Nóatún svínar á reyktum svínasíðum

Keypti þetta beikonbréf um daginn í Nóatúni Nóatúni. Rak augun í verðið þegar ég var búinn að opna bréfið og sá þá að miðinn var upp á tæpt kíló. Setti bréfið á vogina, tók mynd af því og sendi Nóatúni á uppgefið netfang á heimasíðu þeirra. Vigtin mín segir 269 gr, en bréfið segir 950 gr.

DSC_00131

Í sjálfu sér er allt í lagi að gerð séu mistök við vigtun, ef engin mistök væru nokkurn tíma gerð væri verið að eyða of miklu í gæðaeftirlit. En þegar fyrirtæki svara ekki kvörtunum og gera enga tilraun til að leiðrétta mistök eins og í þessu tilfelli er það ekki ásættanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, þetta er fáránlegt. Þeir gefa þér væntanlega það svar til baka, seint og um síðir, að það hafi þá verið rangt kílóverð hjá þeim líka þannig að þú áttir í raun að borga 1195 kr. fyrir smáræðið.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já alltaf batnar það eða hitt þó heldur.....

Það er eins og gott að vera vakandi yfir hlutunum, það gerir það enginn fyrir mann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Væri ekki réttast að tala við framleiðandann, sem er væntanlega Búrfell í þessu tilfelli.

Róbert Þórhallsson, 17.7.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Reynir Einarsson

Framleiðandinn er ábyrgur, enda kemur varan tilbúin viktuð og formerkt frá framleiðanda.  Athugult starfsfólk á hinsvegar að taka eftir þessu.  Ég mæli af reynslu sem fv. lagerstjóri í Nóatúni

Reynir Einarsson, 17.7.2008 kl. 11:41

5 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Aftur á móti er það mjög lélegt ef svona stórt fyrirtæki svarar ekki athugasemdum viðskiptavina. Er langt síðan að póstur var sendur?

Róbert Þórhallsson, 17.7.2008 kl. 11:45

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég tók ekki eftir þessu fyrr en ég var búinn að opna bréfið og er vigtin rétt. Þótt söluaðilinn, í þessu tilfelli Nóatún, fái framleiðanda eða pökkunaraðila til að verðmerkja fyrir sig breytir það engu fyrir mig. Ábyrgðin er söluaðilans.

Annars er það eins og gengur með svona lagað, það getur alveg verið að það hafi verið tvö önnur bréf á voginni þegar þetta var merkt. Slíkt getur örugglega komið fyrir og er vel skiljanlegt, en þegar menn svara ekki kvörtunum er eitthvað að.

Gestur Guðjónsson, 17.7.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: Gísli Tryggvason

Leiðakerif neytenda (www.neytandi.is) á að virka til þess að kvarta í slíkum tilvikum - við fyrirtæki í fyrstu tilraun en úrskurðaraðila ef það virkar ekki. Betra væri þó ef Samtök verslunar og þjónustu hefðu fallist á að halda uppi netfangalista fyrir slík erindi en þú hefur greitt úr því með því að finna viðeigandi netfang.

Gísli Tryggvason, 17.7.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband