Kennum öðrum um!!!

Þau eru stórmannleg orð sem koma frá Samfylkingunni þessa dagana. Allt er öðrum að kenna. Sjálfsgagnrýnin er engin. Það eru hættuleg öfl sem ekki kunna að líta í eigin barm og fara yfir það sem gert hefur verið. Það tryggir bara að sömu mistökin verði endurtekin. Framsókn ber vissulega sína ábyrgð á því lagaumhverfi sem var við lýði við lok síðasta kjörtímabils, en sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki komið fram með neinar tillögur til breytinga á því umhverfi og hlýtur því að skiljast sem svo að hún hafi verið harla sátt við það.

Framsóknarmenn hafa í rúmt ár varað við þeirri stöðu sem þjóðarbúið stefndi í og óveðursskýjum sem stefndu að landinu erlendis frá. Því miður tóku stjórnarflokkarnir aðvörunarorð Framsóknarflokksins ekki alvarlega og því verða aðgerðarleysi stjórnarflokkanna og afneitun þeirra á stöðu efnahagsmála ekki skrifuð á reikning Framsóknarflokksins.

Nú hefur komið fram að formaður Samfylkingarinnar fékk gult ef ekki rautt aðvörunarljós í febrúar síðastliðinn.

Bankamálaráðherra kannast ekki neitt við neinn. Mat formaður Samfylkingarinnar málið þannig að ekkert væri á Seðlabankanum takandi og því þyrfti ekki að láta neinn vita, þó ekki væri nema til að kanna málið?

Ábyrgð Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er mikil.

Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins, svo eitthvað fari að gerast.


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Jón

Mér finnst froðan þunn sem þú færir hér á borð. Samfylkingin bendir á allt og alla en sjálfan sig í þessu máli.

Einmitt það sem þú ert að tala um hér með blame shift er nú að koma flatt í andlitið á Samfylkingunni þegar það komst í ljós að Ingibjörg var búinn að fá upplýsingar um stöðu bankanna löngu fyrir hrun þeirra.  Það að kenna Framsókn um sínu eigin aðgerðarleysi er vægast sagt til skammar. 

Kveðja

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 20.11.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Kommentarinn

Jón frímann er alveg með hlutina á hreinu eins og alltaf! Ég þori reyndar ekkert að segja um hvort þetta hafi lagast en það er augljóst að Framsókn og Sjálftökuflokkurinn eru arkitektarnir að kerfinu sem hrundi. Ef þú ert meðlimur í barnaklámshring og hættir í vikunni áður en hann er upprættur þá þýðir ekkert að segja að þú hafir varað við þessu og eigir engan þátt. Fræjum hrunsins var sáð löngu áður en samfylkingin kom til sögunnar og það er spurning hversu mikið hefði verið hægt að bregðast við þó að menn hefði séð 1-2 ár fram í tímann. Í besta falli hefðum við kannski losnað við Icesave hneykslið.

Kommentarinn, 20.11.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað eru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hinir stóru arkitektar þeirrar stjórnsýslu sem fylgt hefur verið undan farinn rúman einn og hálfan áratug. Þetta er bara einföld staðreynd. Einkavinavæðing bankana liggur skýr fyrir og á okkur brenna afleiðingarnar.  En Samfylkingin getur ekki vikið sér undan því að hafa lítið aðhafst varðandi bankana... Kannski voru þeir orðnir of stórir og valdamiklir við lok síðasta kjörtímabil sem lauk á vormánuðum 2007 að öll hreyfing í þá veru að draga úr hættulegri stærð þeirra - hefði þýtt hrun þeirra  á hverjum tíma.  Þeir voru orðnir að óskapnaði í íslensku samfélagi- Staðreyndirnar liggja nú fyrir -efnahagshrun.

Sævar Helgason, 20.11.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Liggur feill kerfisins ekki í gallaðri reglugerð.

Var fræjum hrunsins kannski sáð þegar kratarnir þrýstu EES samningnum í gegn. Ég meina sko ef við leitum til upphafsins (barnaklámshringsins).

Svona má endalaust halda áfram.

Ragnhildur Kolka, 21.11.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Það er að verða stórhlægilegt að horfa upp á Samfylkinguna tala hægri vinstri gegn eigin stjórnkerfi dag eftir dag.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.11.2008 kl. 01:56

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Í Peningamálum í júní 2006, riti Seðlabankans, birtist úttekt IMF á Íslandi.  Þar er ekkert að finna nema aðvaranir.  Hvers vegna var ekki brugðist við þá?  Voru Halldór og Davíð sofandi?

Lúðvík Júlíusson, 21.11.2008 kl. 02:00

7 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Ég veit ekki betur en að all flestir hafi komið með varnarorð fyrir hrunið, þeim fjölgar allavega mönnunum sem sögðu "i told you so". gestur framsóknarmaður er greinilega einn af þeim, en hann varaði ekki við þessu og óraði sennilega ekki heldur fyrir því að slíkt gæti gerst. Annars auglýsi ég hér með eftir sagnfræðingi sem væri til í að rannsaka framsóknarflokkinn og þau mál sem hann hefur staðið fyrir í gegnum tíðina, þar mun ýmislegt ljótt koma upp. Hvað varð t.d. um SÍS? Hverjir STÁLU SÍS? Gestur er sérfræðingur í að sjá bjálkan í auga náungans, skrif hans hér bera augljós merki um það. Annars man ég vel eftir þegar nafni Gests, faðir minn lagði mér lífsreglurnar í stjórnmálum. Hann sagði: Óskar minn, mér er sama hvaða flokk þú kýst, bara ekki kjósa framsóknarflokkinn! Og það hef ég ekki gert og mun ekki gera, það er bara allt of dýrt að hafa framsókn við völd, íslendingar hafa ekki lengur efni á því!

Óskar Steinn Gestsson, 21.11.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband