Össur í austrinu

Ja mikil er hræsni Samfylkingarinnar ef hún ætlar sér að fara að stuðla að virkjunum og álverum í Indónesíu. Ekki að ég hafi neitt á móti því að álframleiðsla heimsins verði knúin sem mest með endurnýjanlegum orkulindum, en þetta er þvílíkt NIMBY viðhorf að maður á varla orð.

Fyrir kosningar gaf Samfylkingin út ritið Fagra Ísland og með vísan til þess segir umhverfisráðherra að við Íslendingar eigum ekki að óska eftir framhaldi á íslenska ákvæðinu. Þetta er sama Samfylking sem er að standa að leit að olíu, en um leið sama Samfylking sem er á móti olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og sama Samfylking sem vill auka útblástur vegna áliðnaðar, bara ekki á Íslandi!


mbl.is Össur: Gríðarlegur áhugi á samstarfi Indónesa og Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hver er að tala um álver í þessu sambandi.  Áður en farið verður að nýta þessa indónesísku orku í álver þá eiga þeir einfaldlega eftir að gera allt það sem við erum búin að gera, þ.e. að kynda heimilin, sjá samfélaginu fyrir umhverfisvænu rafmagni o.s.frv.

Þegar þeir verða búnir að því þá munu þeir örugglega fara í samkeppni við okkur um álver og er það vel.  Ef þeir vilja álverin til sín þá er það fínt.  Við eigum ekki að setja öll eggin í sömu körfu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.10.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála þér með eggin og ekki síður með rafmagnið í Indónesíu. Ef þú lest færslu Össurar á blogginu hans, er hugur hans allur í þá átt að byggja álver í Indónesíu.

"Íslensk álver á Indónesísku eyjunum knúin jarðhita sem skapaður er með íslenskri þekkingu og kapítali, gæti því orðið niðurstaða þessarar ferðar minnar."

Gestur Guðjónsson, 23.10.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hræsni Össurar og kratana ríður ekki við einteyming þessa dagana. Það má
menga á Indónesíu en ekki Íslandi. Það má leita og finna olíu við Ísland en
ekki að hreinsa hana þar og vinna. HRÆSNIN ER ALGJÖR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.10.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mengun af völdum álvers í Indónesíu með jarðhitaorku yrði minni en á Íslandi vegna þess að ekki þarf að flytja báxít þaðan alla leið til Íslands og álið til baka og því sparast mengunin sem fylgir þessum flutningum. 

Þar á ofan er mun framleiðslan skila mun meira til hvers íbúa í hinni fátæku Indónesíu heldur en á Íslandi þar sem við erum svo langt komin í hagrænum efnum að líkast til er tap af álverum hér þegar tekið er tillit til arðsemiskrafna í okkar ríka samfélagi að ekki sé talað um þann skaða sem það veldur orðstír okkar og þar með viðskiptavildar ef við stútum náttúru sem er eitt af undrum veraldar.  

Ómar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 16:37

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Alveg rétt Ómar að flutningurinn er einhver þáttur í heildarmyndinni, þótt alþjóðasiglingar og flug séu reyndar enn teknar út fyrir sviga, því miður. En telur þú einhverjar líkur á því að indónesísk stjórnvöld geri eins miklar kröfur til losunar annarra gróðurhúsalofttegunda sem frá álverum koma eins og við gerum? Auðvitað er gott að fólk hafi það betra í Indónesíu, en að vera í krossferð móti þróun iðnaðar á Íslandi, verandi í útbreiðslu sömu stefnu erlendis er þvílík hræsni að það tekur ekki nokkru tali.

Ég nenni ekki að skrifa um þá miklu mengun sem starfar af ferðamönnum aðallega vegna losunar gróðurhúsalofttegunda í fluginu, lágum launum í þeim bransa, átroðningi á náttúruna og fjölda gjaldþrota í greininni. Geri það seinna.

Gestur Guðjónsson, 23.10.2007 kl. 16:52

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta var rétt hjá þér Gestur með álverin hans Össurar, ég hafði hlaupið yfir það...afsakaðu.

Ég tek það fram að ég hef ekki þekkingu á lögum Indónesa um umhverfismat og þeim kröfum sem þeir gera gagnvart mengun.  Hins vegar tel ég að hugmyndin um strangt umhverfismat, miklar kröfur gagnvart mengun og þess háttar sé klárlega eitt af því sem við eigum að fara með í farteskinu til Indónesíu og víðar.  Við eigum að sýna þeim hvernig hægt er að gera þetta með minnstu mögulegum áhrifum á náttúruna.  Við eigum einnig að ganga á undan og sýna gott fordæmi hvað það snertir hér heima.   Við eigum að vera leiðandi á þessu sviði umhverfiskrafna í heiminum.  Það er meðal annars þess vegna sem þeir vilja vinna með okkur en ekki t.d. Bandaríkjamönnum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.10.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband