Ráðherravæðingin staðfest - næstu skref

Í ljósi þess að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gefið hver öðrum heimild til að fara með vald sitt eins og þeim sýnist, kannski með þeim takmörkunum að viðkomandi athöfn sé ekki beinlínis bönnuð í stjórnarsáttmálanum, hlýtur maður í framhaldinu að þurfa að fara yfir hvers megi vænta af ráðherrunum. Ekki mun stefnumótun Alþingis tefja fyrir, enda búið að afnema þingræðið að mati ráðherrana og við hefur tekið einveldi ráðherra:

Forsætisráðherra mun líklegast sofa áfram. Það er ekkert í stjórnarsáttmálanum sem bannar það orðrétt, þótt reyndar séu nokkur verkefni sett á hans könnu, eins og t.d. stjórnarskrárbreytingar.

Utanríkisráðherra mun undirbúa aðildarumsókn að ESB, sem verður tilbúin til innsendingar eftir næstu kosningar.

Fjármálaráðherra mun leggja fram rammafjárlög með einni tölu í útgjöldum, sem svo verður nánar útfærð eftir geðþótta ráðherra með vísun í hinar ýmsu heimildir og baksamninga.

Dómsmálaráðherra mun koma sér upp íslenskum her og halda áfram að ráða vini sína sem dómara.

Heilbrigðisráðherra mun henda öllum rekstri heilbrigðiskerfisins, sem einhver gróðavon er í, í einkarekstur á grundvelli þessa umboðs:

VII. kafli. Samningar um heilbrigðisþjónustu.
28. gr. Samningsumboð ráðherra.
 Ráðherra fer með umboð ríkisins til samningsgerðar um veitingu heilbrigðisþjónustu og greiðsluþátttöku ríkisins vegna hennar. Ráðherra skipar nefnd sem annast samningsgerð um heilbrigðisþjónustu fyrir hans hönd samkvæmt nánari ákvörðun hans.

Þetta mun verða kallað kostnaðarskerping. Hún er ekki bönnuð í stjórnarsáttmálanum og er algerlega í samræmi við einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum sem samþykkt var á síðasta landsfundi.

Samgönguráðherra mun láta gylla Héðinsfjarðargöngin, slá Sundabrautina af og Vaðlaheiðargöngin verða gerð gjaldfrjáls. Verst að ástandið í efnahagsmálum gerir það að verkum að verktakar geta ekki fjármagnað sig til að koma neinu í framkvæmd. Spurning hvort hann stofni framkvæmdabanka Vegagerðarinnar í formi fyrirframgreiðslna...

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra mun senda autt blað til mannréttindanefndar SÞ sem viðbrögð við úrskurðinum um kvótakerfið.

Menntamálaráðherra mun bjóða út rekstur allra framhaldsskóla landsins. Það er ekkert sem bannar það.

Umhverfisráðherra mun ekki veita nein framkvæmdaleyfi á neitt sem hefur ál í nafninu. Leiðinlegt að það skuli koma niður á hjálparstofnunum og þeim sem reka fjallaskála.

Iðnaðarráðherra mun leggja til að ál verði hér eftir eingöngu nefnt undir samheitinu léttmelmi og kemst þar með framhjá umhverfisráðherra í sínum störfum. Farið verði að tala um léttmelmisframleiðsluna í Fjarðabyggð í stað álversins í Reyðarfirði. Að öðru leiti mun bloggsíða hans verða enn fróðlegri aflestrar en hingað til.

Viðskiptaráðherra mun gefa út reglugerð um afnám vörugjalda og tolla og niðurfellingu stimpilgjalda, en komast að því sér til hrellingar að það er bara ekkert á hans borði.

Velferðarráðherra mun halda áfram að vinna sín góðu verk og hlustar ekkert á kröfur um eyðileggingu Íbúðalánasjóðs. Það er líklegast það eina jákvæða við þessa breytingu.


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Svo ég segi þér frá því þá er ráðherravald mjög sterkt og hefur alla tíð verið mjög mikið.  Yfir sínum málaflokk eða flokkum. Viðskiptaráðherra er held ég ekki með gjöld og tolla á sínum vegum. Fjármálaráðherra er með það. Viðskiptaráðherra er eiginlega bara tilbúningur til þess að mynda ríkisstjórn.

Fannar frá Rifi, 20.5.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hefur þú engar áhyggjur af útflutningi Íslenskra hrossa eða framtíðina hjá hestaleigum landsins, við borðum jú hrossaket, og það gæti spurst út

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.5.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þorsteinn: Það er með ólíkindum hvað sú grein hefur spjarað sig, séð í þessu ljósi...

Gestur Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Snilld, fyrir utan að þú gleymdir rúsínunni í pylsuendanum, yfirforsætisráðherranum Davíð, þeim hinum smurða, undursamlega, eilíf er viska hans og ljóminn frá hans blessaða höfði - allt frá því hann lá á bæn með vini sínum Bússaranum og hrísgrjóninu og fékk rödd úr himnaríki í hausinn úr tæknibúnaði frá Pentagon.

Baldur Fjölnisson, 20.5.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband