Egill Helgason tekur þátt í smjörklípustríði Samfylkingarinnar

Egill Helgason boðaði mann til sín í Silfur Egils í dag sem fékk óáreitt og án nokkurra andsvara að koma fram með einhliða áróður gegn Framsóknarflokknum og tengslum viðskiptalífsins við fyrrverandi forystumenn hans.

Egill lætur alveg eiga sig að setja manninn í það samhengi sem áhorfendur eiga rétt á að vita að hann sé í, þegar hann ræðir Giftarmálið, sem virðist vera ljótt mál, og Gunnar Axel Axelsson notar til að ausa auri yfir þá 12.000 manns sem eru félagar í Framsókn.

Gunnar Axel er nefnilega formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Gunnar Axel virðist vera að leika sama leik og allir Samfylkingarmenn eru að gera þessa dagana, það er að kenna einkavæðingu bankanna um bankahrunið.

Tilgangurinn er að  reyna að leiða sjónum manna frá því að bankahrunið á sér einungis 15 mánaða aðdraganda. Samfylkingin virðist alveg "gleyma" því að Glitnir var að megninu til ekki einkavæddur og að í dag talar enginn Samfylkingarmaður um annað en að selja eigi bankana á ný. Slíkt er ekkert annað en viðurkenning á því að það hafi verið rétt skref á sínum tíma að selja bankana, þótt söluferli þeirra sé alls ekki hafið yfir gagnrýni.

Gunnar ásakaði undir lok síns málflutnings að félög tengd Halldóri Ásgrímssyni hafi hagnast á einkavæðingu bankanna. Um hvaða félög er maðurinn að tala um?


mbl.is Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Hesteyri hf., Skinney h.f.,

haraldurhar, 1.12.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Á hvaða hátt beitti Halldór sér fyrir því og hvaða hagsmuni hafði hann af því sjálfur?

Það væri rétt að þú og Gunnar reiknuðuð það út.

Gestur Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gestur, sumir gleypa við þessu, eins og aðrir gleypa við öllu sem Davíð segir.  Tókstu eftir því að hann virtist ekki átta sig á því að Sambandið var búið að lifa góðu lífi öll þessi ár.  Bara með annað hlutverk.

Marinó G. Njálsson, 1.12.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Já þetta er all nokkur einföldun en ekkert nýtt að Samfylkingin sé að reyna að breiða yfir skoðanaleysi sitt á fiskveiðistjórnunarkerfinu allt síðasta kjörtímabil.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Seæll Gestur,

 Ég veit ekki hvað þessi útúrsnúningur hjá þér sé annað en einmitt það sama og þú sakar mig um, þ.e. smjörklípuaðferð.

Hvað kemur það málinu við að ég sé Samfylkingamaður, líkt og um 40% íslenski þjóðarinnar? Gerir það mig óhæfan til að fjalla um íslensk viðskiptalíf og augljós tengsl þessara fyrirtækja fið tiltekin stjórnmálaflokk? Ef ekki ég, hver má það þá? Vinsamlegast gefðu mér dæmi um hverjir teljast hæfir til þess að þínu mati Gestur?

Ég er líka í stjórn Hollvinasamtaka Bifrastar og var þar formaður um árabil. Dregur það ekki úr trúverðugleika mínum líka? Eða bætir það hann kannski, þ.e. að vera í forsvari fyrir hollvinasamtök skóla sem tengdist Sambandinu og Framsókn?

Varðandi þessi félög sem ég minntist á þá munu stjórnarmenn í Samvinnutryggingu, síðar Gift vonandi skýra þau mál betur á næstu dögum. Þú þarft allavega ekkert að örvænta, frekari skýringar munu líta dagsins ljós.

Og eins og ég var held ég búinn að svara þér annarstaðar Marinó, þá sagði ég þetta með  SÍS í kaldhæðni, enda væri ég nú eitthvað meira en lítið útá þekju í störfum mínum á vettvangi Bifrastar og á fleiri sviðum ef ég vissi ekki af tilvist SÍS. Þjóðin er hins vegar ekki með þessi mál á hreinu, enda hefur SÍS ekki beinlínis verið beinlísins áberandi síðustu 2 áratugi.

Kær kveðja

Gunnar Axel

Gunnar Axel Axelsson, 1.12.2008 kl. 14:12

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Gunnar

Þú ert fullhæfur til að fjalla um hver þau mál sem þér hugnast. Þú gerir það líka ágætlega og sérstaklega er ég ánægður með umfjöllun þína um sparisjóðina. Ég var heldur ekki að gagnrýna þig fyrir að koma fram með þinn málflutning um Gift og tek undir með þér að málið virðist vera ljótt, ef það er á rökum reist, sem mun vonandi koma fram og skýrast sem fyrst.

Það sem ég er að gagnrýna er að Egill gerir áhorfendum ekki grein fyrir því að þú ert Samfylkingarmaður fyrst þú í þínum málflutningi ert að tengja málið við einn stjórnmálaflokk öðrum fremur.

Ef þú værir bara að gagnrýna þá einstaklinga sem eru í forsvari fyrir þessi fyrirtæki skipti það heldur ekki meginmáli að staðsetja þig í pólitík, en fyrst þú fellur í þá gryfju að ata þá 11.995 framsóknarmenn auri fyrir gjörðir einhverra 5 sem tengjast eða hafa verið tengdir Framsókn verður Egill sem þáttarstjórnandi að halda því til haga að þarna er trúnaðarmaður Samfylkingarinnar á ferð og með réttu ætti hann auðvitað einnig að leiða einhvern til andsvara.

Fyrst hann gerir það ekki er hann að klína smjörklípum, með því að kynna þig einan til leiks.

Það kemur málinu ekkert við að ég sé gjaldkeri Frjálsíþróttasambandsins þegar ég er að fjalla um Samfylkinguna. En að ég sé flokksbundinn í Framsókn, sem fáum ætti að dyljast af prófíl mínum hérna á blogginu, eins og þú gerir einnig sjálfur vel á þínum prófíl á blogginu, setur umfjöllunina í sanngjarnt samhengi sem lesendur geta tekið tillit til þegar þeir meta hana.

Gestur Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 14:39

7 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Ok, ég skil hvað þú ert að fara. Ég er bara svo innilega ekkert að tala um þessi mál sem Samfylkingarmaður frekar en Vinstri grænn eða sem Frjálslyndur.

En ég þarf kannski að hugsa þetta uppá nýtt, ég hef bara ekki vanið mig á að hugsa allt í flokkspólitískum línum. Ég hef verið að fjalla um sparisjóðina og ýmsilegt fleira og það tengist ýmsu, m.a. inní pólitíkina. Ég hef samt ekkert verið að hlífa Samfylkingarfólki þar og hef eflaust ýtt í einhverja samflokksmenn mína með þeim skrifum. Ég vill bara ekki þurfa að hugsa um það, enda finnst mér það skipta máli að geta tjáð mig um hlutina án þess að múlbundinn af einhverjum flokksaga.

En ef ég hef mógðað alla framsóknarmenn landsins þá bið ég þá hér með afsökunar, það var alls ekki ætlun mín. Vona að framsóknarmenn landsins, sérstaklega þeir sem teljast til vina minna, fyrirgefi mér þessi orð mín í garð Halldórs og félaga. En tengsl S-hópsins og Framsóknar verða seint afmáð, það er eitthvað sem ég get ekki borið ábyrgð á. 

Gunnar Axel Axelsson, 1.12.2008 kl. 16:02

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Gunnar

Afsökunarbeiðnin er mikið meira en tekin til greina af minni hálfu.

Þú ert í þessum færslum þínum að lýsa raunveruleika sem var og var einnig tilfellið hjá krötum, íhaldsmönnum og sósíalistum, sama hvaða kennitölu þeir störfuðu undir, þegar höftin skömmtuðu aðgengi að gæðum í gegnum flokkana. Eitthvað sem er aftur að gerast í óhugnalega miklum mæli í dag nú á vettvangi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Framsókn hefur aftur á móti ekki tekið með réttum hætti á þessari gagnrýni og því hefur hún haldið áfram að fara illa með Framsóknarflokkinn, meðan að kratar og íhaldsmenn hafa náð að vinna úr þessu. Kratar með því að skipta um kennitölu en íhaldsmenn með því að svara fullum hálsi, leiddir áfram af Davíð Oddssyni, snillingi hnyttinna tilsvara sem menn fóru bara í einu sinni...

Síðasta ríkisstjórn afnám þessi höft og reyndi að aftengja stjórnmálin frá fyrirtækjarekstri, seldi ríkisfyrirtæki í samkeppnisrekstri. Framkvæmd sölunnar var ekki nægjanlega gagnsæ og því ekki hafin yfir vafa og sumar þeirra þeirra ekki til fyrirmyndar, en það er alltaf spurning hvort stjórnmálin, samfélagið og viðskiptalífið hafi verið tilbúið fyrir breytinguna og aftur spurning hvort það yrði nokkurntíma tilbúið undir svona sölu, hvort nokkurntíma sé hægt að fara í gegnum svona hreinsun án þess að hægt sé að gagnrýna og gera einhverja hluti þess tortryggilega, vegna smæðar samfélagsins og innbyrðis tengsla.

Það að nýir eigendur bankanna kunnu ekki fótum sínum forráð er ekki einkavæðingarstefnunni sem slíkri að kenna, það er afleiðing ofuródýrs fjármagns, áhættusækni og skorti á viðbrögðum við þeim óveðursskýum sem fóru að hrannast upp á síðasta ári, auk kolrangra viðbragða núverandi ríkisstjórnar.

Gestur Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband