Er ríkisstjórnin óstarfhæf eða eru atvinnumál á Norðurlandi ekki mikilvæg?

Bakkaúrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur kom forsætisráðherra á óvart. Það getur þýtt tvennt; að ríkisstjórnin sé óstarfhæf og geti ekki rætt mikilvæg málefni eða að Þórunn meti atvinnumál á Húsavík ekki mikilvæg, því í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur:

2. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.

Ekki trúi ég því að ráðherra brjóti stjórnarskrá, enda liggur fyrir drengskaparheit þar að lútandi.


mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Sjálfstæðisflokkurinn minnkar í réttu samhengi við það að bakka upp þessa sýndarmennskustjórnvaldsaðgerð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Á Íslandi búa tvær þjóðir, önnur þjóðin vill vinnu fyrir sína þjóðin og sitt fólk, hin þjóðin sem hangir að mestu á ríki og bæ og er í öruggum höndum með áskrift á sínum launum, sú þjóð vill ekki að hin þjóðin fái vinnu eða hafi vinnu eða eigi tilverurétt til mannréttinda. Það er glæpur.

Rauða Ljónið, 2.8.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gestur

Þetta er nú dálítið langsótt og lítt rökstutt. Þú hefur sennilega verið þreyttur í gærkvöldi og sent þetta inn. Verst þegar svona fullyrðingum er skellt fram þá finnst sumu fólki það vera voðalega klárt. Mesti misskilningur. Hvernig var ákvörðunartakan í síðustu ríkisstjórn? Var ekki gríðarlegt samráð þegar Davíð og Halldór samþykktu að vera á listanum fræga varðandi Írak?

Sigurður Þorsteinsson, 2.8.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband