Fjármálaráðherra hlustar ekki og dæmir svo

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson taldi rétt að kynna efnahagstillögur Framsóknarflokksins fyrst fyrir forystumönnum ríkisstjórnarinnar, áður en þær voru kynntar opinberlega. Það hefur greinilega ekkert haft upp á sig, því Steingrímur J Sigfússon hefur ekkert hlustað á röksemdir hans. Við yfirfærslu íbúðalánanna til nýju bankanna voru þau lánasöfn metin á 50% af nafnvirði.

Við yfirfærslu íbúðalánanna frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, myndi hluti af þeirri niðurfærslu ganga beint til lántakenda, almennings í landinu, hinn hlutinn, 30% færi í að mæta niðurfærslu á þeim lánum sem Íbúðalánasjóður hefur sjálfur veitt. Það sem umfram er, myndi svo falla á ríkissjóð.

Ekki 1.200 milljarðar, sem væri heildarniðurfærslan, sem eigendur lánasafnanna hafa þegar afskrifað og líta ekki lengur á sem verðmæti, heldur mun lægri upphæð, af stærðargráðunni 200-300 milljarðar.

Það er ekki traustvekjandi ef fjármálaráðherra þjóðarinnar misskilur hlutina svona hrapalega, hlustar ekki og dæmir svo.

Ef Steingrímur J Sigfússon telur þessar tillögur svona arfaslæmar, væri rétt að hann kæmi fram með einhverjar betri.


mbl.is 20% niðurfærsla 1.200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það erun nú fleir en Steingrímur sem er þá að misskilja þetta. Hef heyrt þetta frá flestum hagfræðingum sem hafa fjallað um þetta mál. Og hvar kemur fram að bankarnir hafi afskrifað íbúðarlán um 50% hef aldrei heyrt þá seja þetta?

Menn hljóta að líta á þessi lán sem eignir bankana í dag. Og við yfirtöku íbúðarlánasjóðs er eðlilegt að einhver afföll verði á þessum lánum en ef þau eru 50% þá hljótum við að þurfa að bæta bönkunum upp þessa eignaniðurfærslu.

Eins þá bendi ég þér á að þetta eru líka lán til fyrirtækja sem tillagan tekur til og íbúðalánasjóður tekur þau ekki yfir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.3.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Ljóst er nú er hafin barátta um skiftingu skulda og afskrifta í landinu. Slæmt til afspurnar ef Steingrímur J. snuprar eins og raun ber vitni brýnustu hagsmuni almennings í landinu.

Ljóst er að feykilegar upphæðir eru að tapast eða hafa þegar gert það. Spurning er hvort og þá hvernig almenningur fær sinn skerf af afskriftunum, ef svo má að orði komast. Þá helst þeir sem eiga minnst undir og þurfa á ríkisvaldið komi til móts þá.

Varla er hægt að kenna almenningi um bankahrunið, hrun íslensku krónunnar, atvinnuleysið og annað sem bitnar á meðal Jóni og Gunnu.

Innslag Framsóknar í þessi mál eru vel til þess fallin að þau fái ítarlega og sanngjarna umræðu - a.m.k. nánari skoðun.

Þar sem viðskiptaráðherran er e.t.v. of upptekinn við að fræða útlendinga um ástandið hér, hefur hann ekki tíma til að skoða þessar hugmyndir.

Jónas Egilsson, 1.3.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband