VG setti eitt orð á réttan stað

Það var mikils virði að sjá að nýja ríkisstjórnin skuli hafa borið gæfu til að orða ríkisstjórnarsáttmálann með þessum hætti:

"Engin ný áform um álver"

Ef VG hefði hins vegar orðað setninguna "engin áform um ný álver" hefði það þýtt að Helguvík og Bakki hefðu verið slegin út af borðinu.

Það er sem betur fer ekki tilfellið.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Enda er búið að slá allt svoleiðis út af borðinu, það er á þessum tímum hver og einn að bjarga sér.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Halla Rut

Ég vona að þetta sé rétt hjá þér enda eini lösturinn sem ég sé í þessu varðandi VG. Ég er ánægð með Jóhönnu eins og flestir en mér finnst um leið óþolansi að hún dragi á eftir sér spillingarvagninn sem SF er.

Halla Rut , 2.2.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

 Hvernig nennið þið að vera að eyða tíma í tilgangslaust bull. Það er enginn að spá í ný álver í heiminum í dag. Menn eru að spá í hve mörgum þeirra sem nú starfa verði lokað við gjaldþrot stóru auðhringsrisanna.

 Framleiðslugeta álvera heimsins er sennilega 2 til 3 föld þörf, nú eftir að heimskreppan skall á.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 2.2.2009 kl. 13:23

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Rólegur Jóhannes. Vissulega árar illa víða í heiminum á meðan fjármálstofnanir heimsins eru að þrífa skítinn af bakinu á hverri annari. Fullt af dýrum og úreltum álverum verður lokað og hugsanlega frestast einhver. Munum samt eftir síðustu kreppu hér þegar Álverið í Straumsvík var stækkað.Það var á sínum tíma mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið og hagkerfið í heild sinni. Aðalatriðið er auðvitað að koma rafmagninu okkar í verð á einhvern hátt. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.2.2009 kl. 18:09

5 identicon

Ekki rétt Jóhannes. Alcoa t.a.m. stendur frammi fyrir því að þurfa að endurnýja álver sín sem eru að vera úr sér gengin. Þess vegna vilja þeir reisa á Íslandi. Framleiðslan mun einfaldlega flytjast frá öðrum álverum þangað. Því stærra því hagkvæmara. Svo ekki sé nú minnst á hreinu orkuna. Þannig að ekki fagna of snemma. En fallandi álverð hefur vissulega áhrif en ekki úrslitaáhrif. Það er beðið eftir framleiðslu úr Helguvík.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband