Tilgangslaus vitleysisgangur

Lögreglan hefði átt að vera búin að láta til skarar skríða fyrr.

Þessir mótmælendur stöðva löglega starfsemi, loka leiðum sem sjúkrabílar og slökkvilið gætu þurft að nota. Þetta varðar almannaheill.

Að ráðast gegn lögreglu má alls ekki líða. Það verður að taka hart á því. Hvað yrði næst ef það yrði látið líðast?

Það er líka tóm vitleysa að olíuverðið sé að setja þá á hausinn. Þeir geta einfaldlega hækkað hjá sér taxtana og reynt að endursemja ef þeir eru fastir í lágum verðtilboðum, í þeim tilfellum þar sem ekki er tekið tillit til olíuverðs. Það eru allir í bransanum að verða fyrir sömu hækkunum.

Það sem menn eru í raun að mótmæla er aukinn hagvöxtur í Kína og réttmæt þátttaka þeirra í uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins. Yfirvöld þurfa að íhuga að gera samkeppnisstöðu díselbíla betri en bensínbíla, umhverfisins vegna, en það er ekki neitt sem þessir mótmælendur hafa tjáð sig neitt um.


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ofbeldi gegn valdstjórninni má ekki líða. Punktur. Ef menn vilja frumskógarlögmál, eiga þeir að flytja eitthvert annað. 

Hvíldartímaákvæðin, sem er öryggis- og vinnuverndarmál, er búið að svara. Það liggur fyrir umsókn um undanþágu.

Eldsneytisverði á heimsmarkaði geta íslensk stjórnvöld ekki stjórnað.

Varðandi eldsneytisverðið er það spurning um hvernig við ætlum að fjármagna vegakerfið hjá okkur. Um það hefur verið nokkuð góð sátt: Notendurnir eiga að greiða fyrir það. Aukningin í skattheimtu er fólgin í því að virðisaukaskattur bættist við veggjaldið. Um það má ræða, en hvaða rök eru fyrir því að sleppa þessum lið umfram svo marga aðra? Atvinnubílstjórar geta líka dregið vaskinn frá í sínum rekstri svo það á ekki við í þeirra málflutningi. Það má vera að þeir sem voru "duglegir" með frostspreyin við að svíkja undan þungaskattkerfinu finni fyrir því að þurfa nú að greiða fyrir notkun sína á vegakerfinu.

Ef gjaldið er ekki tekið þessa leið, þarf fjármögnunin að fara í gegnum almenna skattheimtu, þannig að gjaldtakan yrði óháð notkun. Það væri ósanngjarnt.

Mér finnst Geir Haarde hafa svarað þessu afar skýrt. Þessu verður ekki breytt og áframhaldandi vitleysingsgangur minnkar bara líkur á því að hlustað verði á þá yfir höfuð. Ég veit ekki hversu skýr skilaboðin eiga að vera til að menn skilji það.

Gestur Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 22:22

2 identicon

Heill og sæll; Gestur, og aðrir skrifarar !

Benóný Jónsson; er augsýnilega, meiri mannvinur en þú, Gestur minn. Hann dregur saman, í stuttu máli, um hvað þessi mál snúast.

Ekki að undra; fylgisleysi ykkar Framsóknarmann, þá á daginn kemur, að þið eruð á móti nauðvarnarrétti alþýðu fólks.

Það er skömm; að þínum skrifum, Gestur minn.

Með beztu kveðjum, samt / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Hvað er offar og hvað er ofbeldi ?

Ég er ansi hrædd um að nokkuð ofmat á aðgerðum hafi verið fyrir hendi í aðgerðum lögreglu í dag, því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2008 kl. 00:51

4 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Mjög góðir punktar hjá Gesti Guðjónssyni.  Ég tek heils hugar undir hans málflutning.

 Ég get þó einnig sagt að ég hafi samúð með mönnum í vörubílaútgerð vegna þess rekstarumhverfis sem þeir eru í.

 En mér finnst þessi ákveðni hópur vörubílstjóra sem hér um ræðir hafa gengið allt of langt í svokölluðum mótmælum sínum.  Að þeir skuli stöðva bíla sína og teppa umferð, tala ekki um á mikilvægum umferðaræðum, er algerlega ólíðandi!  Það að þeir skuli ekki fara eftir fyrirmælum lögreglu er enn alvarlegra.  Og að hafa í hótunum við lögregluna er gjörsamlega út úr kortinu, slíkt býður bara upp á upplausn.

Greinilegt er að einstaklingarnir í þessum ákveðna hópi vörubílstjóra hafa enga stjórn á annað hvort sjálfum sér eða "mótmælunum" sem slíkum.

Þeir verða að fara hugsa sinn gang.  Skynja þeir ekki hvað þeir gera?  Þeir hvetja til múgæsingar og röskunar á allsherjarreglunni.  Aðgerðir þeirra eru því GRAFALVARLEGAR.  Skilur fólk ekki alvöruna í þessu?

Þeir verða einnig að koma skipulagi á kröfugerð sína en um leið að átta sig á hvað stjórnvöld geta raunverulega gert, og ekki gert.

Það var rétt skref hjá þeim að stofna félag til að ræða kjör sín og kröfur.  Þann vettvang þurfa þeir að nota til að koma skipulagi á kröfugerðina og fylgja henni eftir.  Ofbeldi gengur ekki og er ólýðandi.

Ég tekk hatt minn ofan fyrir Geir H. Haarde, og reyndar Birni Bjarnasyni líka, þegar þeir gefa í skyn þá skoðun sína að ekki sé hægt að semja við menn sem koma fram eins og þessi ákveðni hluti vörubílstjóra hefur gert undanfarið.  Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að ekki séu enda allir vörubílstjórar hrifnir af þessum aðgerðum.

Það er furðulegt að fylgjast með fréttum og heyra fólk mótmæla lögreglunni.  Fólk verður að skilja mikilvægi þess að allsherjarregla sé haldin og að fyrirmælum lögreglu sé hlýtt.  Margir Íslendingar virðast afar óagaðir og tilbúnir til skrílsláta.  Það boðar bara alls ekkert gott þegar múgæsingur verður.  Og störf lögreglu eru ekki auðveld.  Eða hvernig væri að fólk setti sig í spor lögreglunnar áður en það mótmælir vinnubrögðum hennar?

 Þótt hugmynd Björns Bjarnasonar um varalið lögreglu kunni að vera góðra gjalda verð sýnist mér ekki vanþörf á að efla lögregluna sjálfa.  Sjálfur kýs ég að regla sé haldin í samfélaginu og styð störf og hlutverk þeirra Íslendinga sem starfa í lögreglunni hundrað prósent.

Eiríkur Sjóberg, 24.4.2008 kl. 08:38

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.Þú ert nú ekki það gamall Gestur að þú munir eftir árinu 1968.Það ár var mikið mótmælaár bæði hér á landi sem annarsstaðar.De Gaulle hröklaðist frá í Frakklandi 1969 og Viðreisnarstjórnin íslenska hrökklaðist frá 1971. Hvorutveggja var afleiðing mótmælaársins 1968.Þitt nef í pólitík mætti ná lengra.Vörubílstjórar eru ekki síst að mótmæla þeim lygum og virðingarleysi sem þessi svokallaða valdsstjórn sem þú talar um sýnir þeim. Þessi svokallaða valdsstjórn lýgur að öldruðum og öryrkjum. Hún lýgur að landsbyggðafólki.Hún lýgur að láglaunafólki.Þegar þegnar einhvers lands verða hræddir við valdsstjórnina þá fyrst er lýðræðinu hætta búin.

Sigurgeir Jónsson, 24.4.2008 kl. 08:49

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Helgi: Þeir hafa fengið áheyrn hjá ráðherrum og fengið að útskýra mál sitt. Þeir hafa fengið svör, bara ekki svörin sem þeir vildu fá. Þeir vilja fá að keyra hvíldarlaust og verða aftur tifandi tímasprengjur sökum þreytu. Þeir vilja fá að keyra á vegunum án þess að greiða fyrir það. Þeir hafa fengið þau svör að því verði ekki breytt.

Það eina sem ég sé að þurfi að svara þeim og hugsanlega að bregðast við er með hvíldarstæði.

Ímugustur: Komdu undan grímunni og þá skal ég svara þér.

Guðrún María: Nú var ég ekki á staðnum, en það er alveg ljóst að lögreglan var í fullum rétti að rýma veginn og andstaða mótmælenda fór úr böndum. Búið var að vara fólk við, en af sjónvarpsmyndunum að dæma það var greinilegur vilji mótmælenda að egna lögregluna til valdbeitingar. Það er nokk sama hvað lögreglan hefði gert, hún hefði alltaf fengið á sig sömu ávirðingar. Nú verður atvikiði rannsakað og þá kemur vonandi niðurstaða í það hvort hún hafi farið rétt að.

Eiríkur. Tek undir með þér.

Sigurgeir: Valdstjórn og ríkisstjórn eru sitt hvað. Það er allt í fína að mótmæla ríkisstjórn og borgarstjórn og hverju því stjórnvaldi sem fólki finnst það eiga eitthvað vantalað við, en það er ekki í lagi að mótmæla og hlýða ekki valdstjórninni, lögreglunni.

Gestur Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hef verið að lesa stjórnskipun Íslands mér til gamans einu sinni en, eftir Ólaf Jóhannesson.Ríkisstjórnin og Forsetinn hafa valdið í þessu landi.Þeirra vald er sú valdsstjórn sem lögreglan er að tala um.Lögreglan er fyrst og fremst að bæla niður mótmæli það kom skýrt fram í orðum Harðar yfirlögregluþjóns í Kastljósinu í gær. Hann sagði þegar fréttakonan spurði hann hvort þeir hleruðu símann hjá bílsstjórum , hvernig henni dytti í hug að síminn væri hleraður hjá mönnum í sambandi við umferðarlagabrot.Þessi orð hans segja allt sem segja þarf.Þessi framkoma valdsstjórnarinnar á miklu meira erindi til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna ,en að ég megi ekki róa til fiskjar á 2000 tonna frystitogara, sem sjómaður, ef ég á hann án þess að kupa mér kvóta.

Sigurgeir Jónsson, 24.4.2008 kl. 11:31

8 Smámynd: Ólafur B. Jónsson

Með lögum skal land byggja

Ólafur B. Jónsson, 24.4.2008 kl. 12:47

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er hlutverk valdstjórnarinnar að koma í veg fyrir svona uppákomu en ekki stofna til þeirra eins og þeir gerðu í gær burt séð frá málstað bílstjóranna. Þetta var skrípaleikur af beggja hálfu og lögregluna setti talvert niður við þessa framkomu. Hef alltaf verið mikill stuðningmaður lögreglunnar og talið að hún hafi yfirleiit framkæmd sí verk með sóma en þetta atvik í gær var til skammar fyrir siðmenntaða þjóð.

Víðir Benediktsson, 24.4.2008 kl. 12:50

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 14:58

11 identicon

Heill og sæll; á ný, Gestur og aðrir skrifarar !

Gestur ! Þetta er nú svona ámóta svar, og að segja, að barátta alþýðu fyrri tíma, og til dagsins í dag, hafi; í bezta falli verið óþörf.

Hvers lags froðusnakk, er þetta Gestur minn ? Nennir þú ekki, að koma með haldbær rök, fyrir þínum málatilbúnaði ?

Veit; að þú getur miklu betur, Gestur minn.

Með beztu kveðjum, samt / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:26

12 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir


Ofbeldi á ekki að líðast og það réttlætir ekkert það ofbeldi sem hefur átt sér stað bæði hvað mótmælendur varðar né lögreglu.

Ég tel að lögreglan hafi getað tekið betur á málinu, þá ekki bara í gær heldur líka síðustu vikur.

Einnig getum við ekki eingöngu kennt vörubílstjórum um, í gær voru þetta að mestu leyti unglingar sem voru að kasta eggjum í lögreglu og það sést og heyrist  í einum af þessum myndböndum sem sýnt var í fjölmiðlum að vörubílstjórinn spyr lögreglu hvort hann megi ekki fara upp í bíllinn sinn og færa hann, lögreglan rekur hann í burtu. Þetta er múgæsingur af verstu gerð sem á eingöngu eftir að versna ef fólk róar sig ekki. Og það sem verst er, er að lögreglan er ekki síður æst, það eru ekki bara mótmælendur. Munurinn þarna er að það er lögreglan sem á að vera fagaðili í þessu máli, en það hefur ekki sést í nógu góðri mynd.

Nú hefur sést í fjölmiðlum hvern einasti fundur sem vörubílstjórar hafa átt við einhvern ráðherrann. Svörin sem þeir spyrja fá þeir ekki svarað, er ríkisstjórnin að gera eitthvað?
Ráðherrar hafa að mestu leyti hundsað þeirrar mótmæli frá því þau byrjuðu... hvernig stendur á því?

Við skulum vona að ofbeldinu sé lokið!

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:16

13 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Óskar Helgi: Mótmæli verkalýðsbaráttunnar hafa verið með allt öðrum hætti í gegnum tíðina. Tilgangur þeirra var líka annar, skilgreindari og hélt vatni. Fyrir auknum réttindum og hærri launum.

Þessir eru að mótmæla því að taka þátt í rekstri og uppbyggingu vegakerfisins, hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði og gengisbreytingum. Vaskinn fá þeir endurgreiddan. Þeim er í lófa lagið að hækka gjaldskrá sína og ef þeir geta það ekki eiga þeir að mótmæla við þá sem neita að borga hærra. Tímabundin breyting á gjaldtöku til að eiga við verðbólgu, í tengslum við eitthvað sameiginlegt átak væri réttlætanlegt, og átak til að jafna stöðu gasolíu gagnvart bensíni, en ekki af þeim ástæðum sem þessir herramenn tiltaka og í raun hafa aðgerðir þeirra minnkað líkurnar á því að í slíkt verði farið.

Svo kannast þeir ekki hver við annan, en vita samt sem áður hverjir eru nýbúnir í hnjáaðgerðum og hverjir ekki!!!

Mér finnst rétt að benda á uppskrift Péturs Tyrfingssonar að "réttum" aðferðum við mótmæli.

Fanný: Mótmælendur eiga að fara að tilmælum lögreglu. Hvernig sæir þú fyrir þér að lögreglan ætti að bregðast við?

Láta þá halda áfram þangað til að einhver deyr í sjúkrabíl sem þeir hindra, eða einhver brennur inni vegna þess að slökkviliðið kemst ekki sinnar leiðar?

Þeir fá engin skýr svör segja þeir. Það er ekki rétt. Þeir fá bara ekki þau svör sem þeir vilja.

Gestur Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 21:06

14 identicon

Heill og sæll; enn, Gestur og aðrir skrifarar !

Gestur ! Ekki fullnægjandi frásaga enn, af þinni hálfu. Þú nefnir ekki 48% gjaldtökuna, sem lækka mætti, umtalsvert, m.a.

Ég er ekki einungis, að vísa til hagsmuna bifreiðastjóranna, vil einnig nefna : fiskiskipaflotann - bændur - flugflota, sem og þig og mig sjálfa, Gestur minn.

Í öllum bænum, taktu ekki hræsni og falsi Geirs H. Haarde, og liðléttinga hans, sem einhverjum STÓRA SANNLEIK, í þessum efnum. Þú ert skynugri, en svo Gestur minn.

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:47

15 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Óskar Helgi: Veit ekki alveg hvaðan þessi 48% gjaldtaka kemur. Býst við að þú sért að vísa til virðisaukaskattsins, sem við pöbullinn þurfum að borga og olíu- og bensíngjaldsins.

Virðisaukaskatturinn er jú hægt að fá endurgreiddan, ef þú ert í rekstri, þannig að það er ekki til umræðu hér. Ef við pöbullinn ættum að fá lækkun á virðisaukaskatti af eldsneyti, þá þætti mér eðlilegra að það yrði heilt yfir í staðin, t.d. 20% í stað 24,5%. Sé ekki rök fyrir því að hafa lægri virðisauka á eldsneyti. Það væri til að auka eldsneytisnotkun og þar með mengun.

Hvað olíu- og bensíngjaldið varðar, rennur það til Vegagerðarinnar sem sér um viðhald, þjónustu og uppbyggingu vegakerfisins. Þannig erum við í olíu- og bensíngjaldinu að borga fyrir þá þjónustu, vegakerfið, sem Vegagerðin sér okkur fyrir. Hélt að menn vildu nú heldur hraðari uppbyggingu og betri þjónustu en hitt, svo kröfur um lækkun á því til langframa geta ekki hangið saman. Annaðhvort vilja menn minni þjónustu og lélegri vegi eða lægri gjöld. Nema menn vilji fara út í þá vitleysu að taka það úr sameiginlegum sjóðum og þá væru upphæðirnar algerlega undir duttlungum stjórnmálamannana komið. Það lýst mér ekki á.

Gestur Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 09:13

16 identicon

Heill og sæll; sem fyrr, Gestur !

Jah; nokkuð vill teygjast, úr þessu, um stund, Gestur minn. Burt séð, frá vsk., þá hefir ríkið mun meira svigrúm, en látið er, í veðri vaka.

Manstu; stökkið í eldsneytisverðinu, 1994/5, Gestur minn. Var; á Chvrolet Malibu ´79, hver var að fara á knastás, eyðslan um 30 ltr. pr. hundraðið, skipti reyndar ydir í Ford Sierru, sama vetur, en,............ misminni mig ekki, Gestur, rauk olíu- og benzín verð upp, á örfáum vikum, ekki einasta heimsmarkaðsverðið, eitt og sér.

Hygg; að þú skiljir mig, nokkuð til hlítar, úr þessu.

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband