Uppgjöf ríkisstjórnar

Núverandi ríkisstjórn virðist hafa gefist upp á viðfangsefni sínu eins og sú síðasta.

Listi þeirra mála sem hún hefur sent frá sér ber vitni um það. Þar er einungis að finna mál sem snúa að þeim sem gefist hafa upp, ráða ekki við greiðslur og eru komnir í þrot.

Miðað við málalistann hafa Vinstri Grænir og Samfylkingin engin áform um að létta undir með fólki, þannig að það þurfi síður að komast í þá aðstöðu að þurfa á greiðsluaðlögun að halda eða lendi í gjaldþroti, engar tillögur um að koma fjármálalífinu í sem eðlilegast horf og að koma atvinnulífinu til hjálpar.

Út á það gengu tillögur Framsóknar meðal annars, auk aðstoðar við þá sem lent hafa illa í því.

Þetta vita stjórnarflokkarnir, hafa slæma samvisku yfir því og bregðast því ókvæða við því að vera minntir á það.


mbl.is „Þetta var góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa að vinda sér í það að  ákveða síðasta þingdag.Það er Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir.Síðan yrðu afgreidd þau mál sem varða heimli og atvinnu fólks.Þessi stjórn er handónýt.Best væri ef hægt væri að flýta kosningum.Það er þingið sem ræður því.

Sigurgeir Jónsson, 4.3.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Sammála þér Gestur. En það er bara spurning hvað hægt er að gera.

Þegar Framsóknarmenn vilja koma með tillögur eða kalla eftir þeim þá eru þeir að skemma og tefja.... manni finnst þetta hálf vonlaus staða sem við erum í.

Vg og Samfó hafa tekið þá ákvörðun að gera ekki neitt. Á meðan blæðir þjóðinni út. Þegar svo Framsóknarmenn benda á þetta þá erum við skotnir eins og sendiboðinn. Ekki hlustað á þær tillögur sem gætu bjargað heimilunum í landinu, ekki hið minnsta hlustað, bara gagnrýnt eins og þeir séu í stjórnarandstöðu.

Framsóknarmenn verða einfalldlega að leggja tillögur sínar fyrir Alþingi og fá úr því skorið hvort menn séu tilbúnir að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum eða ekki.

Hversu mörg gjaldþrot þarf til að Vg og Samfó vakni? Það verður að fara í aðgerðir NÚNA

Björgmundur Örn Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Slæmt er ef satt er, Gestur.

Stóra spurningin er hversu lengi þolinmæði framsóknarmanna endist - þeirra sem bera ábyrgð á þessari ríkisstjórn í raun og veru?

Jónas Egilsson, 4.3.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband