Sátt um að brjóta lýðræðislegan vilja þingsins?

Sáttahugur íhaldsins er enginn. Þau tvö Steingrímur J og Jóhanna vita hvað málþóf er, enda meistarar í því, en það réttlætir ekki þá vanvirðu við Alþingi og þjóðina sem Sjálfstæðisflokkurinn sýnir með framferði sínu. Það er lýðræðislegur meirihluti á Alþingi fyrir þeim breytingum sem ræddar eru á stjórnarskránni og Sjálfstæðisflokknum ber að virða þann vilja, eins og hann hefur fengið að beita þeim lýðræðislega meirihluta sem sá flokkur hefur haft í samsteypustjórnum síðustu 18 ára.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn öllum meiriháttar breytingum á stjórnarskránni frá lýðveldisstofnun, meira að segja í síðustu nefnd, sem var undir stjórn Jóns Kristjánssonar, setti Sjálfstæðisflokkurinn upp leikrit í tengslum við neitunarvald Forseta Íslands til að stoppa allar aðrar breytingar á stjórnarskránni, sem þó var fullkomin sátt um í nefndinni.

Íhald er það og íhald skal það heita.

Þetta sjónarspil Sjálfstæðisflokksins er þeim flokki til háborinnar skammar og vænti ég þess að kjósendur muni það í kjörklefanum 25. apríl.


mbl.is Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Framsóknarflokkurinn hefur fengið þá gagnrýni að í langri stjórnarsetu séu þeir einir eftir sem hafi þegið brauðmola úr hendi flokksforystunnar. Flokkseppar. Þeir gelti eða mjálmi, allt eftir því sem þeir telji flokksforystuna vilja heyra hverju sinni. Auðvitað eru flokkseppar til í öllum flokkum, en framgangan er aumkunarverð.

Sigurður Þorsteinsson, 7.4.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Svona framganga er aumkvunarverð sama hvaða flokkur stendur að því.

Gestur Guðjónsson, 7.4.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband