Ungliðahreyfingarnar verða sér til skammar

Þótt ég sé ekki fylgismaður nýja meirihlutans, síður en svo, þá urðu þeir einstaklingar sem ekki virtu fundarfrið á áhorfendabekkjum ráðhússins í dag sér til háborinnar skammar.

Lýðræðið byggir á að fylgt sé ákveðnum leikreglum við beitingu þess valds sem kjósendur fela fulltrúum sínum í kosningum. Þeim reglum verður að fylgja og ættu ungliðahreyfingarnar að vita betur og sérstaklega ættu þær að þekkja fundarsköp, almenna kurteisi og mannasiði.

Það má alveg fullyrða að slit Ólafs F Magnússonar á meirihluta nr 2 til að fá borgarstjórastólinn sem gulrót sé ódrengilegur og jafnvel skrumskæling á þessu sama lýðræði, sem vekja eðlilega upp reiðviðbrögð og séu tilefni til mótmæla. Sérstaklega í ljósi þess að nú tafsar hann í Kastljósinu og getur ekki svarað í hverju meintur málefnaágreiningur hefði falist, en það réttlætir ekki þessi læti í dag. Eðlilegt var að fjölmenna á pallana og láta tilfinningarnar í ljós á kurteisislegan hátt en ekki þetta.

Skamm...


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þessu er ég sammála. Það græðir enginn á því að úthrópa fólk og sýna vanvirðingu. Það eina sem fólk gerir er að leggjast á lægra plan en þeir sem mótmæla á, ef ekki lægra...

Kristbjörg Þórisdóttir, 24.1.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: maddaman

Vil koma því á framfæri að SUFarar hegðuðu sér vel á fundinum! Við tókum þátt í mótmælunum en tókum ekki þátt í frammíköllum og öskrum. Hins vegar var mjög athyglisvert að vera á pöllunum í borgarstjórn í dag. Fólki er greinilega mjög misboðið gagnvart framferði sjálfstæðismanna og svikum Ólafs F. Magnússonar. Gleymum ekki hvernig sexmenningarnir úthrópuðu Björn Inga eftir fyrri meirihlutaslitin... og af hverju gildir ekki það sama með Ólaf F? Og... nú eru ekki eðlilega ástæður sem liggja að baki!

maddaman, 24.1.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hefi sterkan grun um að þér séuð smáborgaraleg pempía, Gestur minn sæll. Mótmæli sem eiga að fara fram eins og sunnudagsheimsókn til afa og ömmu eru ekki mótmæli heldur blóðlaus og náttúrulaus aflægisháttur. Þá er nú betur heima setið en af stað farið, ef fólk á að mótmæla með slíkum hengilmænuhætti.

Jóhannes Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ekki líkar mér vel að liggja undir þessum grun Jóhannes, vonandi næ ég að afsanna hann fyrir þér við tækifæri. En svona athæfi gerir það að verkum að manni er illa við að mótmæla "almennilega" til að vera ekki spyrtur við þessa hegðun.

Gestur Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er sammála þér Gestur. Gott að heyra frá maddömunni að SUF fólk hafi ekki truflað fundarfrið. Lýðræðið verður að virða og þeir sem sitja þarna á pöllum eru gestir og þeim ber að virða reglur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.1.2008 kl. 02:07

6 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þið talið eins og þegnar landsins eigi að haga sér eins og í sunnudagsskóla þegar þeim er misboðið. Hvernig viljið þið að mótmæli fari fram og hvaða árangurs væntið þið af slíkum mótmælum?

Steinn Hafliðason, 25.1.2008 kl. 08:45

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég tel að t.d. baul eftir hverja ræðu þeirra sem verið var að mótmæla vel innan allra marka og fagnaðarlæti við málflutning þeirra sem voru að fara frá. Það hefði alveg náð sama árangri og hefði getað varað allan fundinn.

Gestur Guðjónsson, 25.1.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband