Dýrmætasti flautuleikari landsins

Það er engum blöðum um það að fletta að Jón Gerald Sullenberger hefur náð að hafa afar mikil áhrif á þjóðfélagsumræðuna hér á landi, fyrst sem flautuleikari (e:whistle blower) í Baugsmálinu, svo í gegnum skýringarmyndböndin um FL og Sterling og nú í viðtölum.

Með þetta fjölmiðlaumhverfi, þar sem fréttastjórarsem virðast ekki þora eða hafa á að skipa mannskap til að setja það gríðarlega magn upplýsinga sem yfir okkur flæðir, í skiljanlegt samhengi hefur honum tekist að skýra þá mynd eitthvað - á hlutdrægan hátt auðvitað, en staðreyndirnar hafa ekki verið hraktar.

Hans skýringar snúast eingöngu um Baug og tengd fyrirtæki og , en mér er spurn:

Hvað ætli sé að finna í öðrum hlutum íslenska viðskiptaumhverfisins, þeim sem Jón Gerald hefur ekki áhuga á?

Þyrfti ekki að fjölga í flautusveitinni?


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Stærsta blokkflauta landsins er 19 hæða hálfsmíðað hús við Borgartún. Þegar vind hreyfir blístrar hún allan daginn.

Jón Gerald nefndi líka í Silfrinu að hópur manna hafi tekið út stórar upphæðir í Landsbankanum í Breiðholti, kortéri fyrir hrun. Ekki veit ég hvort það tengist Baugi.

Hann rifjaði líka upp að Guðfinna Bjarnadóttir hætti í stjórn Baugs Group árið 2003, án skýringa. Hún er nú nefnd sem hugsanlegt ráðherraefni Sjálfstæðisflokks í stólaskiptaleiknum sem boðaður er.

Haraldur Hansson, 17.12.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ertu að tala um þingmanninn sem hefur ekki flutt neitt mál á yfirstandandi þingi (136.) og verið fyrsti flutningsmaður þessara mála frá upphafi þingferilsins?

Gestur Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Hmmm!!! Ég hafði ekki séð þetta svona. Ein fyrirspurn, ein skýrsla frá vinnuhópi og eitt frumvarp!!!

En það er gott að vita að hún sé sæmilega að sér "um hag íbúa bresku sjálfstjórnarsvæðanna Akrotiri og Dhekelia" gegnum störf sín í Evrópuhópnum.

Haraldur Hansson, 17.12.2008 kl. 15:56

4 identicon

Fyrir utan Guðfinnu má nefna alla stjórn FL-Group sem hætti þegar HS tók við taumum.  Ragnheiður Geirsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir svo einhverjir séu nefndir.  Heyrði í JGS með Jónínu Ben. í þættir Sverris Stormskers í dag.  Það var flautuleikur.  Maðurinn er sannfærandi á auðvelt með að fá fólk á sitt band.  Sagðist hafa allar staðreyndir og sór við sinn Guð um það.  Satt sem þú segir, erfitt að hrekja það og verður ekki hrakið fyrr en Tryggvi Jónsson, Jón Ásgeir og allir hinir koma með staðreyndir á móti.  Rétt líka, við fáum ekki faglegt samhengi, heldur sögur sem við þurfum að spinna okkar eigin söguþráð í kringum. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband