Óheilindi íhaldsins og Kristjáns Möller

Það er óvenjulegt að fylgjast með óheilindum Sjálfstæðisflokksins varðandi störf Alþingis.

Það hefur glögglega opinberast að Sjálfstæðismenn líta niður á Alþingi og telja að völdin eigi að vera hjá ráðherrum, helst þeirra sjálfra.

Á sama hátt var ömurlegt að heyra Kristján L Möller ljúga því blákalt að ekkert hafi verið búið að gera varðandi Norðfjarðargöng áður en hann kom í ráðuneytið. Hið rétta er að jarðfræðivinna, hagkvæmniútreikningar og frumhönnun var lokið og langt komin þegar hann settist í stólinn.

Menn verða að segja satt og koma hreint fram.


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Rétt hjá þér Gestur,tími til að framsóknarflokkur fara að tala hreint og segja satt ,er ekki ykkar móttó,ÉG MAN ÞAÐ EKKI.???????????? En það eru kannski nýir tímar í dag,(það var alla vega svona hjá ykkur)En ég las grein frá Helgu ykkar á suðurlandi,(mér líst mjög vel á hana sem stjórnmálamann) þar sem hún segir að nýtt blóð sé í framsóknaflokknum,ný forysta mörg ný andlit,svo þeir segja kannski öll satt,???veit ekki,það á eftir að reyna á það,en sú pólitík sem hefur verið hér við líði síðustu 20 ár,er bæði spillt,og hraðlyginn,það sjáum við nú á ástandinu í dag,en það er rétt það er komin ný forusta í flestum flokkum,svo kannski eigum við bjarta framtíð,(fer reyndar eftir því hver stjórnar) En Það er rétt hjá Gesti,verið heiðaleg og segi alltaf satt,þá kemur trúveruleikin.

Jóhannes Guðnason, 17.4.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mér finnst að framsóknarmenn eigi að eyða meiri tíma í að reyna að kynna sín stefnumál í staðinn fyrir að níða skóinn af íhaldinu. Íhaldið sér alveg um að fremja pólitískt harakiri á eigin spýtur. Það stefnir í að Framsókn fái ekki nema 10-12% næstu helgi. Það hefur eitthvað verulega mikið farið úrskeiðis og framsóknarmenn verða að menn menn til að fara í auðmjúka naflaskoðun. Fyrr nær flokkurinn sér ekki á strik.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband