Smjörklípa ársins

Daginn sem krónan er sett á flot lætur Davíð Oddsson hafa eftir sér í viðtali við danskt héraðsfréttablað að hann ætli sér í stjórnmálin á ný, verði hann hrakinn úr Seðlabankastjórastólnum.

Allt fer á hvolf útaf því, þannig að enginn tekur eftir kvörtunum þeirra aðila í fjármálalífinu sem eru beittir höftum og teknir sem gíslar og annarri umfjöllun um stórskaðleg áhrif síðustu aðgerða ríkisstjórnar og Seðlabanka.

Svo er smjörklípan sjálf svo flott: "Davíð Oddsson að koma aftur í stjórnmál"

Bíddu, hætti hann einhverntíma?

Af hverju notaði hann ekki klúbbblað Huddersfield Town United?


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er nú lágmark að fara rétt með nafn Huddersfield Town!

Mér finnst ekkert skrýtið við að fólk æsi sig yfir þessu. Það var kviksaga í gangi um hótanir Davíðs og nú hafa hún verið staðfest. Og það er grafalvarlegt mál að forsætisráðherra sé fjarstýrt úr Svörtuloftum með hótunum. Það er niðurlæging fyrir embættið.

Þetta mun ekki skyggja á gjaldeyrisreglurnar nema kannski einn dag eða hálfan. Og spurning hvort Davíð sitji einmitt núna á fundi viðskiptanefndar eða hvort hann seinkaði komu sinni aftur.

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég biðst innilegrar afsökunnar á því að hafa ekki stafað nafn þessa mæta klúbbs rétt. Bæti snarlega úr því.

Gestur Guðjónsson, 4.12.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nema að þetta sé einmitt smjörklípa til að afvegaleiða þann fund?

Gestur Guðjónsson, 4.12.2008 kl. 10:18

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Never a dull moment með Davíð.

Ragnhildur Kolka, 4.12.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband