Á að selja auðlindir landsins?

Þá er það staðfest stefna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn vill selja Landsvirkjun. Líklegast á það þá líka við um Rarik og önnur dótturfyrirtæki hennar og þá einnig Orkuveitu Reykjavíkur.   Landsfundur telur einnig að skynsamleg og hagkvæm nýting náttúruauðlinda Íslands verði best tryggð með því að nýtingar- og afnotarétturinn sé í höndum einstaklinga. Þannig að stefnan á þá við um alla aðra nýtingu.

Ef þessari stefnu yrði hrundið í framkvæmt væri um að ræða mesta afsal á eigum almennings til einkaaðila sem um getur. Eignir sem ómögulegt er að meta til sannfjár, því mikið af þeim er til orðin í krafti þess að fyrirtækin eru opinbert og hafa haft allt aðra stöðu gagnvart eignarnámi en nokkur einkaaðili hefði nokkruntíma haft.

Landsvirkjun, með virkjanaréttindum sínum, er einnig húsbóndi yfir afar stórum hluta hálendisins og ef hún yrði seld einkaaðilum, væri stefnumótun um hvernig umgengni um svæðin væri háttað ekki lengur í höndum hins opinbera. Hún hefur verið góð hingað til, en því er alls ekki hægt að treysta í höndum einhverra annarra, sem hafa hagnaðarsjónarmiðin ein að leiðarljósi.

Það er ekki hægt að styðja svona stefnu...


mbl.is Skoðað verði að færa eignarhald á ríkis á orkufyrirtækjum til einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Einkaaðilar þurfa líka að lúta lögum og reglum, bara svo að það sé á hreinu hjá þér

Ertu þá að segja að þér finnist eignarnám vera af hinu góða?

Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er rétt að þeir þurfa að fylgja lögum og reglum. En það er misjafnt hvaða stefnu fyrirtæki fylgja við að uppfylla þau, hvort þau fari bara eftir því að verða ekki fyrir of miklum refsingum eða hvort þau fari eftir "anda" þeirra reglna og viðmiða sem um reksturinn gilda.

Eignarnám er virkilega ekki af hinu góða, en í einhverjum tilfellum er það réttlætanlegt og þá eingöngu ef um almannahagsmuni er að ræða. Ef fyrirtæki er orðið að einkafyrirtæki er því ekki um sömu almannahagsmuni að ræða og þau réttindi sem Landsvirkjun hefur fengið í krafti þess er erfitt að meta og erfitt að réttlæta að afhenda úr eigu almennings.

Gestur Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helst af öllu vildu þeir fá að gefa þær útvöldum.

Sigurður Þórðarson, 15.4.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband