Opinberun Bjarna Ben

Afdrif Icesaveatkvæðagreiðslunnar snýst ekki um framtíð ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega ekki núna meðan verið er að reyna að mynda þverpólitíska samstöðu milli stjórnmálaflokkanna.

Með yfirlýsingu sinni og beinni tengingu milli afdrifa þjóðaratkvæðagreiðslunnar og stöðu ríkisstjórnarinnar hefur Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn opinberað að Icesavemálið og afstaða Sjálfstæðisflokksins til þess virðist bara snúast um að koma ríkisstjórninni frá og komast sjálfur til valda.

Þeir hagsmunir sem eru undir í icesavemálinu eru of stórir til að menn geti leyft sér að haga sér með þessum hætti. Því verða Sjálfstæðismenn að átta sig á. Það er alveg ljóst að þjóðin nær betri niðurstöðu ef mönnum auðnast að standa saman og fyrst ríkisstjórnin virðist loksins vera að átta sig á því, mega og geta stjórnarandstöðuflokkarnir ekki annað en reynt að gera sitt til að það takist.

Ef menn hafa einhvern hug á því að afla trausts og hafa áhrif á samfélagið í krafti þess trausts, verða menn að koma fram í þessu máli sem ábyrgir og traustir stjórnmálamenn og leiðtogar. Ekki valdagráðugir klækjastjórnmálamenn.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er alltaf sama valdgræðisstefnan hjá flokkunum kefið virkar ekki að láta svona afdrifaríkt mál eins og icesave er ekki vera í forgangi burst séð frá öllum flokkum gengur ekki við verðum að fá nýtt stjórnkerfi með reglum sem torvelda spillingu og hentistefnu eins og rekin hefur verið af flokkunum fram að þessu. Hvaða vit var í því að setja Davíð Oddson sem seðlabankastjóra á sínum tíma það átti heldur betur eftir að koma í ljós hvað það var vanhugsað.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 23:03

2 identicon

Sæll,Gestur.

Allveg  110% sammála þér.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst alls ekki um líf ríkisstjórnarinnar! Þetta snýst um það hvort við eigum að beygja okkur í duftið og taka á okkur skuldbindingar sem við eigum akkúrat ekkert í!

Íslendingar eiga ekki að láta flokkapólitík trufla sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þótt ég vilji gjarnan sjá öðruvísi stjórnað en núverandi stjórnarflokkar gera - þá kemur líf ríkisstjórnarinnar málinu bara ekkert við!

Örvar Már Marteinsson, 13.1.2010 kl. 00:06

4 Smámynd: Reið kona

Er Bjarni Benediktsson enn á landinu? Er hann ennþá formaður Sjálfstæðisflokksins?

Reið kona, 13.1.2010 kl. 19:49

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband