Hollendingar vilja loka góðum díl

Samninganefnd Hollendinga kom heim með mun betri samning en þeir hafa þorað að vona. Betri en þeim með réttu bar. Eðlilega vilja þeir loka dílnum áður en Íslendingar sjá að sér. Öllu er til tjaldað og farið  á hæsta stig, stigi sem hefði átt að semja á í upphafi. Hótun um að koma í veg fyrir ESB inngöngu er svo alvarlegt, ef rétt er, að það ætti að taka upp á réttum stað, t.d. á vettvangi NATO
mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mikið er ég hundleiður á öllum ofur-samsæriskenningunum um hvernig allir sitji á svikráðum við litla vesæla Ísland. - Eina raunverulega samsærið var „hrein snilld“ Landsbankans þ.e. Icesave.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.7.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nei Helgi, þau eru fleiri, en þú hefur samt rétt fyrir þér með það þetta er ekki grunnorsökin, í þínu orðfæri samsærið.

Þau voru nokkur, fyrst má telja og það alvarlegasta, þegar Björgólfarnir sendu bréf til Davíðs Oddssonar og vildu kaupa Landsbankann og í framhaldinu var fallið frá stefnunni um dreift eignarhald, með vísan í FBA niðurstöðuna, þegar "óvinir" Davíðs eignuðust bankann. Þeir fengu bankann, þrátt fyrir að bjóða lægst og auk þess 700 milljón króna afslátt frá því tilboði. Icesave er svo afleiðing stjórnunar þeirra og mannaráðninga í bankann.

Gestur Guðjónsson, 22.7.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband