Skynsamleg leið til varnar

Almennt eiga sveitarfélög ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri. Í þessu tilfelli er sveitarfélagið í rauninni ekki heldur að gera það, heldur að skapa vöggu fyrir rekstur, sem mun safna sér veiðiheimildum sem það hlýtur að leigja út aftur með skilyrðum um að vinna aflann í heimabyggð. Líklegast þarf úthlutunin að fara fram í gegnum útboð og ætti jafnvel að geta verið fjárhagslega sjálfbært. Undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið reynt áður, en er það ekki alltaf þannig þegar maður heyrir um góðar hugmyndir.


mbl.is Atvinnumálanefnd kannar möguleika á almenningshlutafélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gunnar Þór: Þetta bull þitt er ekki svaravert. Ég hef hingað til talið þig meiri mann en þetta, að lýsa stjórnmálaflokki og þar með öllum þeim sem honum fylgja og í honum starfa sem skipulögðum glæpasamtökum er eitthvað sem ég hefði ekki trúað upp á þig. Ætla að láta þessa athugasemd þína óáreitta sjálfum þér til skammar.

Gestur Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband