpakka fyrir fyrirtæki og heimili.

Forsenda fyrir því að hægt sé að endurræsa krónuna er að til sé nægjanlegur gjaldeyrisvaraforði til að kaupa þær krónur sem þarf að kaupa.

Það virðist ekki vera búið að safna nægjanlegu fyrir ræsinguna. IMF ætlar að koma með þriðjung, Norðurlöndin hafa lofað þriðjungi en eftir er að safna þriðjungi, svo frestunin var alveg fyrirséð.

bretar og Hollendingar standa greinilega í stríði við okkur á þeim vettvangi og gera allt sem þeir geta til að blokkera frekari lánveitingar, nema við undirgöngumst nýlenduherraskilyrði þeirra.

Hugtakið imperialist er viðkvæmt í þessum löndum og ættu íslenskir ráðamenn að fara að nota það um framferði þessara þjóða.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband