Er gordon brown að stúta bretlandi?

Ekki nóg með að brown hafi neitað Íslendingum um aðstoð, heldur er hann í heimsku sinni, þvert á alla samninga, að fara fram á hluti við íslenska ríkið sem munu valda stórkostlegum skaða fyrir breta til lengri tíma litið, líklegast vegna eigin óvinsælda heimafyrir.

Ef hann ætlar sér að frysta innistæður og eigur allra Íslendinga í bretlandi er hann ekki bara að gerast ber um að ætla að reyna að nýlenduvæða Ísland, heldur er hann að sýna umheiminum að bretlandi er sama um alþjóðasamninga. Þeir hirði bara það sem þeim sýnist þegar þeim sýnist.

Hver vill eiga viðskipti við slíka þjóð?


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég skil vel að þú skulir skrifa brown með litlum staf. Það er við hæfi. Sama á auðvitað við um darling, og jafnvel bretland.

En...

Það er mikilvægt að koma því til skila til útlendinga að þetta var örlítið brot landa okkar sem kom okkur á kné. Vilhjálmur Bjarnason segir 20-30 manns. 30 manns af 300.000 landsmönnum er um 0,01%, er það ekki?   Hvað gerðum við hin 99,99%? Þessu þurfum við að koma til skila til almennings og ráðamanna erlendis, ef hægt er. Og það strax.

Ég heyrði brot af umræðuþætti á BBC í gærkvöld þar sem Ísland kom við sögu. Heyrði að sumir Bretar voru okkur hliðhollir. Ég heyrði þó ekki í neinum Íslendingi. Þarna hefði verið gullið tækifæri.

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er leiðindamál. Eins og kreppan væri ekki nóg. Maður er steinhissa á brown og ég vona, í fyrsta skipti á ævinni, að íhaldið vinni næstu kosningar.

Villi Asgeirsson, 10.10.2008 kl. 11:02

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já, öðruvísi mér áður brá.

Gestur Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir þetta, það er ráðist að æru þjóðarinnar og það særir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.10.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

með því að nota terroristalög þá líka gefur Brown þau skilaboð til allra sem ekki eru Bretar og stunda einhver viðskipti sem tengjast Bretlandi að eignir þeirra kunni að vera frystar og Bretar hiki ekki við að líta á venjuleg viðskiptamálefni sem terrorisma svo framarlega sem einhver tengist viðskiptunum sé ekki með breskt ríkisfang.

þetta er grafalvarlegt mál fyrir heiminn. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.10.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband