Spurning um tímasetningu

Framsókn er búið að skilgreina samningsmarkmið, einn flokka, og greinilegt að flokkarnir virðast ekki ráða við að taka afstöðu í spurningunni um ESB. Þess vegna er afar gott að þjóðin svari því hvort málið sé á dagskrá.

Að fengnu svari við því hvort fara eigi í aðildarviðræður, þarf þá ekki að karpa um það. Í bili amk. Verkefni stjórnmálamannana er svo að leysa sem best úr því verkefni.

Reyndar tel ég að ekki eigi að spyrja þjóðina þessarar spurningar fyrr en efnahagsmálin eru komin í jafnvægi, en það verður ekki fyrr en að nokkrum misserum liðnum. Við erum ekki í neinni samningsaðstöðu fyrr.


mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Unga fólkið er framtíð Framsóknarflokksins eins og annara flokka.Ég held að unga fólkið hafi rétt fyrir sér.Það á aðsjálfsögðu að kjósa um það hvort íslendingar óski eftir aðildarumræðum.Og það sem fyrst.Það mun ganga hraðar að koma efnahagsmálunum í jafnvægi ef við setjum okkur það markmið að ganga í Evrópusambandið þegar því markmiði er náð.Það er of seint að fara að huga að Evrópusambandsaðild þegar jafvægi er komið á, því þá getur verið stutt í næstu kollsteypu, það sýnir reynslan.Unga fólkið lifir í nútímanum og er ekki truflað af þjóðrembingi og fjósalykt.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

rosalega finnst mér "Framsókn er búið að skilgreina samningsmarkmið, einn flokka" vera skrýtin setning.. ég fylgist ágætlega með evrópuumræðunni og man ekki eftir að hafa séð þessi samningsmarkmið. Hinsvegar á ég ágæta bók frá held ég 2002 frá Samfylkingunni þar sem er verið að skilgreina samningsmarkmið. Gætir þú nokkuð bent mér á samningsmarkmiðin sem framsókn er búin að skilgreina?

.

Afhverju finnst þér að það eigi ekki að spyrja fyrr en efnahagsmálin eru í jafnvægi? Eitt stærsta vandamálið er krónan, og austur evrópa var með tveggjastafa verðbolgu og stýrivaxtatölur þegar þeir hófu umsóknarferlið sitt.. afhverju má ekki vinna þessi mál samhliða?

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.3.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Krónan er ekki orsök efnahagsástandsins. Það er barnaskapur að halda því fram. Innkoma bankanna á íbúðalánamarkaðinn, framkvæmdirnar fyrir austan og aðrar þensluhvetjandi atburðir eru ekki atriði sem krónan er orsök að. Háir stýrivextir eru verkfæri Seðlabankans til að slá á þensluna. Ef vextirnir hefðu ekki verið hækkaðir, eins og tilfellið hefði verið, værum við með Evru, hefði verðbólgan þegar verið orðin mikil, með tilheyrandi eignaminnkun og tekjuskerðingu almennings.

Ef við færum í samningaviðræður um inngöngu við ESB, þurfum við að vera í sem bestri samningsaðstöðu, ekki með allt í veseni eins og staðan er núna.

Evropuskýrslu Framsóknar, þar sem samningsmarkmiðin eru skilgreind má nálgast hér.

Gestur Guðjónsson, 22.3.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Rétt að krónan er ekki orsökin, en hún er tæki sem leyfir okkur að fara mjög óvarlega í efnahagsmálum. T.d. hefðu Kárahnjúkar ekki verið byggðir ef við hefðum verið með evru, því það hefði ekki verið hægt að velta kostnaðinum yfir á almenning með verðbólgu og verðtryggingu eins og gert hefur verið.

.

Evrópusambandið er bandalag um að vænka hag allra aðildarþjóða sinna, þannig að ég óttast ekkert að fara í samningaviðræður með vont efnahagsástand. Við erum mestmegnis að fara semja um sjávarútveg, og því er þess vegna bara kostur hvað það er greinilegt að sú mæta útflutningsgrein skiptir miklu máli þegar við erum að semja.

.

Þetta er ágæt skýrsla um samningsmarmið hjá Framsókn, takk fyrir hana.

.

Kv,

Jónas Tryggvi

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 23.3.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband