Heimastjórnarmenn ætla að gefa upp á nýtt

Af hverju í veröldinni býðst SÍ ekki samtímis til að lána þessum fyrirtækjum, svo þau geti haldið áfram starfsemi? Er þrotið ekki orðið nægjanlega stórt?

Heimastjórnarflokkurinn, sem virðast vera þverpólitísk samtök, virðast ætla að nota tækifærið til að gefa algerlega upp á nýtt í íslensku samfélagi.

Þeir sem hafa tapað og eru reiðir stjórnvöldum skulu ekki halda hálft augnablik að það séu góðar fréttir.

Heimastjórnarflokkurinn ætlar að sjálfsögðu að gefa sínum félagsmönnum upp á nýtt á þann hátt sem hann best kann. Til þess þarf ekki hjálp frá IMF og ESB. Svoleiðis pakk er bara fyrir.

Hugmyndir um að þjóðnýta fiskveiðikvótann, innköllun allra bankastofnana, líka þeirra sem eru ekki í greiðsluþroti, eins og þær sem SÍ ætlar að knésetja núna og svo þær hreinsanir í öðrum fyrirtækjarekstri sem þeir sjá fram á að hafa tækifæri til að fara í núna eru mér uggvænlegar, en virðast furðumörgum stjórnmála- og áhrifamönnum síður en svo fráleit hugmynd.

Allt að því stórkostleg.

Það má ekki gerast að slík öfl fái ráðið hér á landi.


mbl.is Fjármálafyrirtækin í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég skil þig ekki alveg. Þarf ég að minna þig á helmingaskiptaregluna?

Á ríkissjóður að bíða eftir að allt tapist? Hver veit hvað sparisjóðirnir eru að gera núna? Hvað voru viðskiptabankarnir að gera síðustu vikurnar og mánuðina á meðan þeir löfðu?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sparisjóðirnir eru að springa af innlánum akkurat núna. Í það minnsta þeir sparisjóðir sem mundu að þeir eru sparisjóðir.

Gestur Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég er sammála Guðbirni hérna. Ég bloggaði t.d rétt í þessu um forsíðu fréttablaðsins í dag, Seðlabankinn er búinn að klúðra næstum öllum þessum lánum sínum hingað til. Hann hefur staðið sig hræðilega illa að öllum tilfærslum eigna og virðist sem hann hafi látið samskonar lán til Kaupþing, Landsbanka og Glitni flakka með erlenda hlutnum sem fæst væntanlega ekkert fyrir núna.

Síðan lánaði hann Kaupþing 56 milljarða og tók veð í skuldabréfi sem kaupþing átti en Landsbankinn gaf út. Nú er bæði landsbankinn kominn á hausinn þar sem veðið lá, og skuldunauturinn kominn á hausinn líka svo það eru litlar líkur að eitthvað fáist til baka. 

Fréttablaðið tók saman rúmlega 500 milljarða sem Seðlabankinn hefur á síðustu dögum hugsanlega glatað vegna slæmrar umsýslu. 

Við verðum að fá eitthvað af þessu til baka og fara fram á viðbótartryggingu.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.10.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gestur ég hélt að þú vissir að sjávarútvegsráðherra  fer með stjórn fiskveiða. Sjávarútvegráðuneytið getur gefið út reglugerð um allt annað kerfi t.d. línuívilnun eða sóknarstýringu án þess að um þjóðnýtingu sé að ræða.

Það eru ekki heimastjórnarmenn í Framsóknarflokknum sem eru ábyrgir fyrir því hvernig nú er komið í efnahagsmálum. 

Sigurður Þórðarson, 21.10.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður: Við skulum byrja á þvi að vera sammála um hvað við erum að tala um með þjóðnýtingu. Það að taka eitthvað ákveðið hlutfall með ákveðnum hraða eftir skiljanlegum fyrirsjáanlegum aðferðum af núverandi veiðiréttarhöfum, eins og verður að gera í framhaldi af áliti mannréttindanefndar SÞ er ekki þjóðnýting í þessu samhengi. Þjóðnýting er að hirða allan kvótann aftur og endurúthluta honum.

Þannig yrðu allar útgerðir settar á hausinn með einu pennastriki og kröfuhafar í þau fyrirtæki færu líklegast beinustu leið á hausinn, í það minnsta að verða fyrir miklum búsifjum. Það er það seinasta sem við þurfum núna, að fjölga á gjörgæsluganginum.

Gestur Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Kröfuhafarnir eru erlendar bankastofnanir og við komum aldrei til með að geta borgða þeim allar skuldir, sem íslenskir aðilar hafa stofnað til.

 Útgerðin gengur vel enda er fiskverð í hæstu hæðum en skuldirnar hafa aldrei verið meiri og nema nú 400% af ársveltu!

Ég lít á mig sem góðan og gegnan heimastjórnarmann, ég skipta um veiðikerfi en það er langt frá því að ég vilji taka viðiréttinn af útgerðunum hvað það að setja þær á hausinn. Þvert á móti vil ég að útgerðin gangi vel og þess vegna vil ég skipta um kerfi þar sem hægt væri að veiða meir og fjarlægja alla hvat til brottkasts.  Þar að auki tel ég nauðsynlegt að grisja suma hvalastofna. (sem borða miklu meira en við veiðum)

Nú þegar er ljóst að næstu áratugina mun fjórða hver króna af skattekjum ríkisins fara í vexti af erlendum lánum.  Heimstjórnarmenn verða að taka við það er ekki í boði að segja sig til sveitar hjá alþjóðasamfélaginu.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband