Mismunandi umfjöllun Stöðvar 2 og RÚV á "Jónínumálinu"

Umfjöllun Stöðvar 2 og RÚV á málum kærustu sonar Jónínu Bjartmarz er sláandi mismunandi. Stöð 2 fer yfir þann lagaramma og verklag sem viðhaft hefur verið um úthlutun ríkisborgararéttar í heild sinni, fjölda sem fær mál sitt afgreitt hjá Dómsmálaráðuneytinu, um 1.000 og hve mörg mál fara fyrir Alþingi og hvernig þau eru. Þriðjungur þeirra sem fær ríkisborgararétt frá Alþingi hefur dvalist skemur en í 2 ár. Eitthvað var líka misjafn fjöldinn sem fékk jákvæða afgreiðslu, 31 hjá Stöð 2 og 18 hjá RÚV.

RÚV er greinilega í vondum málum og reynir að gera málið áfram tortryggilegt og gerir enga tilraun til að skapa heildarsýn á málið. Fréttastofan blandar saman umfjöllum um þetta tiltekna mál og umfjöllun um hvort þessi aðferð við veitingu ríkisborgararéttar sé almennt heppileg. Ragnar Aðalsteinsson, sem eingöngu hefur reynslu af málum flóttamanna er dreginn inn á sviðið, en aðeins lítill hluti þeirra umsókna sem fara til Dómsmálaráðuneytisins og Alþingis eru frá flóttamönnum og gefur hann umsögn, sem á því ekki við um málaflokkinn almennt. Að sjálfsögðu á og ber að ræða í þaula hvort þetta fyrirkomulag sé heppilegt, en RÚV reynir að slá ryki í augum fólks með því að fjalla í belg og biðu um það og þetta tiltekna mál.

Kolbrún Halldórsdóttir, áheyrnarfulltrúi í allsherjarnefnd, segir að málið vekji upp spurningar um vinnubrögð Jónínu. Hvaða spurningar vekja þau, um hvaða vinnubrögð er hún að tala? Alveg óþarfi að spyrja um það greinilega. Það er kominn stjórnmálamaður sem er til í að tala í þeim tón sem þeim hentar og það notað, þótt hún hafi ekkert komið að afgreiðslu málsins og enga athugasemd gert við afgreiðslu þess. Allir sem um málið fjölluðu hafa lýst því yfir að þeir þekktu ekki til þessara tengsla og því Þetta eru ómerkilegar pólitískar keilur sem hún reynir að slá og verður sjálfri sér til minnkunar fyrir vikið.

Jónína mætti svo í viðtal hjá Helga Seljan fv kosningastjóra Samfylkingarinnar í NA kjördæmi, sem sýndi henni fádæma dónaskap og ruddaskap, greinilega vitandi upp á sig sökina. Hún fór yfir aðalatriði málsins: Hún leiðbeindi stúlkunni, passaði sig á því að koma hvergi nærri afgreiðslunni og stúlkan fékk afgreiðslu eins og fjöldinn allur af einstaklingum sem hefur farið þessa leið á undan henni. Helgi varð, eins og Jónína benti réttilega á, sjálfum sér og RÚV ohf til skammar. Ég er ekki hlutlaus en svona sé ég þetta.

Eftir viðtalið stóð drengurinn upp, strunsaði út og út úr húsinu í bræði og sá ég þrumskýi bregða fyrir þar sem ég sat í stofunni hjá tengdó í Miðleitinu.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Páls Magnússonar við vinnubrögðum undirmanna sinna. Spurning hvort það sé hægt að selj'ann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll og blessaður Gestur. Mér finnst þú hafa margt til þíns máls, það er ekki spurning. Hins vegar finnst mér furðu sæta að þú skulir bera það á borð, rétt eins og þú trúir því sjálfur, að Jónína hafi ekki komið nálægt þessu. Hvurslags tengdamamma er það?

Ég veit að ég hefði svo sannarlega hringt í félaga mína í nefndinni til að liðka fyrir málum ef ég hefði lent í sömu aðstöðu og hún. Tala nú ekki um fyrst það er viðtekin venja að fara á svig við þessi lög, eins og þú segir að hafi margoft komið fram.

Ég sé að þú kynnir þig á forsíðunni sem forfallinn áhugamann um samfélagið, allt mannlegt og umhverfið. Af skrifum þínum að dæma sýnist mér þú  fyrst og fremst vera forfallinn framsóknarmaður. Þar fór góður biti í hundskjaft

Heimir Eyvindarson, 27.4.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Heimir. Þetta er tengdamamma sem er um leið þingmaður og ráðherra og veit eins og er að það myndi springa framan í hana ef hún myndi skipta sér af málinu. Bæði Bjarni og Guðrún Ögmunds hafa staðfest það í fjölmiðlum í dag. Þau hafa engan hag af því að vera að verja hana, nema síður sé. Það er hlutskipti hennar sem þingmanns og ráðherra, en auðvitað leiðbeinir hún henni um hvernig best sé að vinna sín mál. Þú ert nú meiri framsóknarmaður en þú vilt vera að láta ég þekki þig það vel.

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Blessaður

Jú eru ekki allir góðir menn framsóknarmenn inn við beinið? Ég held að það sé heilmikið til í því hjá þér. Verst hvað flokkurinn hefur leiðst langt af leið........

Heimir Eyvindarson, 27.4.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Á ég að segja þér. Hann er ekki eins afvegaleiddur og fólk heldur. Við þurfum bara að gera málamiðlanir við íhaldið og það er náttúrulega slæmt. Enda sérðu að við erum skömmuð því fólk trúi sumu af því sem gert er í nafni ríkisstjórnarinnar ekki upp á okkur, en ekki íhaldið því því er trúandi til svo margra hluta

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Gunnar Aron Ólason

Enn þorir enginn í nefndinni eða Jónína sjálf að geta til um þær sérstöku aðstæður sem átti við um stúlkuna.  Því mun enn hvíla skítalykt yfir þessu máli.  Greinilega eitthvað leyndarmál á ferðinni.  Ef verið sé að brjóta á mannréttindum stúlkunnar í Guatemala þá þykir mér sjálfsagt að koma henni til hjálpar.  En er verið að brjóta á mannréttindum hennar í hennar heimalandi?  Jónína ýjaði að því.  Dylgjur jafnvel?

En ég ætla hins vegar að senda Jónínu og kannski fleiri þingmönnum tölvupóst og biðja þá um aðstoð vegna stríðs míns við Mannanafnanefnd.  Jónína sagði að hún hefði leiðbeint mörgum varðandi undanþáguumsóknir til Allsherjarnefndar og tók það fram að það væri einfaldlega "það sem þingmenn gerðu"!!  Gott mál, ég vissi ekki að þessi þjónusta væri fyrir hendi.  En gott mál ef svo er. 

Gunnar Aron Ólason, 27.4.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sko... Gunnar. Ef Jónína fer að bera á torg þær persónulegu aðstæður sem gerðu það að verkum að Allsherjarnefnd taldi rétt að veita henni ríkisborgararétt erum við samt engu nær, nema að hnýsni okkar í kopp annarra er kannski að einhverju leiti fullnægt.

Til að hægt sé að meta hvort stúlkan hafi hlotið sérstaka meðhöndlun umfram aðra, sem málið hlýtur jú að snúast um, yrði um leið að upplýsa aðstæður allra hinna, sem eru jú nafngreind í lögunum. Það væri gróft brot á persónuvernd þeirral, sem ég get ekki trúað að fólk vilji. Helsta röksemd Helga Seljan var að hún hefði einungis dvalið hér í 15 mánuði. Bjarni Ben upplýsir að þriðjungur þeirra sem hafa fengið jákvæða úrlausn allsherjarnefndar, svo það á ekki við og þegar Jónína reynir að koma því að, grípur Helgi alltaf fram í fyrir henni. Þetta eru óþægilegar upplýsingar sem hann vill ekki að komi fram. Þess vegna er þetta því miður svona, að við verðum að trúa því sem Jónína, Bjarni Benediktsson og Guðrún Ögmundsdóttir segja og líta til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Mér finnst þetta allt ómaklegt og í rauninni hræðilegt. Ég er með vínkil á málið í mínu bloggi. Sem kunnugt er telst ég varla til vina og verjenda Framsóknarflokksins!

Pétur Tyrfingsson, 27.4.2007 kl. 22:51

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mæli með því að fólk lesi færslu Péturs.

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 22:56

9 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég held að fróðlegt væri fyrir alla að skoða afgreiðslu þessa mála almennt  frá Útlendingastofnun annars vegar og Allherjarnefnd hinsvegar.Hvaða afgreiðslu þau mál hafa fengið hjá Útlendingastofnun,sem fara fyrir þingnefndina.Þá getum við betur áttað okkur á hvort aðkoma Allsherjarnefndar að þessum málum sé æskileg.Menn ættu líka að kynna sér lögin um Útlendingastofnun 

Kristján Pétursson, 27.4.2007 kl. 23:24

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kristján: Þau mál, sem Útlendingastofnun eða réttara sagt dómsmálaráðuneytið að fenginni umsögn Útlendingastofnunnar, og hafa fengið jákvæða meðferð fá jákvæða umsögn Útlendingastofnunnar vegna þess að öllum skilyrðum laga um ríkisborgararétt er fullnægt. Þau mál sem er hafnað af dómsmálaráðuneyti er svo hægt að vísa til Alþingis. Þannig fara nánast engin mál til Alþingis sem ekki hefur þegar verið hafnað af dómsmálaráðuneytinu. Þannig er ætlunin að kerfið virki og því væri óeðlilegt að útlendingastofnun veitti öðruvísi umsögn til Alþingis en til dómsmálaráðuneytisins. Summa summarium: Kerfið byggist á því að almenn venjuleg mál séu afgreidd í dómsmálaráðuneytinu, en hin á Alþingi. Þess vegna er auðvitað munur á afgreiðslum mála frá þessum tveimur stofnunum.

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 23:54

11 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gestur. Afhverju getur þú ekki svarað spurningu minni: Hvaða aðrar hliðar eiga eftir að koma í ljós?

Það er þér ekki til framdráttar að draga aðra inní þetta sóðalega mál til þess eins að hreinsa skítin eftir þig og þína líka.

Yfir hvað ætti Helgi Seljan að vera klóra ?  Afhverju ætti hann að verða reiður eftir þáttinn?

Afhverju er þetta þér svona mikið hagsmunamál ? 

Hvaðan kemur þú Gestur ?  Ert þú þessi svokallaða tengdadóttir Jónínu?

Tómas Þóroddsson, 27.4.2007 kl. 23:55

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sú hlið Jónínu að hún kom ekki nálægt þessu og sú hlið að Bjarni Benediktsson hefur staðfest að hann hafi ekki vitað af tengslum hennar við stúlkuna og sú hlið að Guðrún Ögmundsdóttir hafi ekki vitað af tengslum hennar við stúlkun aog sú hlið að 30% þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt eftir þessari leið hafa dvalið skemur en 2 ár á Íslandi, en meginröksemd Helga Seljan, fv. kosningastjóra Samfylkingarinnar, var sú að hún hefði bara dvalið 15 mánuði á Íslandi.

Um hvaða skít ertu að tala? Mundu að sá sem dreifir honum verður oftast fyrir honum sjálfur

Helgi Seljan er að klóra yfir afar lélega dagskrárgerð og kominn í mikla skömm fyrir að láta flokkspólitík glepja sér sýn og skynsemd.

Mér er þetta hagsmunamál af því að ég hef ríka réttlætiskennd, þekki Jónínu af góðu einu og er afar sár fyrir hennar hönd og Framsóknar.

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 00:30

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég játa það að ég rita þetta hálf ritminni, & með skjálgu auga.  Það nefnilega vantar alveg í mig húmorinn í það að drulla eitthvað yfir skoðanir Gests hérna.

Ég viðurkenni fúslega að hafa gert það á öðrum bloggum sem að hann hefur sett inn athugasemdir sínar inn á, & ég svarað á móti, & líklega sett inn einhver skítahúmor með.

Ég er náttúrlega eitthvað ósammála honum um hans upplifelsi á viðræðum/riflildi þeirra Jónínu & 730, & trú mín er nú sú að sem gott foreldri hafi hún nú látið til sín taka.  En það er mín skoðun, hann hefur sína.

En ég virði það nú við drenginn að hann er málefnalegur í sínum andsvörum, & þetta er nú ekki lángversti Framsóknarmaður sem að ég hef séð frárita.

S.

Steingrímur Helgason, 28.4.2007 kl. 00:31

14 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Takk fyrir það Steingrímur. Með umræðunni skapast grunnur að eðlilegri skoðanamyndun.

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 01:08

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gestur minn, það að vera ekki lángversti framsóknarmaðurinn, þarf nú heldur ekki að vera eitthvað hrós,,

S.

Steingrímur Helgason, 28.4.2007 kl. 01:23

16 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ertu sár fyrir hönd framsóknarflokksins?? Ég vona að ég eigi aldrei eftir að upplifa mig svona mikin hluta af einhverju. Svona samofinn einhverjum stjórnmálaflokk, trúfélagi eða einhverju öðru.

Er Helgi að klóra yfir lélega dagskrágerð??

Ertu í alvöru að meina að "aðrar hliðar" sem þú talaðir um í gær séu td "hún kom ekki nálægt þessu"   

Hvað skít er ég að dreifa? Það ert þú sem ert að fara hamförum í þessu máli, þú dregur alsaklaust fólk inní þetta og vænir virta fréttamenn um óheiðarleika. 

Tómas Þóroddsson, 28.4.2007 kl. 01:47

17 Smámynd: Gunnar Aron Ólason

"Til að hægt sé að meta hvort stúlkan hafi hlotið sérstaka meðhöndlun umfram aðra, sem málið hlýtur jú að snúast um, yrði um leið að upplýsa aðstæður allra hinna, sem eru jú nafngreind í lögunum. Það væri gróft brot á persónuvernd þeirral, sem ég get ekki trúað að fólk vilji."

Þetta er mikill misskilningur hjá þér.  Til þess að allt sé uppi á yfirborðinu þarf aðeins eitt, og það er, taktu nú vel eftir:  Ástæðu þess að þessi tiltekna stúlka fær undanþágu frá hinum almennu ríkisborgaralögum.  Umræðan snýst ekki um aðra en hana.  Ef þær ástæður eru þannig að hún eigi undanþáguna skilið þá eru allir ánægðir.  Það hlýtur að þurfa að færa rök fyrir því ef fólk fær sérmeðferð í kerfinu.  Jónína bendir á formann Allsherjarnefndar og formaðurinn vill ekki gefa upp ástæðuna.  Afhverju ekki?  Eigum við borgararnir ekki rétt á því að vita hvað þeir sem við kjósum eru að sýsla á sínum skrifstofum.  Er leynimakk í gangi?

Stjórnmálamenn gleyma því alltaf öðru hvoru að þeir eru í vinnu við að reka fyrirtækið Ísland hf. en eigendur þess fyrirtækis er fólkið í landinu.  Stjórnmálamenn eru ekki yfir borgarana hafnir heldur eru þeir í vinnu hjá borgurunum við að halda þessu fyrirtæki gangandi.  Ég sem hluthafi í fyrirtækinu Ísland hf. krefst þess að vita hvað starfsmenn mínir eru að sýsla hverju sinni.

Afhverju þessi leynd?

Gunnar Aron Ólason, 28.4.2007 kl. 02:19

18 Smámynd: Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Sæll Gestur, munurinn á fréttaflutningi RÚV og Stöðvar 2 er sláandi.

Eitt mikilvægt atriði sem kom fram í fréttum Stöðvar 2 er eftirfarndi:

"Nær allir sem sæki um ríkissborgararétt til allsherjarnefndar uppfylli ekki skilyrði laganna. Í flestum tilvikum hafi útlendingastofnun mælt gegn veitingu ríkisborgararéttar þeirra því þeir uppfylli ekki skilyrðin um tímarammann. Allsherjarnefnd hafi afgreitt hátt í hundrað og fimmtíu umsóknir um ríkisborgararétt á þessu kjörtímabili og um það bil þrjátíu prósent af þeim hafi einungis dvalið á landinu í tvö ár eða skemur. "

Þetta er einmitt það sem stendur eftir í þessu máli. Á úrskurðarvald í umsóknum til ríkisborgara að liggja hjá löggjafarvaldinu?  Að mínu mati er svo ekki. Það ætti að vera í höndum annarra aðila. Í þessu eins og öðru þurfa leikreglur að vera skýrar og öllum kunnar fyrir úthlutun takmarkaðra gæða eins og hér um ræðir.  

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, 28.4.2007 kl. 02:25

19 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Voðalega farið þið seint að sofa.

Tommi, Já hann er að klóra yfir afar lélega dagskrárgerð, því ekki er hægt að kalla þetta fréttamennsku, er ekki viss um að blaðamannafélagið sé sammála þér að kalla hann fréttamann, eða ertu að tala um aðra, t.d. Marshall, sem fór svipuðum hamförum gegn Framsókn fyrir síðustu kosningar? Eða hvað ertu að tala um? Aðrar hliðar er líka virðingin fyrir einkalífi fólks, bæði stúlkunnar og þeirra annarra sem hafa fengið umfjöllun Allsherjarnefndar. Hvaða VIRTU fréttamenn ert þú að tala um?

Gunnar Aron: Málið snýst um hvort tilvonandi tengdadóttir umhverfisráðherra hafi að einhverju leiti fengið hraðari eða jákvæðari meðferð en aðrir umsækjendur í krafti kunningsskapar. Eða snýst þetta um eitthvað annað Gunnar? Til að hægt sé að meta það þyrfti að meta hennar aðstæður og bera þær saman við aðra umsækjendur. Slíkt væri gróft brot á friðhelgi einkalífs hennar og þeirra hinna og ég trúi ekki að þú viljir sitja undir því að hægt sé að draga upp slíkar upplýsingar um þig og birta fyrir alþjóð. Jafnvel þótt þú sért tengdasonur þingmanns.

Aðalheiður. Ég tel að rétt sé að taka umræðu um þetta mál á næsta þingi. Vonandi veljast einstaklingar inn á þing sem geta tekið málefnalega, skítkastlausa umræðu um málið. Það eru nokkrir valkostir í stöðunni.

  • Það er spurning hvort veita eigi dómsmálaráðuneytinu meira frelsi til að meta mál, ef þau mál sem eru að fara inn til Alþingis eru mikið sama eðlis og hefð hefur skapast um afgreiðslu þeirra. Rétt væri að staðfesta það með breytingu á lögum, en halda áfram Alþingismöguleikanum. Mér finnst í það minnsta nauðsynlegt að það séu fleiri en 3 í allsherjarnefnd vinni málin.
  • Það er spurning hvort rétt sé að fara dómstólaleiðina gagnvart þeim sem fá synjun hjá dómsmálaráðuneytinu. Þannig verði dómstólar gerðir að úthlutunaraðilum ríkisfangs?
  • Hægt væri að setja á stofn úrskurðarnefnd eins og reyndar er verið að reyna að minnka í stjórnsýslunni almennt. Slíka úrskurði yrði svo að vera hægt að skjóta til dómstóla, svo það er spurning hvort það væri til góðs
  • Hugsanlega væri hægt að láta Forseta Íslands þetta verkefni. Enda um inntöku einstaklings inn undir verndarvæng alls lýðveldisins.

En umræðum um fyrirkomulagið og dylgjur um óréttmæta aðkomu Jónínu Bjartmarz má ekki blanda saman eins og RÚV gerði svo ósmekklega í gær og fyrradag.

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 08:24

20 Smámynd: Gunnar Aron Ólason

"Málið snýst um hvort tilvonandi tengdadóttir umhverfisráðherra hafi að einhverju leiti fengið hraðari eða jákvæðari meðferð en aðrir umsækjendur í krafti kunningsskapar. Eða snýst þetta um eitthvað annað Gunnar?"

Vona að þú sért ekki með dylgjur hér eins og þú hefur sjálfur gagnrýnt aðra fyrir að vera með.  Svona til að taka allan vafa af með það þá er ég í pólitískri eyðimörk eins og er og í leit að vin í þeirri eyðimörk.  Ég sagði mig tiltölulega nýlega úr Sjálfstæðisflokknum vegna þess að ég vil ekki sjá Árna Johnsen á þingi.  Ég þoli ekki að þingmenn noti stöðu sína til að hygla sér og sínum umfram aðra.  Oft hefur maður rekist á orðið hagsmunapólitík, ég er ekki á móti hagsmunapólitík, að mínu viti eru stjórnmál öll í eðli sínu hagsmunapólitík.  En ég er hins vega á móti því að einungis fáir útvaldir fái að njóta sérhagsmuna.  Og svona til að geirnegla þetta þá get ég upplýst það hér að ég var jafnvel farinn að renna hýru auga til Framsóknarflokksins hvað atkvæði mitt varðar en mér sýnist á öllu að það sé að renna út í sandinn.  Ég get ekki að því gert en mér finnst þetta mál með öllu óeðlilegt.  Nú ætla ég að reyna að útskýra hvað ég myndi vilja sjá gerast, ég legg ekki mjög mikla vinnu í þessi komment þannig að þetta verður bara að koma "efst" úr hausnum á mér.

Ég myndi vilja heyra eitthvað á þessa leið með smá rökstuðningi.  Gefum okkur að stúlkan sem um ræðir sé í einhverjum vandræðum, til dæmis:

  • Mannréttindi, verið sé að brjóta á henni mannréttindi í heimalandinu.  Væri þá ekki auðvelt að koma með yfirlýsingu þess efnis?  Það þarf ekki að koma með einhverja "díteila" um það heldur einungis að segja frá því.  Íslendingar elska að bjarga fólki.

  • Veikindi, hún sé með einhvern sjúkdóm sem hún getur ekki fengið "lækningu" eða hjúkrun við í heimalandi sínu og íslenskur ríkisborgararéttur myndi auðvelda henni aðgengi að góðri læknisaðstoð.  Bara hugdetta hjá mér, ekkert djúpt á bakvið.  Ef þetta væri ástæðan þá væri hægt að gefa það upp, enginn nema fíflin myndu fara hnýsast í það hvernig hún væri veik.

  • Fjárhagsörðugleikar, mér dettur ekki í hug að útskýra það betur enda skýrir það sig sjálft.  Þarf ekki að koma með "díteila", ég þreytist ekki á endurtaka það.

  • Námsmál, eitthvað í sambandi við nám.  Mér dettur ekkert í hug varðandi það.

Þetta þyrfti ekki að birtast fyrir alþjóð endilega heldur gæti einhver eftirlitsnefnd skoðað málið.  Þessar pælingar eru ekki undirbúnar þannig að það verður að lesa það á þeim forsendum.

En "bottom lænið" hjá mér er það og um að gera að kyngja munnvatni ef þetta er of mikil krafa hjá mér og sjokkerandi eftir því:

Einhverja "fokking" ástæðu!!!!!!!!!

(Afsakið frönskuna mína).

Ef að allir aðrir þurfa að gefa upp ástæðu þá verði svo!  Ég er ekki að tala um einhverjar djúpar persónulegar upplýsingar, ef þetta fólk hefur eitthvað að fela þá er einmitt mjög mikil ástæða að upplýsa um einmitt það.  Hvað er það sem ekki þolir dagsljósið hér?!

Gunnar Aron Ólason, 28.4.2007 kl. 10:07

21 Smámynd: Júlíus Valsson

Mér sýnist Helgi Seljan aðhyllast það sem kallað er "Hin nýja blaðamennska". Hann ætti að sækja sem fyrst um starf á tímaritinu Ísafold. Þar yrði honum eflaust tekið sem hetju.

Júlíus Valsson, 28.4.2007 kl. 10:58

22 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég get verið sammála þér Gunnar að það verða auðvitað að vera ástæður og málsmeðferð með þessi mál verða að vera hafin yfir allan vafa. Tel hvað þennan einstakling varðar að umræðan hafi upplýst eins og hægt er að svo sé í þessu tilfelli. Vandinn er að það getur ekki verið réttlátt að þessi stúlka umfram aðra eigi að opinbera sínar ástæður, en ég hef heimildir fyrir því að um er að ræða ástæður sem fjöldinn allur af einstaklingum hefur fengið ríkisborgararétt út á. Finnst að þú getir sýnt henni þá tillitssemi að fara ekki fram á meira.

Fyrir þá sem vilja kynna sér aðstæður í hennar heimalandi bendi ég á ótrúlegar lýsingar af ástandi mannréttindamála þar. Það er komið fram við konur eins og dýr. Þeim er misþyrmt, haldið ólæsum og þjóðskráning á konum er víst afar ábótavant. Morð á konum eru afar algeng og mun mikill minnihluti þeirra vera kærður til lögreglu um 3%. Mannréttindasamtök hafa sagt að þegar konum er sagt að það sé ekki í lagi að feður sængi hjá dætrum sínum reki þær upp stór augu.

http://www.state.gov/g/drl/rls/hrrpt/2006/78893.htm

Hér er önnur gagnleg með uppl. um aðstæður kvenna:
http://www.womenwarpeace.org/guatemala/guatemala.htm

Breska utanríkisráðuneytið og Gvatemala
http://www.fco.gov.uk/servlet/Front?pagename=OpenMarket/Xcelerate/ShowPage&c=Page&cid=1007029394365&a=KCountryProfile&aid=1020262398293

Human Rights Watch
http://www.hrw.org/doc?t=americas&c=guatem

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 11:52

23 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

ég skil ekki hvað er verið að draga Jónínu inn í þetta mál, ég treysti henni alveg fyrir því að hafa ekki komið að þessu máli, en alsherjarnefndin hlýtur að þurfa að vita um heimilishagi og heimili innflytjenda er þeir sækja um ríkisborgararétt, þá hljóta þeir að hafa séð tengslin við Jónínu, nema þeir hafi ekki vitað hvar Jónína á heima, kannske geta þeir sem sækja um ríkisborgararétt bara búið á götunni og fengið hann samt, ef að Guðjón, Bjarni og Guðrún segja að þau hafi ekki vitað um nein tengls við Jónínu hafa þau hafa sennilega aldrei farið í heimsókn til Jónínu

Hallgrímur Óli Helgason, 28.4.2007 kl. 12:11

24 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eða að heimilisfangið komi ekki fram á því skjali sem þau fá þegar fjallað er um málið í nefndinni. Veit það ekki...

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 12:36

25 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Það  er  nú bara  hægt  að lýsa  svona  vinnubrögðum  fjölmiðils  á  einn veg og það  er pólitísk  aftaka  og  Kastljós stjórnendur  ættu  að bjarga  sínun trúverðuleika  og  biðjast  afsökunnar sem  first

Gylfi Björgvinsson, 28.4.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband