Er ríkisstjórnin gengin af göflunum???

Að stefna Ljósmæðrafélaginu í miðjum kjaraviðræðum er eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt lengi.

Algerlega fyrir neðan allar hellur.

Svona lagað hlýtur að vera rætt á ríkisstjórnarfundum, svo engin af ráðherrum ríkisstjórnarinnar getur skotið sér undan ábyrgð. Langar að minna á eftirfarandi grein úr lögum um ráðherraábyrgð:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."

En 17. gr stjórnarskrárinnar hljóðar:

"17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni..."

Það bera allir ráðherrar ábyrgð. Allir:

Geir H Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen, Jóhanna Sigurðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgvin G Sigurðsson, Einar K Guðfinnsson, Kristján L Möller, Björn Bjarnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðlaugur Þ Þórðarson og Össur Skarphéðinsson


mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er lítil reisn yfir þessari aðgerð og ríkisstjórninni til vansa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Að sjálfsögðu Gestur er þessi ríkisstjórn fyrir löngu gengin af göflunum.
Engin spurnig. Og í þessu máli varðandi ljósmæður, ber að sjálfsögðu,
,,Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Samfylkingin, a.m.k 100% ábyrgð!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 00:57

4 identicon

Nei vinur,

skýringin er sú að sá sem kærði

er  GAFLARI.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér að minna á þetta, Gestur.

Jón Valur Jensson, 12.9.2008 kl. 01:07

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Var að setja saman myndband um málið. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 02:38

7 Smámynd: 365

Allar götur frá því að þessi óskapnaður sem kallar sig ríkisstjórn var sett á laggirnar hefur hún ekki gengið heil til skógar, heldur hefur hún gengið af göflunum.  Þetta er hneyksli og ekkert annað.  Þetta er eins og köld vatnsgusa og úldin kjötkeppur í andlit allra kvenna í landinu.

365, 12.9.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Þessi ríkisstjórn er löngu gengin af göflonum ég held að

það sé ekki spurning dagsins,heldur hvað tórir hún lengi.

Frábært myndband hjá Láru Hönnu.

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 12.9.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband