Ríkisstjórnin rústar samningsaðstöðu Íslendinga í orkumálum

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin virðast engan veginn kunna með gullegg að fara.

Það er eins og úrskurður umhverfisráðherra um sameiginlegt umhverfismat hafi verið tekinn í algeru tómarúmi og er eins óheppilegur og hugsast getur.

Ráðherra bar engin skylda til að fella úrskurðinn á þennan veg, hún er að nýta sér valkvætt heimildarákvæði, þannig að þetta er hrein og klár pólitísk ákvörðun.

Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að meta saman framkvæmdir sem eiga eðlilega saman og eru forsendur hvers annars, enda stóð það til í þessu tilfelli.

  • Til stóð að meta saman álverið sjálft og þá hafnargerð sem því tengdist, annars vegar,
  • hins vegar stóð til að meta áhrif virkjanaframkvæmda og línulagna þeim tengdum hins vegar

Allt í góðri sátt Skipulagsstofnunnar og framkvæmdaaðila.

En með því að úrskurða að meta eigi allar framkvæmdirnar saman er búið að rústa allri samningsaðstöðu orkuseljenda.

Hvað gerist ef samningaviðræður um orkusölu eða annað rennur út í sandinn, eins og gerðist á Reyðarfirði?

Þá þarf að fara með allar virkjanaframkvæmdirnar aftur í umhverfismat!

Í hvaða stöðu setur sú vitneskja orkukaupendur í gagnvart orkuseljendum?

Það hlýtur að þýða lægra verð.

Hvað gerist ef meiri orka finnst en álverið vill kaupa á ásættanlegu verði?

Þá má annaðhvort ekki nýta þá orku eða taka þarf allt inn í nýtt heildstætt umhverfismat, álver og orkuvinnslu auk nýs orkukaupanda!

Sem þýðir að öll aukaorka myndi líklegast verða seld álverinu á tombóluverði, með afslætti sem næmi í það minnsta kostnaði við að fara í nýtt umhverfismat.

Þetta þýðir í raun að Alcoa er komið í þá aðstöðu að þeir eru komnir með algeran einkarétt á orkunýtingu á Norðausturlandi til næstu ára og áratuga og Þórunn Sveinbjarnardóttir er í raun búin að úrskurða að sú orka sem finnst á Norðausturlandi skuli eingöngu nýtt til álframleiðslu.

Er það í samræmi við Fagra Ísland?


mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Úff... Ljótt er ef satt er !!  Vonandi fer þetta ekki svona... Ég held að Geir harði ætti að íhuga alvarlega stjórnarsamstarfið við Samfó. 

Leikrit Samfó getur kostað okkur norðlendinga atvinnutækifæri í stórum stíl !

Skákfélagið Goðinn, 2.8.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dálítið undarleg sýn á samningsstöðu.

Það er þá slæm samningsstaða fyrir mig ef viðsemjandinn sér að ég tel það ekki sjálfsagt mál að hann fái það sem hann fer fram á umyrðalaust og þá jafnvel fyrir það verð sem honum hentar!

Og í samhengi við það lýsir konan mín því yfir opinberlega að ef ég láti ekki undan kröfu viðsemjandans sé heimili okkar komið á vonarvöl.

Alvarlegt mál að setja svona magnaða samningsstöðu í uppnám.

Árni Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef sjaldan lesið langsóttari fréttaskýringu en hjá Gesti megaframsóknarmanni sem var tilbúinn að afhenda hverjum sem var hvað sem var í íslenskri náttúru til að virkja... eins og heyra má að flokksystur hans Álgerði varaformanni ,,,,   Gestur minn.... þetta er eiginlega alveg á hinn veginn ef þú leggur frá þér flokksskírteinið og skoðar mál hlustlaust..

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er þetta alveg á hinn vegin?

Hvernig kemst þú að því?

Hvernig getur önnur starfsemi nýtt sér orkuna af svæðinu, ef það slitnaði upp úr?

Það þarf nýtt heildstætt umhverfismat fyrir allt svæðið, sem þyrfti sem sagt að byrja upp á nýtt með þegar niðurstaða væri komin í viðræðurnar við Alcoa.

Gestur Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gestur... ég trúi varla að ég sé að lesa þetta.... það eru allrir sammála um að orka sé gull framtíðarinnar.... þú ert eins og aðrir Framsóknarmenn.... sérð ekkert nema núið og álver... orkuverð á eftir að hækka og ásókn í hana að aukast... væri ekki rétt að bíða með sumt af þessari orku sem við eigum fremur en selja hana í einum drulluhvelli og eiga svo ekkert ...

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jón Ingi. Ef ég er að skilja þig rétt, metur þú það þannig að Þórunn sé búin að velja hvorn álverskostinn eigi að styðja, Helguvík og Samfylkingin vilji ekki álver á Bakka við Húsavík?

Eða réttara sagt, er það Kvennalistinn sem hefur ákveðið það, en Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn (Össur og Kristján L Möller) séu annarar skoðunar?

Ég fæ í það minnsta ekki séð annað en að flokksbrotin sem mynda kosningabandalagið Samfylkinguna séu algerlega ósammála í málaflokknum.

Úrskurður Þórunnar er einmitt á þann veg að orkuseljendum er gert afar erfitt um vik með að semja við aðra en akkurat álversfyrirtækið Alcoa, ef tilgangurinn er ekki að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á Tjörnesi. Aðrir möguleikar sem hugsanlega bíða og vona að upp úr samningaviðræðum við Alcoa slitni eru lengra frá en áður, vegna þess ígildis einkaréttar á orku af svæðinu sem Þórunn hefur veitt verkefninu.

Því er hún í raun að skipa mönnum með öll eggin í sömu körfuna til óákveðinnar framtíðar.

Gestur Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú talar um gullegg. Hingað til hefur málið verið að grilla gullgæsina. Vonandi fer það að breytast.

Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er ekki alveg að fatta athugasemd 6. Er það ég eða er hún steypa?

Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 14:38

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað ert þú ekki að skilja?

-að Samfylkingin sé með margar stefnur í gangi, allt eftir kjördæmum, viðmælendum og skoðanakönnunum

-eða að þú skiljir ekki að Þórunn er búin að binda hendur orkuseljenda við þennan eina orkukaupanda?

Gestur Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 15:20

10 Smámynd: Sævar Helgason

Það afar erfitt að fá heila brú í þetta hjá þér , Gestur.  Er ekki gott að taka smá hvíld frá þessu um helgina og róa sig niður. 

Það eru loksins  eru komin  fram eðlileg vinnubrögð við áætlaðar stórframkvæmdir.  Auðvitað á að meta allan heildarpakkann.  Bygging álvers er engin einangruð framkvæmd- áhrifin eru víðtæk- slík er stærðargráðan.  Verði niðurstaðan jákvæð fyrir byggingu þessa fyrirhugaða álvers- þá er að vænta meiri friðsemdar með framkvæmdina.  Þessari ákvörðun umhverfisráðherra ber að fagna- hér er horft til framtíðar. 

Sævar Helgason, 2.8.2008 kl. 15:50

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Samfylkingarmenn eru greinilega ekki að átta sig á því hvaða skaða þeir eru að valda.

Með því að þvinga orkuöflunina í sameiginlegt umhverfismat með orkunoktuninni, er ráðherra umhverfismála að taka alla aðra mögulega orkukaupendur frá orkuseljendum, því ef ekki semst um orkuverð, verður að meta umhverfisáhrif orkuöflunarinnar upp á nýtt, sem þýðir enn meiri seinkun en einhverjar vikur.

Samningsstöðu orkuseljenda, sem er íslenska þjóðin, er því búið að klúðra.

Gestur Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 15:58

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það væri nú ekkert grín ef það spyrðist út að við ætluðum að fara að setja okkur á háan hest og fara að fylgja einhverjum stjórnsýslulögum um virkjanir og ásýnd landsins okkar.

Manst þú eftir því Gestur að framsóknar-og sjálfstæðismenn hafi séð einhverjar aðrar leiðir til að lifa í þessu landi en þær að selja umhverfisvænum orkufyrirtækjum eins og Rio Tinto Alcoa vistvæna orku á tombóluprís? 

Árni Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 19:46

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hm.... eftir þessa syrpu hér átta ég mig á að Gestur skilur ekki málið....og til lítils að reyna að rökræða við hann frekar..

Framsóknarmenn skilja ekki umhverfis og orkumál ... og fara varla að skilja þau núna frekar en áður.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2008 kl. 21:40

14 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jón Ingi: Hvað er það sem ég skil ekki í málinu, þú hefur ekkert komið með annað en yfirlýsingar um að ég skilji ekki málið og þú skiljir ekki hvað ég skrifi, ekkert málefnalegt.

Árni: í því eina tilfelli sem menn voru að reyna það, voru menn sem betur fer stoppaðir, þeas í Eyjabakkadeilunni.

Gestur Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 21:58

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki man ég lengur svo gjörla um hvaða aðrar framkvæmdir en stóriðju þessi Eyjabakkadeila snerist.

En ég vil byrja mínar athugasemdir á að gagnrýna þá viðteknu skoðun að efnahagsleg framtíð þjóðarinnar sé bundin við orkunýtingu og í framhaldi að þar erum við að stefna inn á hættulega braut. Það er nefnilega ekki sæmandi einni kynslóð að binda með langtímasamningum sölu á orku sem er sameign allra kynslóða fæddra sem ófæddra. Og þessi stefna er bundin græðgi okkar kynslóðar í bland við uppgjöf stjórnvalda fyrir þeirri kvöð að finna einhverjar aðrar leiðir- jöfnu báðum.

Þú mátt vera stoltur af þessari sovésku áætlunabúskaparlausn; ég er það ekki.

Árni Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 22:49

16 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Árni: Þú hefur rétt fyrir þér að það væri hættulegt að binda með langtímasamningum allar auðlindir okkar til erlendra aðila. Sem betur fer eru langtímasamningarnir ekki það langir að það sé ekki hægt að semja um þá með reglulegu millibili, talið í áratugum að vísu.

Það er einmitt þess vegna sem þau er svo nauðsynlegt að binda sameign þjóðarinnar á auðlindum sínum í stjórnarskrá, svo þessi möguleiki sé tryggður gagnvart inngöngu í ESB og hefðarréttarkröfum þeirra sem hafa fengið nýtingarrétt á auðlindunum.

Gestur Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband