Eru vanskil samkvæmt áætlun?

Jóhanna Sigurðardóttir taldi á miðvikudaginn var að nóg væri að gert til að bæta stöðu heimilanna.

"Það blasir því við að úrræði ríkisstjórnarinnar eru að virka. Ég ítreka að þau ættu að duga langstærstum hluta þeirra sem nú eru í vanda vegna húsnæðisskulda enda ætti greiðslubyrði þeirra sem nýta sér greiðslujöfnun að vera svipuð eða jafnvel lægri en hún var hjá viðkomandi fyrir hrun."

Þannig að þessi tíðindi um að vanskil séu að aukast hjá Íbúðalánasjóði geta varla komið henni á óvart. Þetta hlýtur að vera samkvæmt áætlun hennar um að kafsigla öllu heila klabbinu til að hún geti útdeilt gæðunum á ný og haldið áfram með Surtseyjartilraun sína.


mbl.is Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Vanskil hjá þeim sem aldrei hafa skuldað eru að aukast. En þetta er allt í lagi því það stefnir í að það sé allt í lagi hjá 60-70% þjóðarinnar (....og við sem erum svo fjölmenn)

Guðmundur St Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband