Vandmeðfarin bankaleynd

Eins og mér þykir nauðsynlegt að upplýsingar um hinar að því er virðist siðlausu lánveitingar komi fram, verður samt sem áður að ríkja sá trúnaður sem nauðsynlegur er í bankaviðskiptum, til að þau geti farið fram á sem heilbrigðastan hátt.

Hver vill til dæmis leggja fram allar sínar viðskiptaáætlanir og rekstrarforsendur til banka sem lekur þeim strax þannig að allir keppinautar geta lesið þína stöðu og verðlagt sig miðað við hana, hækkað þannig sína álagningu, eða bolað þér af markaði?

Hið rétta ferli í þessu máli er að láta rannsóknarnefndir yfirfara lánabækur og önnur gögn hinna föllnu banka og birta það sem birta ber, eins og til dæmis þær upplýsingar sem fjallað hefur verið um.

En það er alveg ljóst að eftirlit með lánveitingum og starfsemi bankastofnanna sem eru á markaði þarf að vera með öðrum hætti, það hefur dýrkeypt reynslan kennt okkur, en trúnað við viðskiptavini verður einnig að virða - svo lengi sem allt er innan skynsamlegra marka - við megum ekki láta nornaveiðarnar ná algerlega tökum á okkur - þótt einhverjir hafi greinilega framið dýr og ósiðleg brot.


mbl.is Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Kaupþing Banki kærir ekki lekann til lögreglu, er þessi banki einskis virði hvað snertir virðingu fyrir sínum viðskiptavinum.Allt tal um að þetta hafi lekið úr hirslum gamla Kaupþings er bull, nýja Kaupþing hefur ekki en tekist að stofna og sá banki er í raun gamla Kaupþing þar til samið hefur verið við stærstu kröfuhafa og nýr banki stofnaður með nýjum efnahagsreikningi.Skilanefnd Kaupþings er í raun starfsmenn bankans og draga ber skilanefndina fyrir dóm ef lekinn kemur þaðan.Ef þeir sem eiga að gæta hagsmuna bankans kæra ekki, þá er íslenskt bankasiðferði endanlega farið til fjandans.

Sigurgeir Jónsson, 5.8.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér hefur þótt athyglisvert í þessu að æðstu ráðamenn þjóðarinnar láta eins og þeir hafi ekki vitað af þessu getur það verið. Ég hélt að það væri lífsnauðsyn fyrir þá að vita allt um hrunið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Hver vill til dæmis leggja fram allar sínar viðskiptaáætlanir og rekstrarforsendur til banka sem lekur þeim strax þannig að allir keppinautar geta lesið þína stöðu og verðlagt sig miðað við hana, hækkað þannig sína álagningu, eða bolað þér af markaði".

Það er engin að leka slíkum upplýsingum alla jafna, lekar trúnaðarupplýsinga til fjölmiðla til að upplýsa um svik og pretti, jafnvel glæpi er allt annar hlutur og ber að fagna, það þarf að tryggja öryggi "whistleblowers" vel og passa að þeir geti óhræddir komið upplýsingum um misnotkun og svik til þjóðarinnar, vernda þá á allan hátt gegn ofsóknum þeirra sem þeir fletta ofan af og skósveina þeirra, það er gert í alvöru lýðræðisríkjum.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.8.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband