Flugeldasýning Davíðs er byrjuð

Í svarbréfi sínu til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kemur Davíð Oddsson formaður seðlabankastjórnar sjónarmiðum sínum á framfæri á einföldan og skýran hátt, eins og honum einum er lagið.

Úr hverri setningu má greina það háð og spott sem er vörumerki Davíðs Oddssonar og hans helsta vopn og stjórntæki frá upphafi.

Óskar forsætisráðherra eftir því að hann hætti, þar sem hann sé ekki hagfræðingur, um leið og hagfræðingi er vikið úr ráðuneytisstjórastöðu efnahagsráðuneytisins fyrir lögfræðingi. Með sömu rökum er óskað eftir því að aðrir seðlabankastjórar, sem eru hagfræðingar, óski lausnar. Að formaður bankastjórnarinnar sé ekki hagfræðingur!

Tekur hann til þess að engin dæmi séu tiltekin því til rökstuðnings að bankastjórar Seðlabankans hafi orskað eða aukið á efnahagshrunið. Reyndar hefði maður talið að slík dæmi væru fyrir hendi, en svo virðist sem forsætisráðherra hafi ekki treyst sér til að tiltaka þau.

Er greinilegt að þetta munu ekki verða síðustu orð Davíðs Oddssonar í málinu, enda segir hann

"Margt skýrir þær ófarir sem orðið hafa í efnahagsmálum hér á landi sem annarsstaðar. Mun það síðar verða mjög rætt."

Flugeldasýning Davíðs Oddssonar er bara rétt að byrja...


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Jæja Gestur.

Hvað gerir Framsókn nú?

Jónas Egilsson, 8.2.2009 kl. 18:56

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við hvað?

Ég trúi því seint að þetta bréf hafi verið skrifað á flokksskrifstofu Framsóknar. Mig grunar frekar flokksskrifstofu Samfylkingar.

Svosem ekkert öðruvísi en að fjölmiðlafrumvarpið upphaflega hafa líklegast verið samin á flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokksins, enda bar það engin merki þess að hafa verið samið af embættismönnum.

Gestur Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Nú stefnir að þetta mál fari í hart. Fyrst að ekki verður hægt að víkja Seðlabankastjórunum tveimur nema með skipulagsbreytingum og tilheyrandi bótum. Til þess þarf meirihluta atkvæða á þingi, sem stjórnin hefur ekki nema með tilstilli Framsóknarflokkins. Síðan, verður þetta mál trúlega rekið fyrir dómstólum, álit umboðsmanns alþingis verður óskað o.s.frv.

Ég veit ekkert um fjölmiðlafrumvarpið, annað en það að sennilega værum við betur sett, hefði það ekki verið afturkallað - svona eftirá að hyggja.

Jónas Egilsson, 8.2.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þetta er með hreinum ólíkindum. Að lesa þennan aðdáunartón úr skrifum þínum!?! Þér finnst s.s. að Davíð beri enga sök á ástandinu? Kaupir kannski þau rök að formaður seðlabankastjórnar Íslands beri enga sök á hruni efnahagslífsins?

Þetta ástand sem við nú búum við og á enn eftir að versna - er það kannski engum að kenna? Allavega engum hér á landi?

Þú ert náttúrulega á því að það sé eðlilegt að leiðtogar geti þakkað sér allt sem vel fari en kenni svo "utanaðkomandi" aðstæðum um það sem miður fer. Já þetta ástand á eftir að versna til muna og ég verð að segja að þeir sem enn fylgja þessum Davíð, í sömu blindni og þeir hafa gert í nánast tvo áratugi eiga hreinlega skilið það sem í vændum er.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 8.2.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það ber þó að hafa í huga að "Verkstjóri bréfritunardeildar" núverandi ríkisstjórnar situr þar og ber þann titil í umboði og krafti Framsóknarflokksin.

Öll vinstristjórnin situr jú í boði hins "umboðslausa Framsóknarflokks".

Það er heldur ekki líklegt að ný lög um Seðlabankan líti dagsins ljós án stuðnings Framsóknarflokksins sem ekki hefur umboð til að sitja í ríkisstjórn.

Ábyrgð Framsóknarflokksins er því mikil, getur flokkurinn axlað hana?  :-)

G. Tómas Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 01:09

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ef að ábyrðin fellst í því að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að lægja öldur í samfélaginu og auka traust á peningastjórnunni og hagkerfinu er fáir betur til þess fallnir en Framsóknarflokkurinn.

Seðlabankastjórinn virðist allavega ófær um það  og Sjálfstæðisflokknum var jú gefið frí vegna þess að honum tókst það ekki á 100 dögum. 

G. Valdimar Valdemarsson, 9.2.2009 kl. 10:21

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er afar líklegt að ný lög um Seðlabankann líti dagsins ljós innan tíðar, enda hefur fagleg ráðning seðlabankastjóra og afnám pólitískrar ráðningar í þau embætti verið á stefnuskrá Framsóknar í 3 ár og liggur frumvarp þess efnis fyrir þingi núna.

Gestur Guðjónsson, 9.2.2009 kl. 11:53

8 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Frumvarp sem er löngu komið fram og ekki þarf að leita afbrigða til að taka á dagskrá.   Ef menn bera virðingu fyrir þinginu og störfum þess á að ræða frumvarp Höskuldar Þórhallssonar og ef einhverju þarf að breyta er það gert í þinginu.  Framkvæmdavaldið á að láta af þeim ósið að ganga framhjá góðum málum til að tryggja réttan "höfundarrétt" að málum.  

Það er sama hvaðan gott kemur förum að þingsköpum.

G. Valdimar Valdemarsson, 9.2.2009 kl. 11:57

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það liggur því sem næst fyrir hver á að vera hinn faglegi Seðlabankastjóri Samfylkingarinnar þegar Framsóknarflokkurinn hefur afhent Jóhönnu Sigurðardóttur alræðisvald í Seðlabankanum.Hinn ópólutíski fagmaður Þorvaldur Gylfason hatursmaður landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi mun setjast í stólinn.Þessi mikli fræðimaður sem Jón Baldvin trauð upp á Albani eftir fall kommúnsmans með þeim afrakum að fjármalakerfið þar hrundi mun ekki láta sitt eftir liggja við að leggja landsbyggðina í eyði eftir að Framsókn afhendir honum lyklana að Seðlabankanum úr hendi Jóhönnu. En það er trúlega skárra að þetta gerist fyrir kosningar en eftir, svo landsbyggðafólk kjósi ekki Framsóknarflokkinn ef hann lætur Jóhönnu hafa alræðisvald bæði hvað snertir Seðlabanka,breytigar á stjórnarskrá, og að hín geti sjálf skipað stjórnlagaþing, sem hún nú hefur gert þótt það sé bara þrír menn, og Fjármálaeftirlit.

Sigurgeir Jónsson, 9.2.2009 kl. 14:17

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kristinn; Algerlega sammála þér. Það þarf að skipta í yfirstjórn seðlabankans, jafnvel þótt þeir sem þar eru í brúnni hefðu engin mistök gerð.

Mér finnst þetta bréf Jóhönnu vera undarlega stjórnsýslu. Tilskipanir, eins og þessi og tilsvarandi tilskipanir f.v. viðskiptaráðherra eru einfaldlega ekki til í íslenskri stjórnsýslu og eiga því ekki að eiga sér stað.

Jóhanna hefði, fyrst henni er svo mikið í mun að losna við Davíð, átt að eiga við hann samtal og ef hún mæti það þannig að hann bæðist ekki lausnar að setja lög á hann, eins og þegar er komið í gang.

Gestur Guðjónsson, 9.2.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband