Fara innanflokkssamskipti VG í gegnum IMF?

Þessi ummæli Atla Gíslasonar geta þýtt tvennt:

Annaðhvort hefur orðið alger trúnaðarbrestur milli Steingríms J Sigfússonar, fjármálaráðherra, sem er sá ráðherra sem fer með samskiptin við IMF fyrir hönd þjóðarinnar, samflokksmanns Atla Gíslasonar og Atli sé að reyna að afla sér upplýsinga annarsstaðar en hjá Steingrími, sem ætti að vita allt um málið.

Hins vegar getur líka verið að VG sé að setja upp sjónarspil til að róa eigin flokksmenn, sem eiga erfitt með að fóta sig í pólitísku lífi sem snýst ekki eingöngu um að vera á móti.


mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Er þetta ekki bara sjónarspil?

Atli þarf að halda sínum góðum og reyndar hentar þessi umræða Steingrími líka, að geta sett smáþrýsting á þá ljóshærðu. Svo má ekki alveg slíta á naflastrenginn við vinstrimennina.

Hins vegar er hinn pólitíski meydómur VG farinn fyrir bí, hið pólitíska sakleysi og metnaður víkja fyrir ráðherrastólum og völdum. Spurning hvað næsti vinstri flokkur mun heita. Fyrst var það Kommúnistaflokkurinn. Þá Sameiningarflokkur Socíalista og alþýðu, því næst Alþýðubandalag og nú VG. Kennitöluflakk í bísness þykir ekki til fyrirmyndar, en í pólitík þeirra vinstri er þetta reglan.

Jónas Egilsson, 26.7.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband