Óafsakanlegt leyndarpukur VG og Samfylkingar

Ef til hefur staðið að hafa Icesavesamninginn opinberan, af hverju er samninganefndin þá að samþykkja leynd á honum yfir höfuð og af hverju segist fjármálaráðherra vera að vinna að því að aflétta leyndinni af honum?

Ef þessi ásetningur hefur verið til staðar frá upphafi, hefðu menn gengið frá því strax fyrir undirritun

"Aldrei hefur staðið til að Icesave-samningurinn yrði leyndarmál. Líklega er það spurning um daga hvenær samkomulag sem nú er unnið að næst við Breta og Hollendinga um að aflétta leynd yfir samningnum, meðal annars til að þingmenn geti kynnt sér hann."

Enn er fjármálaráðuneytið farið að bulla til að bjarga ráðherra sínum.


mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi gagnslausa ríkisstjórn lifir í heimi blekkinga, lyga og heimsku.Jóhanna hefur ítrekað hótað utskúfun alþjóðasamfélagsins ef við hlýðum ekki gömlu nýlenduveldunum í Evrópu sem ráða ESB og EES.Hún gerði það síðast í gær á sjálfan þjóðhátíðardaginn samhliða því sem hún talaði um sjálfstæðisbarátti.Hún gerði það fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar.Hún skautar fram hjá því að innan Evrópusambandsins eru 11%mannkyns og áhrif Evrópu munu fara minnkandi nema henni verði breytt í eitt ríki.En mesti hryllingurinn var að hlusta á viðskiptaráðherrann á rúv á laugardaginn. Hann sagði: við erum rík þjóð með mikinn mannauð.Það er sama orðalagið og notað var fyrir hrunið.Hann var blákalt að segja að við séum rík þjóð sem getum borgað nánast hvað sem er.Þetta er landráðastjórn sem Jóhanna Sigurðardótir ber ábyrgð á.

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta var rangt hjá mér.Nær lagi er að íbúar ESB séu 6-7 af heildar mannfjölda.Engin ástæða er til að óttast viðskiptabann ESB þótt við hlýðum þeim ekki.Skömm á þeim innan ESB ríkjanna sjálfra og eins á alþjóðavettvangi yrði slík að þeim dytti það ekki einu sinni í hug.Og Bretar og Hollendingar geta ekki sett á viðskiptabann án samþykkis ESB.Nú verða allir að standa í lappirnar gegn landráðastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hugsa til Ólafs heitins Jóhannessonar og Lúðvíks Jósefssonar og allra hinna hvar í flokki sem þeir stóðu og ekki má gleyma Hannibal

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Dapurlegt að lesa svona dæmalaust svartnættisrausog innihaldslausan upphrópana- og dylgjuvaðal sem hér!

Er þetta virkilega aðferðin sem B - menn telja vænlegasta til að vinna málstað sínum fylgi og efla traust á flokknum hjá landsmönnum?

Magnús Geir Guðmundsson, 18.6.2009 kl. 10:02

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svona til þess að ganga nú alveg fram af þér Magnús Geir.

Ég sé ekki betur en að ég geti tekið undir næstum hvert orð þeirra Gests og Sigurgeirs. Er þó enginn B maður og hef eiginlega ekki gert mér sérstakt far um að vera sammála þeim.

Ég gerði mér ekki háar hugmyndir um kontórista Samfylkingarinnar og vissi hvar ég hafði þá. En ég átti von á öflugu og heiðarlegu stjórnmálastarfi hjá Vinstri grænum þó ég kysi þá ekki. 

Nú sýnist mér V.g. vera að ganga fram af allri þjóðinni og þó kjósendum sínum fyrst og fremst. Þetta urðu mér sár vonbrigði.

Árni Gunnarsson, 18.6.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband