Af tveimur vondum kostum velur Geir hvorugan

Ákvarðanatökufælni er orð sem ég hélt að væri meira bundið við krata í vinsældastjórnmálum.

Það virðast liggja tveir valkostir í stöðunni og er hvorugur góður:

  • Girða sig í brók og fara til bretlands og Hollands að tala við þá herra augliti til auglitis, hugsanlega með tillögu um að fá sáttasemjara að málinu, eins og Norðmönnum fórst vel úr hendi í síðasta þorskastríði, gegn því að IMF lánið haldi áfram og komist í gegn. Skuldir þjóðarbúsins yrðu örugglega meiri til skamms tíma en ef við létum allt falla. Eitthvað kæmi og til baka í málaferlum við breta. Þá upphæð þarf að bera saman við þá þær eignir og framleiðslu sem hægt væri að bjarga og koma á fót í samvinnu við nágranna okkar og fyrri bandalagsþjóðir.
  • Hins vegar að fara í plan B og loka landinu, stúta viðskiptavild þjóðarinnar í þessum stærstu viðskiptalöndum okkar, framleiða og framleiða, safna gjaldeyri til að borga innlendar skuldir ríkisins, en gefa erlendum lánardrottnum langt nef, lánshæfismat sem hægt væri að finna niðri í kjallara, sem kæmi í veg fyrir erlenda fjárfestingu hér á landi um talsvert langan tíma, bág lífskjör og landflótti hlytu að fylgja með. Innflutningshöft, gjaldeyrishöft og fjármagnsskömmtun eru allt helstu næringarefni spillingar, sem myndi óhjákvæmilega gegnsýra landið. Með ónýtan gjaldmiðil og kolbrennt ESB sem myndi ekki taka aðildarumsókn okkar fagnandi, yrðum við að finna aðrar leiðir í gjaldeyrismálum, sem hefðu líklegast í för með sér meira fullveldisframsal en inngangan í ESB. Líklegast yrði EES samningnum sagt upp við okkur, vegna þeirra brota sem við höfum hugsanlega framið og verðum að fremja vegna gjaldeyrismála.

Manni virðist Geir ætla að fara hvoruga leiðina. Á meðan blæðir atvinnulífinu hratt út sem leiðir af sér fjöldagjaldþrot og fjöldaatvinnuleysi og fjöldalandflótta.


mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni var Alþingi nú er Bara Geirveldi

Einu sinni var lýðræði nú erbara Geirræði

Nú er alþingishúsið bara sirkus Geirs Harða

Aumingja Þingmennirnir hafa ekkert að segja þvi þeir ráða engu.

það er komið Geirveldi og Geiræði

ógeðslegt

Andskotans

Æsir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband