Er formanni stjórnar Seðlabankans sætt?

Nú liggur fyrir yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún hafi ekki gefið loforð um launakjör seðlabankastjóra.

Það er þvert á yfirlýsingar Láru V Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans, en hún er jafnframt formaður stjórnar.

Í mínum huga verður Lára að útskýra sitt mál og sama hvernig því er háttað er einsýnt að hún verður að segja af sér. Annaðhvort fer hún með ósannindi, sem ég tel afar ólíklegt, og ber því að segja af sér, eða að hún nýtur ekki lengur trausts ríkisstjórnarinnar, sem hefur ákveðið að skilja hana eftir úti í kuldanum og ber því þá auðvitað að segja af sér, rúin trausti.


mbl.is Segist engin loforð hafa gefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband