Þung er sleggja Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir setur verulega niður þessa dagana, með því að fella sleggjudóma til hægri og vinstri.

Ég veit ekki betur en að sá banki sem Tryggvi Þór stýrði sé enn starfandi, meðan að stóru bankarnir eru komnir í þrot. Er það ekki merki um að sæmilega hafi verið staðið að málum?

Sömuleiðis er dómur hennar um efnahagstillögur Tryggva Þórs Herbertssonar, sem eru að flestu leiti samhljóða tillögum Framsóknarmanna, afar illa ígrundaður.

Á heimasíðu forsætisráðuneytisins voru eftirfarandi viðbrögð birt, málflutningur Jóhönnu Sigurðardóttur, sem fer með efnahagsmál þjóðarinnar, hafa verið jafn djúp.

Sérstaklega eru skammarleg viðbrögð hennar við 20% niðurfærslunnar.

"Slæmt á svo marga vegu"

Þvílikt og annað eins. Þvílíkir sleggjudómar.

 

Viðbrögð við efnahagstillögum Framsóknarflokksins og tengsl við samkomulag stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

 

1.Vextir verða lækkaðir í samráði við AGS
Stjórn peningamála er í höndum peningastefnunefndar. Að sjálfsögðu vonumst við til þess að hún sjái möguleika til lækkunar vaxta, jafnvel þegar á næsta vaxtaákvörðunardegi 19. mars. Þessi ákvörðun er þó ekki undir stjórnmálamönnum komin.

2. Lífeyrissjóðum verði veitt heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti 
Seðlabankinn getur veitt undanþágur frá reglum sínum. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að slíkar undanþágur verðir veittar lífeyrissjóðum ef það er íslensku efnahagslífi til bóta.

3. Samið verði við erlenda kröfuhafa krónueigna
Unnið er að ætlun um linun haftanna í SÍ. Ríkissjóður getur ekki samið við erlenda eigendur krónubréfa sem stendur. Kostnaðurinn gæti orðið of mikill og hætta er á að tvöfalt gengi skapist eða að grafið verið undan höftunum.

4. Settur verði á fót uppboðsmarkaðuri með krónur
Ekki má hafa tvöfalt gengi. Það gengi sem myndaðist á slíkum uppboðum yrði gengi SÍ. Við núverandi aðstæður gæti krónan fallið hratt á slíkum markaði. Hugsanlega hægt að skoða einhvers knar útfærslur á 3 og 4 þegar aukinn stöðugleiki er kominn á.

5. Lokið verði við stofnun núju bankanna fyrir 1. apríl
Deloitte lýkur sínu mati 1. apríl. Oliver Wyman fær þá tvær vikur til þess að endurskoða það. Eiginfjárframlagið kemur 10 dögum síðar (25. apríl). Vonast er til þess að samningum við kröfuhafa og greiðslu frá nýju til gömlu bankanna ljúki 18. maí. Ekki hægt að flýta ferlinu þar sem það er ekki að öllu leyti undir okkur komið. Þó er reynt að flýta því eins og kostur er.

6. Kröfuhafar fái hlut í nýju bönkunum
Eitt af samningsatriðunum milli nýju (ríkisins) og gömlu bankanna undir stjórn Hawkpoint. Allt er á borðinu í þeim efnum en ríkisstjórnin ekki tilbúinn að skuldbinda sig til þess fyrirfram.

7. Sameining og endurskipulagning banka og fjármálastofnann
Þegar verið að vinna að þessu. Ætti að komast á fullt skrið með vorinu. Oliver Wyman hefur verið að koma með hugmyndir á þessu sviði. Allar hugmyndir, m.a. frá bönkum og fjármálastofnunum til skoðunar og miklar óformlegar viðræður víða í gangi.

8. Ríkið ábyrgist lán til skamms tíma á milli banka
Ríkið er þegar eigandi þriggja banka. Óvarlegt er að ríkið taki á sig frekari ábyrgðir (og ekki hægt undir AGS samningnum).

9. Aukning peningamagns í umferð
Mikilvægt að seðlabankinn taki afstöðu til peningamagns í samstarfi við AGS. Almennt nú talið betra að beita vöxtum en peningamagnsaðgerðum, a.m.k. eins og hér þar sem enn er verðbólguþrýstingur til staðar.

10. Heimild til skráninga hlutafjár í erlendri mynt
Myndi ganga gegn gjaldeyrishöftum og í raun brjóta þau niður.

11. Drög að fjárlögum til ársins 2012
Fyrstu drög komin og nánari drög vonandi til um mitt ár.

12.Samráðsvettvangur með útflutningsfyrirtækjum og atvinnugreinum
Ríkisstjórnin hefur reynt að stuðla að miklu samráði - bæði meðal forsvarsmanna ríkisstjórnar og hagsmuanrsamtaka og meðal embættismanna.

13. Ríkið verði bakhjarl vegna fjármögnunar útflutnigns.
Ríkið getur ekki tekið á sig frekari skuldbindingar.

14. Stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf
Jákvætt

15. Aðgerðir til að örva fasteignamarkað (hækkun hámarksláns)
Gæti verið jákvætt - en ólíklegt að það hefði mikil áhrif við núverandi óvissuástand.

16. Stimpilgjöld afnumin:
Hefði líklega lítil áhrif - og þyrfti að vinna upp með auknum tekjum annars staðar.

17. Skattar af eignum erlendis:
Hefur fjármálaráðherra ekki þegar lagt fram sams konar frumvarp.

18. 20% niðurvelling skulda
Slæmt á svo marga vegu.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alltaf góður rökstuðningur hjá Samfylkingunni!

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já þetta er skelfilegt. Nú ríður á að koma kjósendum í skilning um að það er engum treystandi í stjórn fjármála nema okkur sjálfstæðismönnum. Reyndar hélt eg nú að það lægi í augum uppi. Flest þau fyrirtæki sem okkar menn stjórnuðu á s.l. ári gátu borgað hluthöfum drjúgan arð.

Nú þarf bara að einkavæða auðlindirnar áður en helvítis kommarnir fara að ráðstafa þeim í einhverja vitleysu.

Það stefnir í að hér hafi enginn maður efni á að skjótast eftir pylsu og kók á eigin þyrlu..

Árni Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrst Sandfylkingin kom ekki með þessa hugmynd þá er hún vond, það  mega allir vita og þarf ekki að orðlengja um það meir.  En því miður þá dettur þeim ekkert sniðugt í hug, þeir hjakka bara í ESB trúboðinu sem öllu á að bjarga.  Það er slæmt að allir skulu ekki sjá þá lausn sem fælist í því fyrir íslenska þjóð að sækja um aðild, okkur væri borgið, við þyrftum ekkert meira.  Það er kannski þess vegna sem ekkert annað kemur frá Sandfylkingunni

Bestu kveðjur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband