Landráð á að kæra

Það að trúnaðargögn um eitt mesta hagsmunamál Íslendinga nokkurntíma skuli hafa lekið til fjölmiðla og birting þeirra á þeim getur varla verið annað en landráð.

Spunameistarar Samfylkingarinnar reyndu að kenna Framsóknarmönnum um lekann, og voru fjölmiðlar fullir af þeim ásökunum, en þeir skutu sig illilega í fótinn, enda það plagg sem lekið var ekki samhljóða því eina eintaki sem afhent var Höskuldi Þórhallssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd.

Það eintak var ekki fjölfaldað.

Eftir standa hinir fjárlaganefndarmennirnir og í raun 54 þingmenn á þingi í hópi grunaðra.

Líklegast hefur stjórnarandstaðan öll fengið samhljóða eintak, þannig að það fækkar í hópi grunaðra niður í 14 þingmenn Vinstri Grænna og 20 þingmenn Samfylkingarinnar.

Fulltrúar þeirra í fjárlaganefnd, þau Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Oddný Harðardóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson verða að svara því hvernig þau fóru með þau eintök sem þeim var trúað fyrir. Voru þau ljósrituð og dreift til annarra samflokksmanna á þingi?

Það eina sem hægt er að gera er að kæra málið til lögreglu sem hefji opinbera rannsókn á málinu, þannig að fjöldi saklausra alþingismanna sitji ekki undir grun um að hafa framið landráð, en í dag eru það bara þingmenn Framsóknarflokksins sem eru algerlega lausir undan þeim vonda grun.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ha fék Höskuldur sérstaka útgáfu af saminignum, sérsniðna ?

Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 16:58

2 Smámynd: Jonni

Slík rannsókn gæti verið erfið, því ekki er víst að það hafi verið þingmaður sem lag gögnunum. Það getur hugsast að heimilismaður, ættingi eða aðrir sem hafi haft aðgang að þessum gögnum hjá þingmönnum sem höfðu þessi gögn í sinni vörslu.

Þar sem eftirleikurinn er nú opinberlega hluti af pólitísku spili finnst mér að réttast sé að láta þetta liggja á milli hluta. Það er svo mikil pólitísk refskák í gangi á Íslandi í dag að erfitt er að hafa augun á aðalatriðum málanna.

Ég myndi samkvæmt skilgreiningu Laxness flokka þetta undir tittlingaskít en ekki kjarna málsins.

Jonni, 15.8.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Glöggur Jón Frímann

Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er sammála þér Gestur atburðarrás hönnuð af stjórnvöldum með aðstoð fjölmiðla er orðin alltof algeng það á að kæra þennan leka og komast að því hvaðan hann kom í eitt skipti fyrir öll

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 22:53

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hef áhyggjur af flestu öðru en lekum svo framarlega sem þeir eru upplýsandi fyrir þjóðina og tek undir með Jonna, þetta er alls ekki kjarni málsins og eitthvað sem ekki ber að eyða dýrmætu púðri í.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.8.2009 kl. 13:49

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er aðeins einn aðili hér á landi sem getur ákært fyrir landráð og það er dómsmálaráðherra. Leki af þessu tagi er ansi léttvægur miðað við það sem útrásardólgarnir, stjórnmálamenn og stjórnendur bankana gerðu þjóðinni. Það eru landráð og ætti að ákæra fyrir.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.8.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband