Okurvextir hneppa Ísland í ánauð

Að samþykkja að greiða 650 milljarða króna sem miklar efasemdir eru um að okkur beri að greiða og borga af þeim 5,5% vexti, þegar stýrivextir Englandsbanka eru 0,5% er þvílíkt glapræði að það jaðrar við landráð, ef af verður.

Ef Svavar Gestsson og ríkisstjórnin hafa orðið fyrir hliðarhótunum, er nauðsynlegt fyrir okkur að við vitum í það minnsta gagnvart hvaða ógn ríkisstjórnin eru að lyppast niður gagnvart og hvers vegna við eigum að greiða 36 milljarða á ári í vexti fyrsta árið, en tæpa 50 milljarða í vexti áður en farið verður að greiða af höfuðstólnum.

Það er verið að nýlenduvæða Ísland ef gengið verður að þessum afarkostum.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ert þú einn af þeim sem telur að Íslenska ríkið fyrir hönd þjóðarinnar sé í einhverri samningsaðstöðu? Að við getum bara farið til útlanda dottið íða og rifið kjaft einsog stórbokkar. Þá væri gott að vita hver sú staða sé.

Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Samningsstaða okkar er sú að bretar hafa brotið alvarlega á okkur og hafa beitt okkur þvingunum til að við leituðum ekki til dómstóla vegna þess.

Gestur Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Og það telur þú góða samningsaðstöðu. Það getur tekið áratugi að fá rétt sinn fram og viðurkenndan vegna yfirgangs eins ríkis gagnvart öðru.

Hvað ætli Írar séu búnir að ná fram í viðskiptum sínum við breta sl 70 ár?

Við TÖPUÐUM þessu spili og ætlum svo að kæra leikinn. Þetta er ekki fær leið til skamms tíma. Það getur hinsvegar vel verið að eftir tvo áratugi þá verði sagan okkur vinsamlega túlkuð og bretar fái maklega á baukinn en það hefur ekkert með samningsaðstöðu okkar að gera núna.

Ég kaus þessa ríkisstjórn ekki af því að ég héldi að hún gæti bjargað því sem ekki er bjargandi einsog vonlausri samningsaðstöðu og nær-þjóðargjaldþroti. Það varð bara að fá eitthvað annað lið í samninga um þessi mál en það sem stýrði hagkerfinu í klessu. Stjórnarandstaðan hefur ekkert til málanna að leggja annað en að níða niður allt sem kemur frá stjórninni. Svo hjálpin mun ekki koma þaðan svo mikið er víst. Kjarni málsins er að við eigum ekki að leika fórnarlömb!

Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband