Þetta væri skárra ef samkeppni á matvælamarkaði væri raunveruleg

Sú ógn sem bændur telja að stafi af þessum breytingum, sýnir enn og aftur afleiðingar þess að samkeppnisyfirvöld hafa ekki staðið vaktina nægjanlega á matvörumarkaði og leyft tvíhöfðaástandi að þróast. Stærstu mistökin voru líklegast að heimila Baugi að kaupa 10-11, sem var sjálfstætt fyrirtæki sem var í bullandi vexti.

Svo má heldur ekki gleyma því að sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ýtt undir þessa þróun með því að halda samvinnufyrirtækjum frá stærsta markaði landsins með því að úthluta þeim ekki lóðum til verslunarreksturs.

Þótt fákeppni sé líka reyndin á hinum Norðurlöndunum er einn stóur aðilana á þeim markaði samvinnufyrirtæki, sem horfir ekki blint á hagnað, og því er matvörumarkaðurinn þar í eðlilegri farvegi.

Ef samkeppnin væri eðlileg, þyrftu bændur ekki að hafa eins miklar áhyggjur af þessum breytingum en ella. Nóg er nú samt.


mbl.is Bændur uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Gestur.  Það er nú ekki aðeins hægt að líta á leyfi til kaupanna á 10-11 sem mistök, heldur sennilega önnur kaup verri í þessu tilliti. Sjá merkilegan pistil Gylfa um það mál :

Gylfi Gylfason11.3.2008 | 03:36

Jóhannes í Bónus er glæpamaður

Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund.  Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.

Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup.  Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.

Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs.  Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin.  Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.

Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur.  Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin.  Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa.  Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup.  Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.

Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.

Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni.  Jóhannes í Bónus er  viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun.  Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands.  Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.

Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.

Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.

Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi.  Hinir þora ekki í Baug virðist vera.

Gylfi Gylfason

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.5.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Predikari: takk fyrir þetta. Ég tók þetta sem dæmi, auðvitað er þetta því miður bara eitt þeirra.

Gestur Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Halla Rut

100% sammála þér Gestur. Þetta er það sem ég hef verið að segja svo lengi. Hér ríkir engin samkeppni.

Við erum með handónýtt og fjársvelt samkeppnisráð  sem veitir metnaðarfullum og hæfileikaríkum kaupmönnum fullt svigrúm til að stjórna markaðinum og stjórna öllu verðlagi á erlendri og innlendri matvöru án teljandi samkeppni.

Þegar Krónan kom hér á markað lögðu turnarnir tveir á ráðin saman og komu henni í burtu með gjafamatvöru og lækkuðu verðið hjá sér úr öllu valdi. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum er bannað að fremja slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir  samkeppni.  Nú fyrst tveimur árum síðar fer samkeppnisráð af stað til að ath hvort brotin hafa verið lög. Þetta er auðvitað of seint og miklu betra fyrir Bónusfeðga að greiða sekt heldur en að hafa samkeppni. Krónan var svo seld til vina þeirra í Húsasmiðjunni og er nú þegjandi samkomulag að Krónan selur allt á einni krónu meira en Bónus. Sem sagt; Bónus ræður verðinu.

Framleiðslufyrirtæki sem ég þekki til sagði mér að þeir fengju upplýsingar frá Bónus um það hvað varan eigi að kosta í hverri verslunarkeðju (þeir sérmerkja verð á vöruna). Allt fyrirfram ákveðið af Bónus.  Starfsfólk þaðan hefur hringt í samkeppnisráð vegna þessa en ekkert er gert. Framleiðslan er algjörlega í höndum Bónus á ráða þeir hvort þeir rétt skrimta eða líði undir lok.

Þetta styður núverandi ríkisstjórn með aðgerðaleysi sínu og þetta er það sem fólkið í landinu kýs yfir sig. 

Halla Rut , 11.5.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gylfi Gylfason segir m.a:

"Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2."

Það er löngu þekkt staðreynd að Baugur greiðir milljónir króna til Neytendasamtakanna. Það má segja að þau séu komin á fjárlög fjármálaveldisins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Landbúnaðurinn verður algerlega undir Bónus siðferði ef þetta frumvarp sem fjallað er um fréttinni verður að veruleika.

Því miður er það siðferði ekki gott eins og margoft sýnt sig 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband