Hefur ríkisstjórnin meirihluta á Alþingi?

Eins og Samfylkingin talar á Alþingi og utan þess, lætur hún eins og hún styði ekki og sé á móti meira og minna öllu því sem ráðherrar hennar og Sjálfstæðisflokksins þurfa að taka ákvarðanir um.

Í þingbundnu lýðræðisríki eins og Íslandi, sitja ráðherrar svo lengi sem Alþingi samþykkir ekki vantraust á þá.

Ég skora á stjórnarandstöðuna að lýsa vantrausti á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar og kanna hvort eitthvað minnsta innihald sé í belgingi Samfylkingarinnar.

Ef þau meina eitthvað með orðum sínum, t.d. gagnrýni á Davíð Oddsson, sem forsætisráðherra hefur vald til að ráða og reka, hljóta Samfylkingarþingmenn að samþykkja vantraust á þann mann sem heldur verndarhendi yfir honum.

Ef ekki eiga þau að hætta þessum málflutningi og skammast sín.


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband