Að Agnesa

Nú á seinni tímum hafa komið fram ný hugtök, sem munu lifa um einhvern tíma.

Að Haardera er að gera ekki neitt, þótt aðvörunaljós blikki og segja að ekki sé þörf á neinum aðgerðum. Jafnvel þótt það sé ósatt og viðkomandi sé það fullkunnugt.

Að Agnesa er ný íslensk þýðing á enska hugtakinu "let the bastards deny it", sem mikið var notað á Nixontímanum og er enn beitt ótt og títt.

Er þessi frétt hennar af þeim meiði, en í hverri viku kemur Agnes Bragadóttir, sem heyrir ekki undir ritstjóra Morgunblaðsins, heldur beint undir eiganda þess, Björgólf Guðmundsson, fram með fullyrðingar sem fylla fréttatímana um talsverðan tíma á eftir, hvort sem þær séu sannar eður ei, hvort frá þeim sé sagt í réttu samhengi eður ei eða hvort þær þær séu sanngjarnar eður ei?


mbl.is Lárus Welding: Rangt að reglur hafi verið brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Akkúrat. Agnes er nú penni Davíðs og ver hann með ráðum og dáð. Davíð er í mun að kenna öllum öðrum um en sjálfum sér, og notar til þess Agnesi óspart (og hefur sýnt að bankaleynd er honum ekki heilög). Við megum því reikna með að í hverri viku komi Agnes með svona "skúbb" sem taki viku að hrekja, og svo hefst hringekjan aftur. Gallinn er bara sá að á meðan er ekki verið að byggja þjóðfélagið upp, og svona "fréttir" gera ekkert annað en að æsa upp þjóðina. Og sá hluti þjóðarinnar sem flokka má sem skríl mun færa sig sífellt meira upp á skaftið.

Allt til að einhver pissukeppni á milli Davíðs og vindmylla í hans huga geti spilað sig út.

Liberal, 22.11.2008 kl. 20:22

2 identicon

Góð athugasemd Gestur. "Að Imba" mun vera líka nýtt hugtak sem þýðir " Að vita allt en neita því að hafa vitað" Ég held það væri áhugavert að leita eftir annari túlkun á þessu hugtaki.

kv.g.b.

Gunnar Bragi Sveinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

@liberal

Og þú vilt kannski sanna það að Agnes sé lygari. Eða ertu einn af þessum tilgangslausu ómerkingum sem lifa sig inn í að útrópa aðra og hringsnúast um sjálfa sig í heilagri vandlætingu?

Ef þú ert ekki hluti af lausninni, Liberal, ertu hluti af vandanum. Og þar sem þú virðist vera hluti af vandanum, þá væri það rosalega vel þegið ef þú myndir hætta að þvælast fyrir þeim sem eru hluti af lausninni.

(ég biðst velvirðingar ef ég hef "Hannesað" aðeins með þessari færslu.)

Sigurður Ingi Kjartansson, 22.11.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Ár & síð

Að ármenna er að flýja með gróðann úr landi.
Matthías

Ár & síð, 22.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband