Ekki virðist Kastljós þekkja vel þau mál sem þeir fjalla um

Þórhallur er kominn í vond mál, sendir frá sér yfirlýsingu sem svar við yfirlýsingu Jónínu Bjartmarz, sem er full af rangfærslum og útúrsnúningi.

Það er gott að vita að Kastljósið er ekki misnotað af neinum, þetta er sem sagt allt saman rekið af þeirra frumkvæði og þeirra eigin hvötum.

"Í Kastljósi var bent á að ung stúlka frá Gvatemala sem búsett er á heimili ráðherra fékk ríkisborgararétt á 10 dögum þegar venjan er að slík afgreiðsla taki fimm til tólf mánuði" Þarna opinbera þeir vanþekkingu eða vilja sinn, þegar þeir bera saman appelsínur og epli. Eins og Dómsmálaráðuneytið segir í yfirlýsingu að þetta sé ekki rétt, afgreiðslufresturinn tengist afgreiðslum ráðuneytisins ekki Alþingis. Þetta hefði Kastljós örugglega getað fengið upplýst ef þeir hefðu unnið sína undirbúningsvinnu og að halda þessu til streitu er til skammar.

"Einnig kom fram að fólki með veigameiri ástæður var hafnað á sama tíma." Þessi fullyrðing er með ólíkindum, því Kastljósmenn setja sig í dómarasæti um hvað sé veigamikið, og ekki kom heldur fram að Alþingi hafi hafnað þeim, þannig að því er ekki svarað hvort það hafi verið Alþingi eða dómsmálaráðuneytið sem afgreiddi málið og á hvaða forsendum, enda ekki hægt vegna friðhelgi einkalífsins, sem Kastljósi er sama um í tilfelli stúlkunnar. Einnig er ósanngjarnt og illa gert af Kastljósi að draga fólk sem þekkir ekki málavöxtu til að dæma í málum sem hefur engar forsendur til að dæma og spyrja það leiðandi spurninga.

"Aldrei var sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu heldur vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins. Þegar við bætist að stúlkan býr á heimili umhverfisráðherra er full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga." Það var ekki sagt berum orðum, en öll framsetning málsins var til þess fallin að vekja tortryggni og fá áhorfendur til að hlaupa að ályktunum.

"Rétt er hjá Jónínu að stúlkan fékk ríkisborgararéttinn á grundvelli „skerts ferðafrelsis" og er þar í hópi 22 annara einstaklinga sem fengu íslenskt ríkisfang á sömu forsendum á þessu kjörtímabili. Hún gleymir hinsvegar að geta þess að 20 þeirra höfðu dvalið lengur en tvö ár í landinu þegar þeir öðluðust sinn ríkisborgararétt.

Jónína bætir svo við að 30 einstaklingar hafi fengið íslenskt ríkisfang á þessu kjörtímabili eftir að hafa dvalið hér skemur en 1 ár. Hún getur þess hinsvegar ekki að enginn þeirra fékk íslenskan ríkisborgararétt vegna skerts ferðafrelsis." og?????? Þetta eru fáir einstaklingar og þegar tekin eru sniðmengi og sammengi í litlu þýði er auðvelt að finna fáa einstaklinga í einhverjum þeirra. Ef öll mál kjördæmisins væru skoðuð væri meira að marka slíkan samanburð.

"Jónína hallar réttu máli þegar hún segir að Kastljós hafi látið að því liggja að aðalega börn fengju ríkisborgararétt með lögum frá alþingi. Kastljós benti hinsvegar á að oft væri um börn að ræða, afreksmenn í íþróttum ogfólk sem sótti um af mannúðarástæðum." Það er rétt að Kastljósmenn sögðu þetta ekki sjálfir, heldur fengu Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ragnar Aðalsteinsson, til að fara með þessar fullyrðingar, sem hafa verið hraktar. 

"Jónína kýs hinsvegar að sleppa því að nefna tvö af þessum atriðum sem Kastljós tiltók. Þess má geta að umrædd stúlka frá Gvatemala fékk ekki íslenskan ríkisborgararétt af þeim ástæðum sem eru tilgreindar hér að ofan." Er Kastljós þar með að halda því fram að þetta séu einu réttmætu ástæður veitingar ríkisborgararéttar með þessari leið?

Jónína Bjartmarz spyr í lokin „hvar er trúverðugleikinn"? Því er til að svara að Kastljós stendur við sína umfjöllun um málið." Það var leitt, því þeim væri sæmst að því að hætta þessum dylgjum sínum og "let them deny it" aðferðum sínum í aðdraganda kosninga, sem greinilega eru búnir að stórskaða kosningabaráttuna. Amk bendir tímasetning "uppljóstrunar" þessa máls til þess...


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

"Þórhallur er kominn í vond mál, sendir frá sér yfirlýsingu sem svar við yfirlýsingu Jónínu Bjartmarz sem er full af rangfærslum og útúrsnúningi."

Ha, ertu að segja, að Jónína Bjartmarz sé full af útúrsnúningi, eða, ef maður teygir reglurnar, að yfirlýsing Jónínu sé full af rangfærslum og útúrsnúningi?

Snorri Bergz, 3.5.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

takk fyrir að benda mér á þetta. Ein komma breytir miklu.

Gestur Guðjónsson, 3.5.2007 kl. 19:58

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Valdimar: Þú getur ekki dæmt þessa ástæðu sem ómerkilega, amk ekki ómerkilegri en aðrar sem hafa hlotið náð fyrir Allsherjarnefnd án þess að bera þær allar saman, sem við megum að sjálfsögðu ekki gera. Varðandi skýrslurnar veit ég það ekki, þú getur spurt póstinn...

Gestur Guðjónsson, 3.5.2007 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Eftir því sem Bjarni Ben sagði í Kastljósi í gærkvöldi liggur fleira til grundvallar afgreiðslu nefndarinnar en umsókn stúlkunnar sem Kastljós veifar sí og æ. Hver veit nema skýrsla um mannréttindamál í Guatemala hafi verið þar með eða hvað annað. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur mikinn áhuga á óhreinum þvotti annars fólks en einhverjir kaupa jú öll slúðurblöðin til að lesa um náungann en enginn vill vera í þeim að því er virðist. Veit ekki hvað þér fyndist um það Valdimar ef Kastljós myndi eyða fleiri klukkustundum í að fara í smáatriðum í gegnum síðustu skattaskýrsluna þína sem þeir hefðu komist yfir á dularfullan hátt.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.5.2007 kl. 20:27

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég bið hér með Jónínu Bjartmarz afsökunar á ómálefnalegum og ómaklegum fréttaflutningi RÚV, fyrst enginn annar vill gera það. RÚV er jú hluti af okkur öllum þar til við seljum það, seljum það.....

kannski maður ætti bara að kjósa Framsókn í þetta sinn? 

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 20:42

6 Smámynd: Einar Jón

Guðmundur: Bjarni Ben minntist sérstaklega á að skjöl eins og meðmæli vantaði, ekki að mannréttindi stúlkunnar væru í hættu. Var Jónína virkilega ekki meðmælandi? Er hægt að finna betri meðmælanda en hana, fyrrverandi nefndarmann?

Valdimar bendir líka á að dvalarleyfi var aðalástæða umsókarinnar. Guatemalabúar mega dvelja á Íslandi í 3 af hverjum 6 mánuðum, svo að ekki þarf að sækja um dvalarleyfi í hvert skipti sem hún vill koma til Íslands í námsleyfi. Meginrökin fyrir umsókninni virðast því vera röng. Mér finnst þetta gefa til kynna að ef allt annað var eðlilegt (sem virðist engan veginn vera), fór þessi umsókn í gegn á hæpnum forsendum og nefndin má skammast sín fyrir slæleg vinnubrögð.

Einar Jón, 3.5.2007 kl. 20:56

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Júlíus: Mæli með því. Þá stuðlar þú að brautargengi hófsamri og skynsamri stefnu

Óskar: "Stuðningsmenn flokksins geta ekki og vilja ekki sjá spillingu og siðleysi sem blasir við hverju mannsbarni. " Ég veit ekki betur en að siðlausar órökstuddar dylgjur Kastljósmanna um spillingu hafi allar verið hraktar. Hvernig er það, eru Kastljósmenn ekki í blaðamannafélaginu? Ef svo er, væri leikur einn að kæra þá þangað...

Einar Jón: Það kom fram í Ísland í dag að hún var það ekki og í Kastljósi sagði Jónína að hún hefði ekki viljað það til að hennar nafn kæmi hvergi fram. Get tekið undir með þér, ef þetta er rétt sem Valdimar heldur fram. Það þarf að skýra verklagið.

Gestur Guðjónsson, 3.5.2007 kl. 21:19

8 Smámynd: Hermann Ragnarsson

það væri gaman að fá að vita það hjá kastljósmönnum hvort þeir séu líka með ljósrit af vottorðunum sem fylgja umsóknunum. gott upp á persónuverndina

Hermann Ragnarsson, 3.5.2007 kl. 21:30

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hermann: Það er gott að vita að þeir kunna að geyma skjölin blessaðir eða þannig...

Valdimar: Sú skoðun þín á fullan rétt á sér. Ég virði hana, en það er ekki það sama og það sem Kastljósið fór af stað með.

Gestur Guðjónsson, 3.5.2007 kl. 21:49

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð grein Gestur!

Benedikt Halldórsson, 3.5.2007 kl. 21:55

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sveinn: Í allri kurteisi, hættu þessu, og farðu að tala um eitthvað vitrænt, til dæmis rökræðu um hvernig Ísland má verða enn betra land að búa í, eða ég neyðist til að henda þínum kommentum út.

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 01:07

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Bíddu, hvaða kommenti hef ég hent út? Og viltu vera svo vænn að lesa stefnuskrá Framsóknar, þar kemur skýrt fram að Landsvirkjun eigi ekki að selja. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á flokksþingi. Forystan hefur ekkert umboð til að ganga fram hjá því. Halldór var farinn að tala um að það væri hugsanlega hægt að leyfa lífeyrissjóðunum að koma að, en það féll í svo grýttan jarðveg að hann hætti því.

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 10:58

13 Smámynd: Taxi Driver

Mér er nú nokk sama hvað hægri og framsóknarspírurnar sprikla og kalla dylgjur og árásir. Hérna er borðleggjandi dæmi um pólitíska spillingu og þarf að leita aftur til mektardaga Árna Johnsen til að finna sambærilegt dæmi. Það er auðvitað kilsja að tala um pólitíska ábyrgð, afsögn ráðherra eða embættismann eða þess háttar hér á þessu landi þar sem soleiðis tal virðist helst flokkast með dónaskap, sóðaskap eða brengluðum húmor en í flestum löndum með þroskað stjórnmála og embættismannakerfi hefði ráðherra sagt af sér á innan við sólarhring fyrir svona augljóst dæmi um pólitíska greiðasemi. En auðvitað segir flest manni að ráðherradómi Jónínu sé um það bil að ljúka, ef ekki með dómi kjósenda þá amk með ákvörðun flokksformanns hennar, annað kemur ekki til greina.

Taxi Driver, 4.5.2007 kl. 11:09

14 Smámynd: Gestur Guðjónsson

"Hérna er borðleggjandi dæmi um pólitíska spillingu og þarf að leita aftur til mektardaga Árna Johnsen til að finna sambærilegt dæmi." Þú lætur sem sagt staðreyndir málsins ekki njóta neins, heldur bara framsetningu Kastljóssins og DV?

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 11:44

15 Smámynd: Taxi Driver

Staðreyndir málsins eru: Að ung stúlka, tengd umhverfisráðherra, búsett á heimli sama umhverfisráðherra, fékk íslenskan ríkisborgararétt 10 eða 12 dögum eftir að hafa sótt um hann og eftir aðeins 15 mánaða dvöl hér á landi. Stúlkan sætti ekki ofsóknum í heimalandinu, er ekki afrekskona í íþróttum (skil reyndar ekki hvers vegna íþróttafólk á einhvern spes rétt á ríkisborgararétti), ekki barn þó ung sé, á ekki blóðfjölskyldu hér á landi, ekki pólitískur flóttamaður, ekki að flýja stríðshörmungar í heimalandinu og svo framvegis og framvegis. Eina og algerlega eina ástæðan sem virðist tilgreind sem rök fyrir því að hún skuli hljóta ríkisborgararétt er að gera henni keyft að stunda nám erlendis og koma "heim" í fríum án þess að þurfa að sækja um dvalaleyfi í báðum löndum. Nokkuð sem greinilega fellur um sjálft sig, eins og reyndar öll rök alsherjarnefndar og umhverfisráðherra. Nýjasta svar ráðherrans er að kæra Kastljós (sona eins og Guðmundur Byrgisbóndi gerði við Kompás), nokkuð sem er vinsælt hjá þeim sem eru búnir að tala sig útí horn og þurfa að beina athyglinni annað. Svona eru staðreyndirnar. Það leggur af þessu skítalyktina úr spillingarfjósi framsóknar og þeir sem ekki finna þá lykt eru trúlega búnir að vera of lengi nálægt þeim ómokaða flór sem þar er að finna. Staðreyndin er að allt snýst þetta um trúverðugleika og það er nokkuð sem umhverfisráðherra, allsherjarnefnd og framsóknarflokkinn skortir algerlega í þessu máli. Góðar stundir.

Taxi Driver, 4.5.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband