Drengir góðir

Ég starfaði um tíma að útgerð skips sem skráð var í Færeyjum. Í gegnum þau samskipti komst ég að því að Færeyingar eru drengir góðir, vilja hafa hlutina á hreinu og standa við það sem þeir segja.

Hugur þeirra til okkar er og mikill og góður.

Það sannast enn og aftur nú, þegar við lendum í þeim sömu vandamálum og þeir lentu í þegar þeirra bankakerfi hrundi.

Hafið mikla þökk fyrir.

Vonandi mun þetta hrun kenna okkur lexíu hvað varðar orðheldni og drengskap í viðskiptum. Þá þarf ekki neinu að kvíða.


mbl.is Mikill drengskapur Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband