Það er nú aldeilis gott að Geir hafi ekkert gert... eða þannig

Sá frábæra tilvitnun í góðan mann: Þegar þú gerir ekkert, gerist ekkert.

Það er kjarni málsins. Það er hárrétt hjá forsætisráðherra að ríkisvaldið eitt og sér stjórni ekki efnahagslífinu algerlega og gersamlega. Sem betur fer. Gildir einu hvaða flokkur væri við stjórn.

En ríkisvaldið á og verður að vera trúverðugur þátttakandi í efnahagslífinu.

  • Þá þýðir ekkert að boða endurskoðunarnefnd um peningamálastjórnina, en gera ekkert, ekki einu sinni búið að skipa hana.
  • Þá þýðir ekkert að boða styrkingu gjaldeyrisvarasjóðsins, en gera svo lítið úr því að það sé nauðsynlegt í einni andránni, um leið og þó er blessunarlega verið að gera það í hinni.
  • Þá þýðir ekkert að tala um aðhald í fjárlögum síðasta árs, þegar þau eru samt að aukast.
  • Þá þýðir ekkert að skora á hina og þessa að lækka verð, þegar ekkert frumkvæði eða aðhald fylgir með í formi afléttingu álaga.
  • Þá þýðir ekkert að tala um að blása lífi í fasteignamarkaðinn, þegar forsætisráðherra er nýbúinn að hvetja fólk til að halda að sér höndum.
  • Þá þýðir ekkert að einn ráðherra tali með atvinnuuppbyggingu meðan hinn talar á móti henni.

Þetta gengur ekki. Ríkisstjórnin verður að fara að tala saman á ríkisstjórnarfundum og komast að samkomulagi um hvernig hún ætlar að stjórna landinu.

Sem ein heild.


mbl.is Verðbólgan 14,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband