Spillingarvá fyrir dyrum

Nú þegar búið er að skipa pólitísk bankaráð nýju ríkisbankanna, þeirra fyrirtækja sem munu taka ákvarðanir um örlög fjölda fyrirtækja og einstaklinga á næstu misserum verður að gæta sín verulega á því að vinnubrögð spillingar nái ekki að skjóta rótum. Framsókn var ekki saklaus í þeim efnum í tíð gömlu ríkisbankanna, en flokkurinn hefur sem betur fer lært af þeirri vitleysu og vill ekki aftur í moldarkofana í þeim efnum:

„Miðstjórn Framsóknarflokksins krefst þess að settar verði skýrar og gegnsæjar reglur um hvernig farið verður með afskriftir skulda og skuldbreytingar viðskiptavina nýju ríkisbankanna og varar sterklega við þeirri hættu sem hefur skapast að eignum ríkisbankanna kunni að verða ráðstafað á grundvelli pólitískra tengsla en ekki á viðskiptalegum forsendum."

Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Þetta er skuggalegasta mál, en það er hvergi þörf á Framsókn, nema þá kannski á Kanarí.

Diesel, 26.11.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Framsókn verður að byrja á að byðjast afsökunar á því sem þeir bera ábyrgð á, segja nákvæmlega frá því hvað það var og hreinsa svo út úr toppinum því fólki sem stóð hvað mest í ruglinu. Þá og fyrst þá er hægt að fara að tala um að Framsókn eigi hlutverki að gegna við stjórn landsins.

Héðinn Björnsson, 26.11.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: TómasHa

Hvernig er það skipaði ekki framsóknarflokkurinn sína fulltrúa í þessi bankaráð núna um daginn? Ég minnist þess að hafa heyrt um þennan nýja framsóknarflokk þá eða að þeir hafi mótmælt þessu.

Framsóknarflokkurinn er fjarri því að vera stjórntækur um þessar mundir. Fyrst þarf flokkurinn að taka verulega til í sínum ranni og koma á friði.

Verst að það hafi ekki verið myndavélar að fylgjast með mönnum þarna innanbúðar undanfarið, það væri örugglega áhugaverður raunveruleikaþáttur. Survivour væri bara barnleikur í plottum miðað við það sem er í gangi innan framsóknar. Í survivour reyna menn að losa sig við aulana fyrst en ekki seinast.

TómasHa, 26.11.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Sævar Helgason

Bjarni Harðarson fv. alþingismaður upplýsti þjóðina í gærkvöldi um  að baklandið í Framsókn væri ávallt með mikinn þrýsting gagnvart aðkomu að völdum.  Væntanlega tekur það einhver ár ennþá að ýta þessu liði í sæti áhrifaleysis.  Að byggja Framsóknarflokkinn upp að nýju er klárlega áratuga starf.

En varðandi enduruppbyggingu þjóðfélagsins eftir hrunið , þá reynir á núverandi stjórnvöld.  Ég er ekki bjartsýnn - kom ekki öflugt lið erlendis frá með í starfið.  Traustið er nú ekki meira...

Sævar Helgason, 26.11.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Mér finnst skipun í bankaráðin vera seinni tíma vandamál. Í dag er ég hræddastur um hvernig þeir sem valdir voru til stjórnunar komi til með að vinna með sínum fyrrum viðskiptavinum. Landsbankinn er enn með gömlu stjórnendurna innanbúðar. Jón Ásgeir flakkar um Glitni í fylgd Ásmundar Stefánssonar og gömlu stjórnendurnir í Kaupþing eru enn í stjórnum erlendu bankanna. Við þurfum að slíta á þessi tengsl sem fyrst.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 26.11.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband