Er skipulagsferlið ekki að virka?

Mér finnast þessi hús sem til stendur að rífa á Laugaveginum bænum til lítils sóma og syrgi ekki að þau fari. En það er ekki þar með sagt að það sé sama hvað komi í staðinn. Það verður að styðja það sem í kringum þau eru, sérstaklega Laugaveg 2 sem er fallegt hús sem á sem betur fer að hlífa.

hotelreykjavik_centrumMér finnst nærtækast að benda á Aðalstrætið sem götu sem vel hefur tekist til með á seinni árum. Hótel Reykjavík Centrum er einstaklega vel heppnuð bygging, jafn vel heppnuð og húsið á móti er illa heppnað.reykjavik_adalstaeti512 Ef það yrði rifið og eitthvað smekklegra byggt í staðin, myndi ég klappa.

Að húsafriðunarnefnd skuli nú vilja friða húsin á Laugarveginum á þeim forsendum að húsin sem koma eigi í staðin samræmist ekki götumyndinni bera því vott að einhver hefur sofið hressilega á verðinum í skipulagsferlinu.

Þeir sem ætla sér að byggja á reitnum hafa farið að öllu því sem fyrir þá hefur verið lagt, hafa öll leyfi og fylgt öllum lögum og reglum. Það er því ekki upp á það að klaga og virðast þeir hafa allan rétt sín megin. Sú forskrift sem þeim hefur verið gert að fylgja við hönnun húsanna hefur greinilega ekki verið nógu góð, fyrst húsafriðunarnefnd telur ástæðu til að friða þessa hjalla vegna þess. Húsafriðunarnefnd hefur þannig hiklaust sofið á verðinum, því hún hefur að því að fram hefur komið fengið að veita umsögn um málið á öllum stigum þess, sem og nágrannar og borgin og í rauninni allir þeir sem eru að mótmæla núna, þegar ferlið er í rauninni til enda runnið.

Skipulags- og byggingarlögin gera nefnilega ráð fyrir miklu samráðsferli sem hefur meðal annars þann tilgang að koma í veg fyrir að svona aðstæður komi upp og verður í því ljósi að skoða hvort gera þurfi breytingar á lögum og reglugerðum og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í framhaldinu, því þeir sem vilja framkvæma í borginni verða að geta treyst því ferli.

(Myndunum er stolið af vefnum nat.is)


mbl.is Að draga tönn úr fallegu brosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frikkinn

Miðað við teikingar af húsunum sem koma eiga í staðinn, mættu þessir gömlu hjallar hverfa af yfirborðinu. Nýju húsin eru smekkleg og falla vel að götumyndinni.

Frikkinn, 13.1.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Torfusamtökin

Sæll.

Það er rétt að þarna svaf einhver á verðinum ég verð hins vegar að taka upp hanskann fyrir húsafriðunarnefnd varðandi eitt atriði sem þú nefnir.

"því hún hefur að því að fram hefur komið fengið að veita umsögn um málið á öllum stigum þess"

Húsafriðunarnefnd óskaði eftir því að fá að veita umsögn um málið á öllum stigum, því var ekki hafnað formlega en síðan var allt í einu búið að samþykja byggingarnefndarteikningar án þess að húsafriðunarnefnd hefði nokkurn tímann fengið að vera með í ráðum.

Það er undarlegt að sumir aðilar sem ættu að vita betur (ég er ekki að tala um þig) haldi því stöðugt fram að húsafriðunarnefnd hafi verið með í ráðum þegar staðreyndin er sú að húsafriðunarnefnd hefur aldrei veitt endanlega heimild til niðurrifs á umdeildri lóð.

Sami aðilinn og hefur verið hvað duglegastur að halda þessu fram hefur líka verið staðinn að verki við að vitna í fundi Húsafriðunarnefndar sem aldrei voru haldnir.

Ég er sammála að þetta mál er komið í óefni en það skrifast að mínu mati á skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Annað atriði sem þú nefnir er hversu vel tókst með uppbyggingu á Aðalstræti norðanverðu. Ég er ekki í nokkrum vafa að það er að stórum hluta því að þakka að 2 hús í þessari götumynd eru friðuð og uppbyggingin tók mið af því. Þarna var unnið með þá götumynd sem fyrir var.

Því er ekki að flagga varðandi Laugaveg 4 og 6. Ef uppbyggingin á þeirri lóð hefði verið eitthvað í líkingu við Hotel Centrum er mjög ólíklegt að Húsarfriðunarnefnd hefði gripið til þess ráðs að friða húsin á síðustu stundu.

Torfusamtökin , 13.1.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta eru áhugaverðar upplýsingar sem Torfusamtökin koma fram með hér. Í rauninni stórfurðulegt og ber að spyrja stjórnsýsluna hverju sæti, ef rétt er.

"Ef uppbyggingin á þeirri lóð hefði verið eitthvað í líkingu við Hotel Centrum er mjög ólíklegt að Húsarfriðunarnefnd hefði gripið til þess ráðs að friða húsin á síðustu stundu."

Þetta er einmitt mergurinn málsins.

Gestur Guðjónsson, 13.1.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Torfusamtökin

Máli mínu til stuðning vil ég vitna beint í bréf Húsafriðunarnefndar frá 18. maí 2006 sem er eftir því sem ég best veit það síðasta sem kom frá Húsafriðunarnefnd varðandi þetta mál.

"Ytra borð Laugavegar 2 er friðað og því verður að sýna ýtrustu nærgætni við hönnun nýbygginga, ekki síst þeirra sem næst kæmu húsinu.

Til þess að veita endanlegt svar við erindinu telur Húsafriðunarnefnd nauðsynlegt að lagðar verði fram teikningar af fyrirhuguðum byggingum."

Þessar teikningar sem húsafriðunarnefnd óskaði eftir voru aldrei lagðar fram þrátt fyrir að ítrekað væri óskað eftir þeim. Rúmlega ári seinna voru síðan byggingarnefndarteikningar samþykktar af skipulagsráði og stimplaðar af byggingarfulltrúa.

Það er víst best að ég skrifi undir með mínu réttu nafni. Ég er ábyrgðamaður fyrir bloggsíðu Torfusamtakanna.

Kveðja

Þórður Magnússon

Torfusamtökin , 13.1.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hótel Reykjavík Centrum er mjög vel lukkað. Ég er sammála því að fyrst og fremst þarf að huga að heildarmyndinn. Og stöðva fjandans veggjakrotið sem gerir borgina svo ljóta.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband